38% aukning í fólksbílasölu í nóvember Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2014 09:46 Áframhaldandi fjölgun í sölu fólksbíla varð í síðasta mánuði. Sala á nýjum fólksbílum frá 1.–30. nóvember sl. jókst um 38,1% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili eru 413 stk. á móti 299 í sama mánuði 2013 eða aukning um 114 bíla. Samtals hafa verið skráðir 9133 fólksbílar á fyrstu 11 mánuðum ársins og er það 30,1% aukning frá fyrra ári. Af ofangreindum tölum má sjá að enn er góð sala á nýjum fólksbílum. Ekki hefur dregið úr jákvæðri þróun í sölu nýrra bíla nú á síðustu mánuðum ársins þrátt fyrir að þegar ágúst sleppir er búið að afgreiða flest alla bíla sem fara til bílaleiga. Helsta ástæða þessa er að endurnýjunarþörfin er orðin mjög brýn þar sem bílafloti landsmanna er orðinn sá elsti í Evrópu. Styrking og stöðugt gengi krónunnar sem og mikil vinna innflutningsaðila hefur skilað því að nýjir bílar bjóðast neytendum á góðu verði í dag. Því er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld fari ekki útí breytingar á ytra umhverfi greinarinnar nema með góðum fyrirvara en nú þegar er búið að leggja grunn að næsta ári í pöntunum á nýjum bílum fyrir bílaleigur, fyrirtæki og almenning. Það er fyrst nú sem starfsfólk í bílgreininni sér framá hugsanlega fjölgun starfa og aukinna umsvifa innan greinarinnar segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent
Sala á nýjum fólksbílum frá 1.–30. nóvember sl. jókst um 38,1% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili eru 413 stk. á móti 299 í sama mánuði 2013 eða aukning um 114 bíla. Samtals hafa verið skráðir 9133 fólksbílar á fyrstu 11 mánuðum ársins og er það 30,1% aukning frá fyrra ári. Af ofangreindum tölum má sjá að enn er góð sala á nýjum fólksbílum. Ekki hefur dregið úr jákvæðri þróun í sölu nýrra bíla nú á síðustu mánuðum ársins þrátt fyrir að þegar ágúst sleppir er búið að afgreiða flest alla bíla sem fara til bílaleiga. Helsta ástæða þessa er að endurnýjunarþörfin er orðin mjög brýn þar sem bílafloti landsmanna er orðinn sá elsti í Evrópu. Styrking og stöðugt gengi krónunnar sem og mikil vinna innflutningsaðila hefur skilað því að nýjir bílar bjóðast neytendum á góðu verði í dag. Því er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld fari ekki útí breytingar á ytra umhverfi greinarinnar nema með góðum fyrirvara en nú þegar er búið að leggja grunn að næsta ári í pöntunum á nýjum bílum fyrir bílaleigur, fyrirtæki og almenning. Það er fyrst nú sem starfsfólk í bílgreininni sér framá hugsanlega fjölgun starfa og aukinna umsvifa innan greinarinnar segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent