"Veðrið ykkar er eiginlega glatað“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. mars 2014 13:00 Darren hefur heimsótt landið reglulega síðan hann kom hingað fyrst árið 1998. Vísir/Valli „Allt útlit myndarinnar er innblásið af Íslandi, hvort sem það er förðunin, búningarnir eða örkin sjálf,“ sagði leikstjórinn Darren Aronofsky á blaðamannafundi fyrir frumsýningu á stórmynd sinni Noah í gærkvöldi en myndin var tekin upp hér á landi sumarið 2012. Með aðalhlutverk í myndinni fara Russell Crowe, Jennifer Connelly, Anthony Hopkins og Emma Watson. Darren er mikill Íslandsvinur og var boðið til Íslands fyrst árið 1998. Síðan hefur hann haft dálæti á landi og þjóð, þó veðrið á Íslandi sé ekki hans besti vinur. „Veðrið ykkar er eiginlega glatað – þá fyrir að taka upp myndir. Hér getur veðrið breyst á hverri stundu eins og þið vitið en það kenndi mér sem sjálfstæðum, skæruliðakvikmyndagerðarmanni að vinna með það sem manni er gefið. Og það gerði ég og myndin varð öðru vísi fyrir vikið,“ sagði Darren um hvernig var að taka myndina upp. Hann var búinn að ganga með myndina í maganum síðan hann var þrettán ára gamall en nú er hann 45 ára. „Þá bað kennarinn minn bekkinn um að skrifa eitthvað um frið. Ég skrifaði ljóð um Nóa og hlaut verðlaun á vegum Sameinuðu þjóðanna fyrir það. Það var í fyrsta sinn sem ég vann eitthvað á ævinni,“ sagði Darren og er spenntur fyrir því að landsmenn fái að sjá myndina. „Ísland leikur stórt hlutverk í myndinni.“Gunnar Nelson, Auður Ómarsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Jón Viðar.Hugleikur og Unnsteinn Manuel létu sig ekki vanta.Ómari Ragnarssyni er afar annt um náttúruna eins og Darren Aronofsky.Helena og Soffía brostu sínu blíðasta.Tónlistarkonan Patti Smith var við hlið Darrens á blaðamannafundinum. Frans páfa bar á góma en Patti hefur hitt hann tvisvar. Hún sagði að hann „elskaði börn og væri óþekkur“. Þegar hún áttaði sig á að þessi orð væri hægt að misskilja sagðist hún meina að hann væri afar elskulegur og pínulítill prakkari í sér sem færi stundum gegn ströngum reglum í Páfagarði. Tengdar fréttir Björk og félagar hafa safnað 35 milljónum Á blaðamannafundi í Hörpuhorni í dag kom fram að aðstandendur Stopp Gætum garðsins! vilji árétta markmið og tilgang þeirra viðburða sem eiga sér stað í dag, þ.e.: Viðhafnarsýningar Noah í Sambíóunum Egilshöll og tónleikum í Eldborg. 18. mars 2014 15:34 „Skylda okkar að vernda íslenska náttúru og skila henni heilli til framtíðarkynslóða“ Í kvöld fara fram tónleikarnir, Stopp – Gætum garðsins, í Hörpunni þar sem fjöldinn allur af listamönnum mun koma fram. 18. mars 2014 12:13 Páfinn óþekkur og elskar börn Tónlistarkonan Patti Smith valdi óheppileg orð á blaðamannafundi í Egilsbíói. 18. mars 2014 20:41 Veisla fyrir bæði augu og eyru Tónleikarnir Stopp! Gætum garðsins fóru fram í Hörpu í kvöldr. Þar komu fram hinir ýmsu tónlistarmenn og konur á borð við Björk, Lykke Li og Patti Smith. 18. mars 2014 22:39 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Allt útlit myndarinnar er innblásið af Íslandi, hvort sem það er förðunin, búningarnir eða örkin sjálf,“ sagði leikstjórinn Darren Aronofsky á blaðamannafundi fyrir frumsýningu á stórmynd sinni Noah í gærkvöldi en myndin var tekin upp hér á landi sumarið 2012. Með aðalhlutverk í myndinni fara Russell Crowe, Jennifer Connelly, Anthony Hopkins og Emma Watson. Darren er mikill Íslandsvinur og var boðið til Íslands fyrst árið 1998. Síðan hefur hann haft dálæti á landi og þjóð, þó veðrið á Íslandi sé ekki hans besti vinur. „Veðrið ykkar er eiginlega glatað – þá fyrir að taka upp myndir. Hér getur veðrið breyst á hverri stundu eins og þið vitið en það kenndi mér sem sjálfstæðum, skæruliðakvikmyndagerðarmanni að vinna með það sem manni er gefið. Og það gerði ég og myndin varð öðru vísi fyrir vikið,“ sagði Darren um hvernig var að taka myndina upp. Hann var búinn að ganga með myndina í maganum síðan hann var þrettán ára gamall en nú er hann 45 ára. „Þá bað kennarinn minn bekkinn um að skrifa eitthvað um frið. Ég skrifaði ljóð um Nóa og hlaut verðlaun á vegum Sameinuðu þjóðanna fyrir það. Það var í fyrsta sinn sem ég vann eitthvað á ævinni,“ sagði Darren og er spenntur fyrir því að landsmenn fái að sjá myndina. „Ísland leikur stórt hlutverk í myndinni.“Gunnar Nelson, Auður Ómarsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Jón Viðar.Hugleikur og Unnsteinn Manuel létu sig ekki vanta.Ómari Ragnarssyni er afar annt um náttúruna eins og Darren Aronofsky.Helena og Soffía brostu sínu blíðasta.Tónlistarkonan Patti Smith var við hlið Darrens á blaðamannafundinum. Frans páfa bar á góma en Patti hefur hitt hann tvisvar. Hún sagði að hann „elskaði börn og væri óþekkur“. Þegar hún áttaði sig á að þessi orð væri hægt að misskilja sagðist hún meina að hann væri afar elskulegur og pínulítill prakkari í sér sem færi stundum gegn ströngum reglum í Páfagarði.
Tengdar fréttir Björk og félagar hafa safnað 35 milljónum Á blaðamannafundi í Hörpuhorni í dag kom fram að aðstandendur Stopp Gætum garðsins! vilji árétta markmið og tilgang þeirra viðburða sem eiga sér stað í dag, þ.e.: Viðhafnarsýningar Noah í Sambíóunum Egilshöll og tónleikum í Eldborg. 18. mars 2014 15:34 „Skylda okkar að vernda íslenska náttúru og skila henni heilli til framtíðarkynslóða“ Í kvöld fara fram tónleikarnir, Stopp – Gætum garðsins, í Hörpunni þar sem fjöldinn allur af listamönnum mun koma fram. 18. mars 2014 12:13 Páfinn óþekkur og elskar börn Tónlistarkonan Patti Smith valdi óheppileg orð á blaðamannafundi í Egilsbíói. 18. mars 2014 20:41 Veisla fyrir bæði augu og eyru Tónleikarnir Stopp! Gætum garðsins fóru fram í Hörpu í kvöldr. Þar komu fram hinir ýmsu tónlistarmenn og konur á borð við Björk, Lykke Li og Patti Smith. 18. mars 2014 22:39 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Björk og félagar hafa safnað 35 milljónum Á blaðamannafundi í Hörpuhorni í dag kom fram að aðstandendur Stopp Gætum garðsins! vilji árétta markmið og tilgang þeirra viðburða sem eiga sér stað í dag, þ.e.: Viðhafnarsýningar Noah í Sambíóunum Egilshöll og tónleikum í Eldborg. 18. mars 2014 15:34
„Skylda okkar að vernda íslenska náttúru og skila henni heilli til framtíðarkynslóða“ Í kvöld fara fram tónleikarnir, Stopp – Gætum garðsins, í Hörpunni þar sem fjöldinn allur af listamönnum mun koma fram. 18. mars 2014 12:13
Páfinn óþekkur og elskar börn Tónlistarkonan Patti Smith valdi óheppileg orð á blaðamannafundi í Egilsbíói. 18. mars 2014 20:41
Veisla fyrir bæði augu og eyru Tónleikarnir Stopp! Gætum garðsins fóru fram í Hörpu í kvöldr. Þar komu fram hinir ýmsu tónlistarmenn og konur á borð við Björk, Lykke Li og Patti Smith. 18. mars 2014 22:39