Niðurfelling á virðisaukaskatti á rafbílum framlengd Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2014 10:40 Nissan Leaf rafmagnsbíll. Stjórnvöld hafa ákveðið að framlengja niðurfellingu á virðisaukaskatti á rafbílum til eins árs eða til ársloka 2015. Þá verða vörugjöld einnig áfram felld niður af rafbílum. Mjög hefur dregist að komið hafi fram staðfesting frá stjórnvöldum um að rafbílar yrðu áfram undanþegnir virðisaukaskatti, líkt og verið hefur. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, lýsti þá yfir áhyggjum sínum og sagði að þetta yrði algjört kjaftshögg fyrir rafbílavæðinguna í landinu. Hann fagnar því að stjórnvöld hafi ákveðið að framlengja undanþáguna. „Við fögnum þessari ákvörðun stjórnvalda enda er þetta gríðarlega mikilvægt til að rafbílavæðing á Íslandi geti orðið að veruleika. Sala á rafbílum hefur aukist á undanförnum tveimur árum enda hafa rafbílarnir orðið samkeppnishæfir í verði vegna niðurfellingar virðisaukaskatts og vörugjalda sem þeir væru annars ekki því þeir eru ennþá dýrari í framleiðslu en aðrir bílar,“ segir Özur. vb.is greinir frá. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent
Stjórnvöld hafa ákveðið að framlengja niðurfellingu á virðisaukaskatti á rafbílum til eins árs eða til ársloka 2015. Þá verða vörugjöld einnig áfram felld niður af rafbílum. Mjög hefur dregist að komið hafi fram staðfesting frá stjórnvöldum um að rafbílar yrðu áfram undanþegnir virðisaukaskatti, líkt og verið hefur. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, lýsti þá yfir áhyggjum sínum og sagði að þetta yrði algjört kjaftshögg fyrir rafbílavæðinguna í landinu. Hann fagnar því að stjórnvöld hafi ákveðið að framlengja undanþáguna. „Við fögnum þessari ákvörðun stjórnvalda enda er þetta gríðarlega mikilvægt til að rafbílavæðing á Íslandi geti orðið að veruleika. Sala á rafbílum hefur aukist á undanförnum tveimur árum enda hafa rafbílarnir orðið samkeppnishæfir í verði vegna niðurfellingar virðisaukaskatts og vörugjalda sem þeir væru annars ekki því þeir eru ennþá dýrari í framleiðslu en aðrir bílar,“ segir Özur. vb.is greinir frá.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent