Ellefu fyrirtæki til fyrirmyndar 13. mars 2014 00:01 Frá verðlaunaafhendingunni í gær. Mynd/Aðsend Viðskiptaráð Íslands afhenti á þriðjudag ellefu fyrirtækjum viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum eftir úttekt sérstakra úttektaraðila og Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti. Sjö þeirra hafa áður hlotið slíka viðurkenningu en þau eru: Icelandair group hf., Íslandspóstur hf., Íslandssjóðir hf., Landsbréf hf., Lánasjóður sveitarfélaga ohf., Mannvit hf. og Stefnir hf. Fjögur fyrirtæki bættust í hópinn en þau eru: Advania hf., Greiðsluveitan ehf., Íslandsbanki hf. og Vátryggingafélag Íslands hf. Viðurkenningin var veitt af Páli Harðarssyni, forstjóra Nasdaq OMX á Íslandi, Sævar Freyr Þráinssyni, Viðskiptaráði Íslands og Eyþóri Ívari Jónssyni, forstöðumanni Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti við Háskóla Íslands. Úlfar Steindórsson, stjórnarmaður hjá Icelandair group, sagði að ráðstefnan Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum væri mikilvæg og markaði tímamót hvað varðar að ýta á viðskiptalífið til þess að eiga samræður um hvernig megi efla góða stjórnarhætti á Íslandi í stað þess að týnast í regluverki. „Oft kemur upp umræða um hvort æskilegra sé að bindandi fyrirmæli um stjórnarhætti séu sett af löggjafarvaldinu eða hvort fyrirtækjum sé eftirlátið ríkara svigrúm til að móta sína eigin stjórnarhætti. Að mínu mati er mikilvægt að fyrirtækjum sé ekki sniðinn of þröngur stakkur að þessu leyti. Í lögum þarf vissulega að tryggja ákveðna vernd hluhafa t.d. rétt hluthafa til upplýsinga, vægi hluthafafunda og fleira. Aftur á móti verður að gæta þess að lögfesta ekki ítarlegar reglur sem kunn að vera mjög íþyngjandi fyrir atvinnulífið. Því miður viðrist tilhneiging löggjafarvaldsins oft hníga í þá átt að setja sífellt strangari reglur um með hvaða hætti aðilar eiga að stjórna sínu eigin fyrirtæki" sagði Úlfar Steindórsson. Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti, sem stóð að ráðstefnunni sagði að tilgangur verkefnisins um Fyrirmyndarfyrirtæki um góða stjórnarhætti væri fyrst og fremst til þess að færa frumkvæðið í umræðunni á góðum stjórnarháttum til stjórna fyrirtækja. „Það er mikilvægt að þau fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar hvað varðar góða stjórnarhætti séu ekki einungis að uppfylla skilyrði í reglum og leiðbeiningum heldur séu að vinna með þeim hætti og kynni nýjungar í starfsháttum sem er öðrum til fyrirmyndar." Hrund Rudolfsdóttir, stjórnarformaður Stefnis, benti á að það væri mikilvægt fyrir íslenskt atvinnulíf að endurheimta það traust sem tapast hefði á síðustu árum. Í trausti og trúverðugleika viðskiptalífsins felast mikil verðmæti. Jón Már Halldórsson, stjórnarformaður Mannvits, sagði: „Að lokum vil ég þakka Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við HÍ, Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq OMX og Samtökum Atvinnulífsins fyrir það frumkvæði að setja á sínum tíma af stað verkefnið um Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum og hvet ég jafnframt fyrirtæki til að taka þátt, þar sem þetta er gullið tækifæri fyrir stjórnir sem vilja bæta sig." Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands afhenti á þriðjudag ellefu fyrirtækjum viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum eftir úttekt sérstakra úttektaraðila og Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti. Sjö þeirra hafa áður hlotið slíka viðurkenningu en þau eru: Icelandair group hf., Íslandspóstur hf., Íslandssjóðir hf., Landsbréf hf., Lánasjóður sveitarfélaga ohf., Mannvit hf. og Stefnir hf. Fjögur fyrirtæki bættust í hópinn en þau eru: Advania hf., Greiðsluveitan ehf., Íslandsbanki hf. og Vátryggingafélag Íslands hf. Viðurkenningin var veitt af Páli Harðarssyni, forstjóra Nasdaq OMX á Íslandi, Sævar Freyr Þráinssyni, Viðskiptaráði Íslands og Eyþóri Ívari Jónssyni, forstöðumanni Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti við Háskóla Íslands. Úlfar Steindórsson, stjórnarmaður hjá Icelandair group, sagði að ráðstefnan Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum væri mikilvæg og markaði tímamót hvað varðar að ýta á viðskiptalífið til þess að eiga samræður um hvernig megi efla góða stjórnarhætti á Íslandi í stað þess að týnast í regluverki. „Oft kemur upp umræða um hvort æskilegra sé að bindandi fyrirmæli um stjórnarhætti séu sett af löggjafarvaldinu eða hvort fyrirtækjum sé eftirlátið ríkara svigrúm til að móta sína eigin stjórnarhætti. Að mínu mati er mikilvægt að fyrirtækjum sé ekki sniðinn of þröngur stakkur að þessu leyti. Í lögum þarf vissulega að tryggja ákveðna vernd hluhafa t.d. rétt hluthafa til upplýsinga, vægi hluthafafunda og fleira. Aftur á móti verður að gæta þess að lögfesta ekki ítarlegar reglur sem kunn að vera mjög íþyngjandi fyrir atvinnulífið. Því miður viðrist tilhneiging löggjafarvaldsins oft hníga í þá átt að setja sífellt strangari reglur um með hvaða hætti aðilar eiga að stjórna sínu eigin fyrirtæki" sagði Úlfar Steindórsson. Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti, sem stóð að ráðstefnunni sagði að tilgangur verkefnisins um Fyrirmyndarfyrirtæki um góða stjórnarhætti væri fyrst og fremst til þess að færa frumkvæðið í umræðunni á góðum stjórnarháttum til stjórna fyrirtækja. „Það er mikilvægt að þau fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar hvað varðar góða stjórnarhætti séu ekki einungis að uppfylla skilyrði í reglum og leiðbeiningum heldur séu að vinna með þeim hætti og kynni nýjungar í starfsháttum sem er öðrum til fyrirmyndar." Hrund Rudolfsdóttir, stjórnarformaður Stefnis, benti á að það væri mikilvægt fyrir íslenskt atvinnulíf að endurheimta það traust sem tapast hefði á síðustu árum. Í trausti og trúverðugleika viðskiptalífsins felast mikil verðmæti. Jón Már Halldórsson, stjórnarformaður Mannvits, sagði: „Að lokum vil ég þakka Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við HÍ, Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq OMX og Samtökum Atvinnulífsins fyrir það frumkvæði að setja á sínum tíma af stað verkefnið um Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum og hvet ég jafnframt fyrirtæki til að taka þátt, þar sem þetta er gullið tækifæri fyrir stjórnir sem vilja bæta sig."
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira