Milljónasti ferðamaðurinn nær varla til Íslands á árinu Kristján Már Unnarsson skrifar 29. desember 2014 18:45 Afar tvísýnt er um hvort milljónasti ferðamaðurinn komi til Íslands á þessu ári, nú þegar aðeins tveir sólarhringar eru til áramóta, og stefnir á að tvö prómill vanti upp á að stóra talan náist. Hver svo sem endanleg tala verður þá er þegar ljóst að árið 2014 er metár. Þeir hafa aldrei verið fleiri, erlendu ferðamennirnir, - spennan þessa síðustu daga ársins er hins vegar um hvort þeir nái að verða ein milljón á árinu.Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu.„Þetta getur fallið beggja vegna við milljónina. Þetta er svona alveg á mörkunum,“ segir Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu, í samtali við Stöð 2. Halldór segir að langflestir komi til landsins um Keflavíkurflugvöll og þar var talan í lok nóvember komin í 915 þúsund erlenda farþega. Ef gert sé ráð fyrir sömu fjölgun í desember og öðrum vetrarmánuðum, 30 prósentum, fari talan í 970 þúsund fyrir erlenda ferðamenn til Keflavíkurflugvallar á árinu. Þá á eftir að bæta við öllum sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar og í gegnum aðra flugvelli, en Halldór áætlar að með ferjunni hafi komið milli 17 og 18 þúsund erlendir ferðamenn, og kannski tíu þúsund í gegnum flugvellina í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum. Miðað við þetta fer talan kannski í 998 þúsund.Um 97 prósent ferðamanna koma til landsins um Keflavíkurflugvöll.Fréttablaðið/Anton„Mér sýnist að þetta verði ansi tæpt. Við sjáum þetta ekki fyrr en um miðjan janúar þegar við verðum búin að safna saman tölum fyrir aðra flugvelli heldur en Keflavíkurflugvöll. En miðað við að það sé álíka fjöldi þar erum við ekki alveg að ná milljóninni,“ segir Halldór. Það koma að jafnaði um 2.700 erlendir ferðamenn til landsins á hverjum degi og nú lítur út fyrir að það muni kannski vanta þá tölu upp á til að komast í milljónina. Þetta verður því mjög tæpt. Svarið við því hvort milljónasti ferðamaðurinn fagni áramótunum á Íslandi fáum við þó ekki fyrr en um miðjan janúar. Þess má geta að erlendir ferðamenn með skemmtiferðaskipum teljast ekki með þar sem þeir gista um borð í skipunum, að sögn Halldórs. Verulega munar um þá tölu en á þessu ári hafa 104.816 erlendir ferðamenn komið með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Afar tvísýnt er um hvort milljónasti ferðamaðurinn komi til Íslands á þessu ári, nú þegar aðeins tveir sólarhringar eru til áramóta, og stefnir á að tvö prómill vanti upp á að stóra talan náist. Hver svo sem endanleg tala verður þá er þegar ljóst að árið 2014 er metár. Þeir hafa aldrei verið fleiri, erlendu ferðamennirnir, - spennan þessa síðustu daga ársins er hins vegar um hvort þeir nái að verða ein milljón á árinu.Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu.„Þetta getur fallið beggja vegna við milljónina. Þetta er svona alveg á mörkunum,“ segir Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu, í samtali við Stöð 2. Halldór segir að langflestir komi til landsins um Keflavíkurflugvöll og þar var talan í lok nóvember komin í 915 þúsund erlenda farþega. Ef gert sé ráð fyrir sömu fjölgun í desember og öðrum vetrarmánuðum, 30 prósentum, fari talan í 970 þúsund fyrir erlenda ferðamenn til Keflavíkurflugvallar á árinu. Þá á eftir að bæta við öllum sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar og í gegnum aðra flugvelli, en Halldór áætlar að með ferjunni hafi komið milli 17 og 18 þúsund erlendir ferðamenn, og kannski tíu þúsund í gegnum flugvellina í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum. Miðað við þetta fer talan kannski í 998 þúsund.Um 97 prósent ferðamanna koma til landsins um Keflavíkurflugvöll.Fréttablaðið/Anton„Mér sýnist að þetta verði ansi tæpt. Við sjáum þetta ekki fyrr en um miðjan janúar þegar við verðum búin að safna saman tölum fyrir aðra flugvelli heldur en Keflavíkurflugvöll. En miðað við að það sé álíka fjöldi þar erum við ekki alveg að ná milljóninni,“ segir Halldór. Það koma að jafnaði um 2.700 erlendir ferðamenn til landsins á hverjum degi og nú lítur út fyrir að það muni kannski vanta þá tölu upp á til að komast í milljónina. Þetta verður því mjög tæpt. Svarið við því hvort milljónasti ferðamaðurinn fagni áramótunum á Íslandi fáum við þó ekki fyrr en um miðjan janúar. Þess má geta að erlendir ferðamenn með skemmtiferðaskipum teljast ekki með þar sem þeir gista um borð í skipunum, að sögn Halldórs. Verulega munar um þá tölu en á þessu ári hafa 104.816 erlendir ferðamenn komið með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira