Brúðkaup Höllu Vilhjálms í Kólumbíu: Gifti sig í Veru Wang Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2014 09:43 Nú eru Harry og Halla orðin hjón. myndir/einkasafn „Við vorum á ferðalagi um Kólumbíu, Bogotá og nágrenni, alveg yfir þrjátíu manns, vikuna fyrir brúðkaupið. Við gistum meðal annars öll í húsi fjölskyldu Harrys en afi afa hans var forseti Kólumbíu sem frelsaði þrælana, sambærilegt Lincoln,“ segir fyrirsætan og leik- og söngkonan Halla Vilhjálmsdóttir. Hún gekk að eiga sinn heittelskaða, Harry Koppel, í Kólumbíu síðustu helgi. Harry og Halla hafa verið saman síðan sumarið 2012 og trúlofuðu sig í Istanbúl ári síðar.Gullfalleg brúðhjón.Um tvö hundruð manns voru í þessu veglega brúðkaupi og geislaði Halla á brúðkaupsdaginn í kjól frá Veru Wang og hælum frá Christian Louboutin.Móðir hennar prjónaði brúðarsjalið en Harry klæddist hefðbundnum kjólfötum frá Gieves & Hawkes. Halla kom eiginmanni sínum á óvænt í veislunni eftir athöfnina. „Ég gaf Harry tónlist í brúðargjöf. Ég samdi til hans þrjú lög,“ segir Halla en faðir hennar, gítarleikarinn Vilhjálmur Guðjónsson, tók lag sem hann samdi til móður Höllu á saxófón í kirkjunni.Brúðardansinn heppnaðist.Halla segir allan daginn hafa verið töfrum líkastur og svífur hún enn um á bleiku skýi. „Þetta var fullkomið og er það. Brúðardansinn tókst meira að segja í fyrsta skipti. Við höfðum engan tíma til að æfa svo við vorum óviss með útkomuna,“ segir hún glöð í bragði. Eftir herlegheitin var síðan haldið í óvanalega brúðkaupsferð sem stendur enn. „Morguninn eftir brúðkaupið flugum við til Cartagena, karabísku paradísarinnar, með sextíu manna hópi af okkar allra nánustu alls staðar frá. Kannski ekki algengt að fólk fari í brúðkaupsferð með foreldrum sínum og öllum vinum og foreldrum þeirra jafnvel,“ segir Halla og heldur áfram að slaka á og njóta hjónasælunnar í faðmi þeirra sem hún elskar.Halla er í skýjunum og nýtur nú lífsins í Cartagena.Halla söng fyrir Harry í veislunni. Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira
„Við vorum á ferðalagi um Kólumbíu, Bogotá og nágrenni, alveg yfir þrjátíu manns, vikuna fyrir brúðkaupið. Við gistum meðal annars öll í húsi fjölskyldu Harrys en afi afa hans var forseti Kólumbíu sem frelsaði þrælana, sambærilegt Lincoln,“ segir fyrirsætan og leik- og söngkonan Halla Vilhjálmsdóttir. Hún gekk að eiga sinn heittelskaða, Harry Koppel, í Kólumbíu síðustu helgi. Harry og Halla hafa verið saman síðan sumarið 2012 og trúlofuðu sig í Istanbúl ári síðar.Gullfalleg brúðhjón.Um tvö hundruð manns voru í þessu veglega brúðkaupi og geislaði Halla á brúðkaupsdaginn í kjól frá Veru Wang og hælum frá Christian Louboutin.Móðir hennar prjónaði brúðarsjalið en Harry klæddist hefðbundnum kjólfötum frá Gieves & Hawkes. Halla kom eiginmanni sínum á óvænt í veislunni eftir athöfnina. „Ég gaf Harry tónlist í brúðargjöf. Ég samdi til hans þrjú lög,“ segir Halla en faðir hennar, gítarleikarinn Vilhjálmur Guðjónsson, tók lag sem hann samdi til móður Höllu á saxófón í kirkjunni.Brúðardansinn heppnaðist.Halla segir allan daginn hafa verið töfrum líkastur og svífur hún enn um á bleiku skýi. „Þetta var fullkomið og er það. Brúðardansinn tókst meira að segja í fyrsta skipti. Við höfðum engan tíma til að æfa svo við vorum óviss með útkomuna,“ segir hún glöð í bragði. Eftir herlegheitin var síðan haldið í óvanalega brúðkaupsferð sem stendur enn. „Morguninn eftir brúðkaupið flugum við til Cartagena, karabísku paradísarinnar, með sextíu manna hópi af okkar allra nánustu alls staðar frá. Kannski ekki algengt að fólk fari í brúðkaupsferð með foreldrum sínum og öllum vinum og foreldrum þeirra jafnvel,“ segir Halla og heldur áfram að slaka á og njóta hjónasælunnar í faðmi þeirra sem hún elskar.Halla er í skýjunum og nýtur nú lífsins í Cartagena.Halla söng fyrir Harry í veislunni.
Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira