Tapaði 150 milljörðum á 2 vikum Finnur Thorlacius skrifar 17. desember 2014 09:30 Elon Musk kynnir Tesla Model S. Hlutafjáreign Elon Musk forstjóra og aðaleiganda rafbílaframleiðandans Tesla í Bandaríkjunum hefur lækkað um 1,2 milljarð dollara, eða 150 milljarða króna á síðustu tveimur vikum. Ástæða lækkunar hlutabréfa í Tesla er hrun olíuverðs, en hlutabréfamarkaðurinn gerir ráð fyrir að eftispurn eftir rafmagnsbílum fari minnkandi vegna þeirrar lækkunar sem orðið hefur á olíu. Hlutabréf í Tesla hafa farið hratt lækkandi. Hæst stóðu þau í september og voru þá skráð 284 dollarar, en eru nú komin í 200 dollara. Elon Musk á einnig 21 milljónir hluta í sólarrafhlöðuframleiðandanum Solar City. Hlutabréf í því fyrirtæki hafa lækkað frá 86 dollurum í 50 dollara og þar hefur Musk einnig tapað miklu. Það er þó ekki eins og Elon Musk eigi ekki fyrir salti í grautinn. Virði þeirra bréfa sem hann á í Tesla og Solar City stendur nú í 7 milljörðum dollara, eða 875 milljörðum króna, en var 1.025 milljarðar í lok síðasta mánaðar. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent
Hlutafjáreign Elon Musk forstjóra og aðaleiganda rafbílaframleiðandans Tesla í Bandaríkjunum hefur lækkað um 1,2 milljarð dollara, eða 150 milljarða króna á síðustu tveimur vikum. Ástæða lækkunar hlutabréfa í Tesla er hrun olíuverðs, en hlutabréfamarkaðurinn gerir ráð fyrir að eftispurn eftir rafmagnsbílum fari minnkandi vegna þeirrar lækkunar sem orðið hefur á olíu. Hlutabréf í Tesla hafa farið hratt lækkandi. Hæst stóðu þau í september og voru þá skráð 284 dollarar, en eru nú komin í 200 dollara. Elon Musk á einnig 21 milljónir hluta í sólarrafhlöðuframleiðandanum Solar City. Hlutabréf í því fyrirtæki hafa lækkað frá 86 dollurum í 50 dollara og þar hefur Musk einnig tapað miklu. Það er þó ekki eins og Elon Musk eigi ekki fyrir salti í grautinn. Virði þeirra bréfa sem hann á í Tesla og Solar City stendur nú í 7 milljörðum dollara, eða 875 milljörðum króna, en var 1.025 milljarðar í lok síðasta mánaðar.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent