Brúðkaup Höllu Vilhjálms í Kólumbíu: Gifti sig í Veru Wang Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2014 09:43 Nú eru Harry og Halla orðin hjón. myndir/einkasafn „Við vorum á ferðalagi um Kólumbíu, Bogotá og nágrenni, alveg yfir þrjátíu manns, vikuna fyrir brúðkaupið. Við gistum meðal annars öll í húsi fjölskyldu Harrys en afi afa hans var forseti Kólumbíu sem frelsaði þrælana, sambærilegt Lincoln,“ segir fyrirsætan og leik- og söngkonan Halla Vilhjálmsdóttir. Hún gekk að eiga sinn heittelskaða, Harry Koppel, í Kólumbíu síðustu helgi. Harry og Halla hafa verið saman síðan sumarið 2012 og trúlofuðu sig í Istanbúl ári síðar.Gullfalleg brúðhjón.Um tvö hundruð manns voru í þessu veglega brúðkaupi og geislaði Halla á brúðkaupsdaginn í kjól frá Veru Wang og hælum frá Christian Louboutin.Móðir hennar prjónaði brúðarsjalið en Harry klæddist hefðbundnum kjólfötum frá Gieves & Hawkes. Halla kom eiginmanni sínum á óvænt í veislunni eftir athöfnina. „Ég gaf Harry tónlist í brúðargjöf. Ég samdi til hans þrjú lög,“ segir Halla en faðir hennar, gítarleikarinn Vilhjálmur Guðjónsson, tók lag sem hann samdi til móður Höllu á saxófón í kirkjunni.Brúðardansinn heppnaðist.Halla segir allan daginn hafa verið töfrum líkastur og svífur hún enn um á bleiku skýi. „Þetta var fullkomið og er það. Brúðardansinn tókst meira að segja í fyrsta skipti. Við höfðum engan tíma til að æfa svo við vorum óviss með útkomuna,“ segir hún glöð í bragði. Eftir herlegheitin var síðan haldið í óvanalega brúðkaupsferð sem stendur enn. „Morguninn eftir brúðkaupið flugum við til Cartagena, karabísku paradísarinnar, með sextíu manna hópi af okkar allra nánustu alls staðar frá. Kannski ekki algengt að fólk fari í brúðkaupsferð með foreldrum sínum og öllum vinum og foreldrum þeirra jafnvel,“ segir Halla og heldur áfram að slaka á og njóta hjónasælunnar í faðmi þeirra sem hún elskar.Halla er í skýjunum og nýtur nú lífsins í Cartagena.Halla söng fyrir Harry í veislunni. Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira
„Við vorum á ferðalagi um Kólumbíu, Bogotá og nágrenni, alveg yfir þrjátíu manns, vikuna fyrir brúðkaupið. Við gistum meðal annars öll í húsi fjölskyldu Harrys en afi afa hans var forseti Kólumbíu sem frelsaði þrælana, sambærilegt Lincoln,“ segir fyrirsætan og leik- og söngkonan Halla Vilhjálmsdóttir. Hún gekk að eiga sinn heittelskaða, Harry Koppel, í Kólumbíu síðustu helgi. Harry og Halla hafa verið saman síðan sumarið 2012 og trúlofuðu sig í Istanbúl ári síðar.Gullfalleg brúðhjón.Um tvö hundruð manns voru í þessu veglega brúðkaupi og geislaði Halla á brúðkaupsdaginn í kjól frá Veru Wang og hælum frá Christian Louboutin.Móðir hennar prjónaði brúðarsjalið en Harry klæddist hefðbundnum kjólfötum frá Gieves & Hawkes. Halla kom eiginmanni sínum á óvænt í veislunni eftir athöfnina. „Ég gaf Harry tónlist í brúðargjöf. Ég samdi til hans þrjú lög,“ segir Halla en faðir hennar, gítarleikarinn Vilhjálmur Guðjónsson, tók lag sem hann samdi til móður Höllu á saxófón í kirkjunni.Brúðardansinn heppnaðist.Halla segir allan daginn hafa verið töfrum líkastur og svífur hún enn um á bleiku skýi. „Þetta var fullkomið og er það. Brúðardansinn tókst meira að segja í fyrsta skipti. Við höfðum engan tíma til að æfa svo við vorum óviss með útkomuna,“ segir hún glöð í bragði. Eftir herlegheitin var síðan haldið í óvanalega brúðkaupsferð sem stendur enn. „Morguninn eftir brúðkaupið flugum við til Cartagena, karabísku paradísarinnar, með sextíu manna hópi af okkar allra nánustu alls staðar frá. Kannski ekki algengt að fólk fari í brúðkaupsferð með foreldrum sínum og öllum vinum og foreldrum þeirra jafnvel,“ segir Halla og heldur áfram að slaka á og njóta hjónasælunnar í faðmi þeirra sem hún elskar.Halla er í skýjunum og nýtur nú lífsins í Cartagena.Halla söng fyrir Harry í veislunni.
Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira