Fólk kemur frekar með föt í viðgerð eftir hrun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. mars 2014 09:16 Þessa dagana eru dimissjónbúningar saumaðir af miklum móð á saumastofunni þótt nokkrar pantanir séu í bið vegna óvissunnar sem fylgir kennaraverkfallinu. vísir/stefán Fyrir tíu árum rak Stefanía M. Aradóttir verslun og flutti hún allar vörur inn. Eftir hrun breyttist landslagið og hefur hún nóg að gera við að taka við flíkum í viðgerðir á Saumastofu Íslands og sauma ullarflíkur fyrir túristabúðir. „Fólk lét ekkert gera við flíkur fyrir hrun enda var hlutfallslega ódýrara að kaupa sér nýja flík þá en núna,“ segir Stefanía. „Fólk henti bara fötunum ef þau rifnuðu eða það vantaði rennilás. Í dag margborgar sig að láta gera við flíkina.“ Mjög margir leita til saumastofunnar með vörur sem þeir hefur pantað sér í gegnum erlendu sölusíðuna Aliexpress. „Þá þarf að stytta kjóla, breyta hlýrum eða þrengja og víkka. Við finnum sérstaklega fyrir þessu fyrir jólin, ætli fólk sé ekki að koma með jólafötin sem það hefur pantað sér.“ Síðustu ár hefur einnig orðið mikil aukning á sölu ullarvarnings til ferðamannaverslana. „Nýframleiðslan hefur aukist mikið með auknum túrisma á landinu. Við saumum til dæmis húfur, grifflur og hettukjóla úr ull sem eru mjög vinsælir hjá ferðamönnum.“ Nýtni landans er greinilega orðin mun meiri eftir hrun því fyrir utan fataviðgerðir er nóg að gera við viðgerðir á alls kyns tjöldum. „Það eru margir sem koma með tjöldin sín, fortjöld á fellihýsum og annað slíkt til að láta gera við. Enda eru þetta rándýrar vörur og því töluverð útgjöld að endurnýja ef óhapp gerist. Þessa dagana er vertíð á saumastofunni vegna dimissjón-búninga framhaldsskólanema. Stefanía segir þó margar pantanir vera í bið vegna kennaraverkfallsins. „Já, það er smá bið núna því við vitum ekki hvernig verkfallið fer. Fyrstu hóparnir eiga að dimittera 11. apríl og þeir búningar eru tilbúnir. Vonandi leysist fljótt úr verkfallinu svo krakkarnir fá tækifæri til að nota búningana. Við erum bara í startholunum með að byrja á næstu búningum um leið og staðfesting fæst frá krökkunum um að þau ætli að dimittera.“ Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Fyrir tíu árum rak Stefanía M. Aradóttir verslun og flutti hún allar vörur inn. Eftir hrun breyttist landslagið og hefur hún nóg að gera við að taka við flíkum í viðgerðir á Saumastofu Íslands og sauma ullarflíkur fyrir túristabúðir. „Fólk lét ekkert gera við flíkur fyrir hrun enda var hlutfallslega ódýrara að kaupa sér nýja flík þá en núna,“ segir Stefanía. „Fólk henti bara fötunum ef þau rifnuðu eða það vantaði rennilás. Í dag margborgar sig að láta gera við flíkina.“ Mjög margir leita til saumastofunnar með vörur sem þeir hefur pantað sér í gegnum erlendu sölusíðuna Aliexpress. „Þá þarf að stytta kjóla, breyta hlýrum eða þrengja og víkka. Við finnum sérstaklega fyrir þessu fyrir jólin, ætli fólk sé ekki að koma með jólafötin sem það hefur pantað sér.“ Síðustu ár hefur einnig orðið mikil aukning á sölu ullarvarnings til ferðamannaverslana. „Nýframleiðslan hefur aukist mikið með auknum túrisma á landinu. Við saumum til dæmis húfur, grifflur og hettukjóla úr ull sem eru mjög vinsælir hjá ferðamönnum.“ Nýtni landans er greinilega orðin mun meiri eftir hrun því fyrir utan fataviðgerðir er nóg að gera við viðgerðir á alls kyns tjöldum. „Það eru margir sem koma með tjöldin sín, fortjöld á fellihýsum og annað slíkt til að láta gera við. Enda eru þetta rándýrar vörur og því töluverð útgjöld að endurnýja ef óhapp gerist. Þessa dagana er vertíð á saumastofunni vegna dimissjón-búninga framhaldsskólanema. Stefanía segir þó margar pantanir vera í bið vegna kennaraverkfallsins. „Já, það er smá bið núna því við vitum ekki hvernig verkfallið fer. Fyrstu hóparnir eiga að dimittera 11. apríl og þeir búningar eru tilbúnir. Vonandi leysist fljótt úr verkfallinu svo krakkarnir fá tækifæri til að nota búningana. Við erum bara í startholunum með að byrja á næstu búningum um leið og staðfesting fæst frá krökkunum um að þau ætli að dimittera.“
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira