Nissan Leaf að ná heildarsölu Chevrolet Volt Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2014 10:19 Nissan Leaf. Tveir mest seldu rafmagnsbílar heims, Chevrolet Volt og Nissan Leaf komu báðir á markað árið 2010. Chevrolet Volt tók strax forystuna í sölu bílanna tveggja en það mun væntanlega breytast mjög fljótt á næsta ári. Frá nóvember 2010 og til sama mánaðar í ár hefur Volt selst í 71.867 eintökum en Nissan Leaf í 69.220 eintökum. Nissan Leaf selst nú í um 2.500 til 2.700 eintökum á mánuði, en Volt í 1.500 til 1.700 eintökum, svo ætla má að Nissan Leaf taki forystuna í febrúar, eða mars. Þegar þeirri forystu verður náð má búast við að Nissan Leaf muni halda henni lengi, því enginn annar bíll ógnar henni sem stendur. Ný kynslóð Chevrolet Volt kemur á markað um mitt næsta ár og má þá búast við aukinni sölu hans. Ólíklegt þykir þó að Volt muni ná forystunni af Nissan Leaf á næsta ári. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent
Tveir mest seldu rafmagnsbílar heims, Chevrolet Volt og Nissan Leaf komu báðir á markað árið 2010. Chevrolet Volt tók strax forystuna í sölu bílanna tveggja en það mun væntanlega breytast mjög fljótt á næsta ári. Frá nóvember 2010 og til sama mánaðar í ár hefur Volt selst í 71.867 eintökum en Nissan Leaf í 69.220 eintökum. Nissan Leaf selst nú í um 2.500 til 2.700 eintökum á mánuði, en Volt í 1.500 til 1.700 eintökum, svo ætla má að Nissan Leaf taki forystuna í febrúar, eða mars. Þegar þeirri forystu verður náð má búast við að Nissan Leaf muni halda henni lengi, því enginn annar bíll ógnar henni sem stendur. Ný kynslóð Chevrolet Volt kemur á markað um mitt næsta ár og má þá búast við aukinni sölu hans. Ólíklegt þykir þó að Volt muni ná forystunni af Nissan Leaf á næsta ári.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent