Fótbolti

Fernando Torres endanlega genginn í raðir AC Milan

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Fernando Torres í búningi AC Milan
Fernando Torres í búningi AC Milan vísir/afp
Spænski framherjinn, Fernando Torres, er genginn í raðir AC Milan. Hann hafði komið þangað fyrir tímabilið á tveggja ára lánsamningi frá enska liðinu Chelsea en hefur nú gert vistaskiptin endanleg. Þetta var staðfest af Chelsea nú fyrir stundu.



Heimildir erlendra fjölmiðla herma þó að stopp Torres í Mílan verði stutt því hann verði lánaður til Spánarmeistara Atletico Madrid strax í janúarglugganum. Ítalski vængmaðurinn Alessio Cerci verði lánaður aftur til Ítalíu í skiptum fyrir Torres en hann hóf feril sinn hjá Atletico Madrid.

Torres kom til Chelsea árið 2011 fyrir fimmtíu milljónir punda sem þá var metfé á Englandi. Hann náði ekki að festa sig í sessi og skoraði aðeins tuttugu mörk í 110 leikjum fyrir félagið. Hjá AC Milan hefur hann skorað eitt mark í tíu leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×