Frakkar vilja losna við dísilbíla Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2014 10:11 Það mun taka tímann sinn að losna við alla dísilbíla sem nú eru í Frakklandi. Markmið ríkisstjórnar Frakklands er að losna við alla dísilbíla í landinu, en mengun af þeim er miklu hættulegri fólki en mengun af völdum bíla með bensínvélar. Markar þetta mikla breytingu í viðhorfi Frakka til dísilbíla, en 80% af frönskum ökumönnum aka nú á dísilbílum. Hafa þeir selst í miklum meirihluta í landinu á undanförnum árum samanborið við bensínbíla. Þetta viðhorf Frakka er í takt við viðhorf borgarstjóra Lundúna, Boris Johnson, sem einnig vill losna við þá af götum höfuðborgarinnar, vegna hættulegrar mengunar frá þeim. Frakkar ætla að lækka hlutfall dísilbíla með skattlagningu á þá í takt við mengun þeirra. Auk þess munu þeir umbuna kaupendum nýrra bíla með allt að 10.000 Evra famlagi til þeirra sem skipta út dísilbílum fyrir rafmagnsbíla. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent
Markmið ríkisstjórnar Frakklands er að losna við alla dísilbíla í landinu, en mengun af þeim er miklu hættulegri fólki en mengun af völdum bíla með bensínvélar. Markar þetta mikla breytingu í viðhorfi Frakka til dísilbíla, en 80% af frönskum ökumönnum aka nú á dísilbílum. Hafa þeir selst í miklum meirihluta í landinu á undanförnum árum samanborið við bensínbíla. Þetta viðhorf Frakka er í takt við viðhorf borgarstjóra Lundúna, Boris Johnson, sem einnig vill losna við þá af götum höfuðborgarinnar, vegna hættulegrar mengunar frá þeim. Frakkar ætla að lækka hlutfall dísilbíla með skattlagningu á þá í takt við mengun þeirra. Auk þess munu þeir umbuna kaupendum nýrra bíla með allt að 10.000 Evra famlagi til þeirra sem skipta út dísilbílum fyrir rafmagnsbíla.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent