Audi Q7 með 23 hátalara hljóðkerfi Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2014 09:39 Stórbrotið hljóðkerfi verður í Audi Q7. Það verður ekki slorlegt hljóðkerfið í nýrri kynslóð Audi Q7 jeppans sem kynntur verður á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði. Í bílnum er Bang & Olufsen kerfi með 23 hátölurum og er heildarafl þess 1.920 wött. Sagt er að þetta kerfi gefi hlustandanum þrívíða upplifun og engu líkara sé að hann sé staddur með flytjendum þeirrar tónlistar sem hlustað er á. Sem dæmi eru fjórir hátalarar í mismunandi hæð í fremsta burðarbita bílsins (A-pillar). Hljóðkerfið lagar sig einnig að innanrými bílsins og breytist eftir því hve margir eru í bílnum hverju sinni og líkir eftir því rými sem hljóðupptakan fór fram í upphaflega. Hljóðið kemur frá 11 rásum. Þetta hljóðkerfi Bang & Olufsen verður í framhaldinu einnig í boði í fleiri bílgerðum Audi og í minni gerðum verður það minna í sniðum og með 20 hátalara. Audi Q7 af nýrri kynslóð er að koma á markað. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent
Það verður ekki slorlegt hljóðkerfið í nýrri kynslóð Audi Q7 jeppans sem kynntur verður á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði. Í bílnum er Bang & Olufsen kerfi með 23 hátölurum og er heildarafl þess 1.920 wött. Sagt er að þetta kerfi gefi hlustandanum þrívíða upplifun og engu líkara sé að hann sé staddur með flytjendum þeirrar tónlistar sem hlustað er á. Sem dæmi eru fjórir hátalarar í mismunandi hæð í fremsta burðarbita bílsins (A-pillar). Hljóðkerfið lagar sig einnig að innanrými bílsins og breytist eftir því hve margir eru í bílnum hverju sinni og líkir eftir því rými sem hljóðupptakan fór fram í upphaflega. Hljóðið kemur frá 11 rásum. Þetta hljóðkerfi Bang & Olufsen verður í framhaldinu einnig í boði í fleiri bílgerðum Audi og í minni gerðum verður það minna í sniðum og með 20 hátalara. Audi Q7 af nýrri kynslóð er að koma á markað.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent