Tekjuhæstu myndir ársins Samúel Karl Ólason skrifar 26. desember 2014 23:00 Eins og önnur ár voru fjölmargar kvikmyndir gefnar út á árinu og nutu sumar meiri vinsælda en aðrar. Það má með sanni segja að árið hafi verið gott fyrrir framhaldsmyndir, ofurhetjur og Chris Pratt, sem lék í tveimur af tíu tekjuhæstu myndum ársins. Á listanum eru einnig fjórar myndir sem byggðar eru á teiknimyndabókum Marvel, en þær myndir hafa vakið mikla lukku undanfarin ár. Í efsta sæti situr myndin Guardians of the Galaxy og þénaði hún 333 milljónir dala, eða um 42 milljarða króna. Í öðru sæti er nýjasta myndin í Hunger Games seríunni: Mockingjay part 1. Sú mynd þénaði 293 milljónir dala, eða um 37 milljarða króna. Önnur myndin um Steven Rodgers, sem er betur þekktur sem Captain America, The Winter Soldier er þriðja tekjuhæsta mynd ársins með 260 milljóna dala í tekjur. Það samsvarar tæpum 33 milljörðum króna.Lego myndin er í fjórða sæti, en Chris Pratt er einnig þar í aðalhlutverki. Tekjur myndarinnar voru 258 milljónir dala, eða um 32 milljarðar króna. Nýjast mynd Transformers seríunnar, Age of Extinction, situr í fimmta sæti yfir tekjuhæstu myndir ársins. Tekjur myndarinnar voru 245 milljónir dala, eða tæplega 31 milljarður króna. Í sjötta sæti er ævintýramyndin Maleficent en tekjur hennar á árinu eru 241 milljón dala. Það samsvarar rúmum 30 milljörðum króna. Ofurhetjumyndin X-Men: Days of Future Past er í sjöunda sæti. Myndin, sem er þéttsetin stórstjörnum þénaði 234 milljónir dala, eða tæpa 30 milljarða króna. Framhald Apapláneturnnar: Dawn of the Planet of the Apes er í áttunda sæti. Tekjur myndarinnar voru 209 milljónir dala, eða rúmir 26 milljarðar króna. Önnur mynd Andrew Garfield sem Kóngulóarmaðurinn er í níunda sæti yfir tekjuhæstumyndir ársins. Alls þénaði myndin 203 milljónir dala eða um 25,5 milljarða króna. Í tíunda sæti er nýjasta myndin um hið fræga skrímsli Godzilla. Tekjur myndarinnar voru 201 milljónir dala eða um 25 milljarðar króna. Frekari upplýsingar og fleiri myndir má sjá á vefnum imdb.com. Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2014 Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Eins og önnur ár voru fjölmargar kvikmyndir gefnar út á árinu og nutu sumar meiri vinsælda en aðrar. Það má með sanni segja að árið hafi verið gott fyrrir framhaldsmyndir, ofurhetjur og Chris Pratt, sem lék í tveimur af tíu tekjuhæstu myndum ársins. Á listanum eru einnig fjórar myndir sem byggðar eru á teiknimyndabókum Marvel, en þær myndir hafa vakið mikla lukku undanfarin ár. Í efsta sæti situr myndin Guardians of the Galaxy og þénaði hún 333 milljónir dala, eða um 42 milljarða króna. Í öðru sæti er nýjasta myndin í Hunger Games seríunni: Mockingjay part 1. Sú mynd þénaði 293 milljónir dala, eða um 37 milljarða króna. Önnur myndin um Steven Rodgers, sem er betur þekktur sem Captain America, The Winter Soldier er þriðja tekjuhæsta mynd ársins með 260 milljóna dala í tekjur. Það samsvarar tæpum 33 milljörðum króna.Lego myndin er í fjórða sæti, en Chris Pratt er einnig þar í aðalhlutverki. Tekjur myndarinnar voru 258 milljónir dala, eða um 32 milljarðar króna. Nýjast mynd Transformers seríunnar, Age of Extinction, situr í fimmta sæti yfir tekjuhæstu myndir ársins. Tekjur myndarinnar voru 245 milljónir dala, eða tæplega 31 milljarður króna. Í sjötta sæti er ævintýramyndin Maleficent en tekjur hennar á árinu eru 241 milljón dala. Það samsvarar rúmum 30 milljörðum króna. Ofurhetjumyndin X-Men: Days of Future Past er í sjöunda sæti. Myndin, sem er þéttsetin stórstjörnum þénaði 234 milljónir dala, eða tæpa 30 milljarða króna. Framhald Apapláneturnnar: Dawn of the Planet of the Apes er í áttunda sæti. Tekjur myndarinnar voru 209 milljónir dala, eða rúmir 26 milljarðar króna. Önnur mynd Andrew Garfield sem Kóngulóarmaðurinn er í níunda sæti yfir tekjuhæstumyndir ársins. Alls þénaði myndin 203 milljónir dala eða um 25,5 milljarða króna. Í tíunda sæti er nýjasta myndin um hið fræga skrímsli Godzilla. Tekjur myndarinnar voru 201 milljónir dala eða um 25 milljarðar króna. Frekari upplýsingar og fleiri myndir má sjá á vefnum imdb.com.
Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2014 Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira