Hvernig virkar kynlífsrannsókn? sigga dögg skrifar 15. desember 2014 14:00 Vísir/Getty Saga kynlífsrannsókna er einkar áhugaverð, enda hefur áhugi á kynlífi ávallt fylgt mannkyninu. Einna þekktustu kynlífsrannsakendur voru kynfræðingurinn Alfred Kinsey og læknirinn William Masters og samstarfskona hans Virgina Johnson. Þessir rannsakendur beittu bæði spurningakönnunum, viðtölum og beinum athugunum þar sem þau fylgdust með fólki stunda kynlíf. Beinar athuganir á kynlífi í rannsóknarstofu eru taldar siðferðislega vafasamar í dag en þó er ýmislegt sem hægt er að rannsaka og gjarnan eru ýmsar spurningakannanir í gangi sem fólk getur tekið þátt í.Vaginal photoplethysmograpVísir/SkjáskotÞegar áhugi á klámi og kynferðislegu áreiti er rannsakaður til að kanna örvun eru gjarnan notað tæki sem eru tengd beint við kynfærin. Þannig er örvun, blóðflæði til kynfæra, mæld og það túlkað sem kynferðislegur áhugi. Fyrir píkur er notað lítið tæki, vaginal photoplethysmograp, sem er á stærð við túrtappa sem er sett inn í leggöngin og er haft inni á meðan rannsókn fer fram. Ein stúlka sem var þátttakandi í slíkri rannsókn þar sem hún var með þetta tæki inni í sér á meðan hún horfði á ýmsar myndir, bæði erótískar og ekki. Markmiðið var að komast að því hvað gerði hana graða. Ásamt því að hafa tækið inni í sér þá merkti stúlkan við á skalanum 1-10 hversu gröð ákveðin myndbönd gerðu hana. Rannsakendur voru í næsta herbergi að fylgjast með gögnunum sem tækið safnaði og hvernig hún svaraði. Svo eru borin saman hennar svör við niðurstöður tækisins og kannað hvort sé samræmi þar á milli.Vísir/SkjáskotFyrir typpi er notaður vír sem fer utan um typpið og mælir blóðflæði og spennu limsins. Í sumum rannsóknum var einnig notuð sérstök typpapumpa. Kynferðisleg örvun er þó flóknari en eingöngu blóðflæði kynfæra og því er gjarnan einnig notuð skrifleg próf og kannanir. Það er löngu vitað að blóðflæði getur einnig aukist til kynfæra við ótta og því er gott að hafa fleiri mælitæki þegar verið er að kanna kynlíf. Hérlendis er einna helst beitt viðtölum og spurningakönnunum þegar kemur að rannsóknum á kynlífi. Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Saga kynlífsrannsókna er einkar áhugaverð, enda hefur áhugi á kynlífi ávallt fylgt mannkyninu. Einna þekktustu kynlífsrannsakendur voru kynfræðingurinn Alfred Kinsey og læknirinn William Masters og samstarfskona hans Virgina Johnson. Þessir rannsakendur beittu bæði spurningakönnunum, viðtölum og beinum athugunum þar sem þau fylgdust með fólki stunda kynlíf. Beinar athuganir á kynlífi í rannsóknarstofu eru taldar siðferðislega vafasamar í dag en þó er ýmislegt sem hægt er að rannsaka og gjarnan eru ýmsar spurningakannanir í gangi sem fólk getur tekið þátt í.Vaginal photoplethysmograpVísir/SkjáskotÞegar áhugi á klámi og kynferðislegu áreiti er rannsakaður til að kanna örvun eru gjarnan notað tæki sem eru tengd beint við kynfærin. Þannig er örvun, blóðflæði til kynfæra, mæld og það túlkað sem kynferðislegur áhugi. Fyrir píkur er notað lítið tæki, vaginal photoplethysmograp, sem er á stærð við túrtappa sem er sett inn í leggöngin og er haft inni á meðan rannsókn fer fram. Ein stúlka sem var þátttakandi í slíkri rannsókn þar sem hún var með þetta tæki inni í sér á meðan hún horfði á ýmsar myndir, bæði erótískar og ekki. Markmiðið var að komast að því hvað gerði hana graða. Ásamt því að hafa tækið inni í sér þá merkti stúlkan við á skalanum 1-10 hversu gröð ákveðin myndbönd gerðu hana. Rannsakendur voru í næsta herbergi að fylgjast með gögnunum sem tækið safnaði og hvernig hún svaraði. Svo eru borin saman hennar svör við niðurstöður tækisins og kannað hvort sé samræmi þar á milli.Vísir/SkjáskotFyrir typpi er notaður vír sem fer utan um typpið og mælir blóðflæði og spennu limsins. Í sumum rannsóknum var einnig notuð sérstök typpapumpa. Kynferðisleg örvun er þó flóknari en eingöngu blóðflæði kynfæra og því er gjarnan einnig notuð skrifleg próf og kannanir. Það er löngu vitað að blóðflæði getur einnig aukist til kynfæra við ótta og því er gott að hafa fleiri mælitæki þegar verið er að kanna kynlíf. Hérlendis er einna helst beitt viðtölum og spurningakönnunum þegar kemur að rannsóknum á kynlífi.
Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira