Tesla Roadster aftur í framleiðslu Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2014 11:36 Tesla Roadster. Elon Musk forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla lét hafa eftir sér í gær að fyrirtækið ætli aftur að setja á markað Roadster bíl sinn og verður þar á ferð uppfærð gerð hans. Frekari upplýsinga um bílinn lofaði Musk á næstu dögum og kemur þá í ljós hver drægni bílsins verður. Musk hafði áður ýjað að því að Tesla ætlaði sér að gera eitthvað afar áhugavert við Roadster bílinn og í viðtali við Auto Express í Bretlandi fyrr á árinu var haft eftir honum að Roadster myndi fá rafhlöður sem dygði til meira en 600 km aksturs. Ef svo yrði væri þar kominn sá rafmagnsbíll sem lengst kemst á einni hleðslu. Óljóst er hvaða aðrar breytingar verða gerðar á bílnum, hvort hann verður öflugri en fyrr eða fær fjórhjóladrif, en talið er víst að ytra útlit bílsins breytist ekki. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent
Elon Musk forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla lét hafa eftir sér í gær að fyrirtækið ætli aftur að setja á markað Roadster bíl sinn og verður þar á ferð uppfærð gerð hans. Frekari upplýsinga um bílinn lofaði Musk á næstu dögum og kemur þá í ljós hver drægni bílsins verður. Musk hafði áður ýjað að því að Tesla ætlaði sér að gera eitthvað afar áhugavert við Roadster bílinn og í viðtali við Auto Express í Bretlandi fyrr á árinu var haft eftir honum að Roadster myndi fá rafhlöður sem dygði til meira en 600 km aksturs. Ef svo yrði væri þar kominn sá rafmagnsbíll sem lengst kemst á einni hleðslu. Óljóst er hvaða aðrar breytingar verða gerðar á bílnum, hvort hann verður öflugri en fyrr eða fær fjórhjóladrif, en talið er víst að ytra útlit bílsins breytist ekki.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent