Erlent

Öllu lokað í Sierra Leone

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Verslanir og stofnanir verða lokaðar næstu þrjá sólarhringa í Sierra Leone í Afríku og munu almenningssamgöngur leggjast af. Þá verða opinber hátíðarhöld bönnuð, bænastundum múslima verður aflýst og mörkuðum lokað. Er það vegna ebólufaraldursins sem þar geisar en þessar ráðstafanir verða hugsanlega í gildi lengur.

Yfir 7.500 hafa orðið faraldrinum að bráð í ár. Þar af hafa 2.400 látist í Sierra Leone og yfir 9 þúsund tilfelli hafa þar komið upp frá því ebólu varð fyrst vart í Gíneu í febrúar-mars á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×