Ofurtollar á innfluttum frönskum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 20. mars 2014 08:00 Félag atvinnurekenda segir neytendur borga brúsann af ofurtollum á franskar kartöflur. Vísir/Daníel Háir tollar eru lagðir á innfluttar franskar kartöflur, eða 76 prósent, samkvæmt núgildandi tollalögum. Á sama tíma er talið fullnægjandi að leggja 30 prósenta tolla á innfluttar kartöflur, sem ætla má að séu hið eiginlega verndarandlag landbúnaðarins. Aðeins eitt fyrirtæki, Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar, framleiðir franskar kartöflur hér á landi. Samkvæmt tölum frá Capacent selur umrætt fyrirtæki árlega í kringum 200 tonn af frönskum kartöflum, sem er innan við 2 prósent af heildarframleiðslu kartaflna hérlendis ef miðað er við síðastliðin fimm ár. Þá er aðeins hluti af þeim frönsku kartöflum búinn til úr íslensku hráefni, þar sem Þykkvabær flytur einnig inn kartöflur erlendis frá til að mæta vaxandi eftirspurn neytenda, og notar þær í framleiðslu sína.Björg Ásta ÞórðardóttirBjörg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda, telur þessa álagningu ekki réttlætanlega. „Samkvæmt okkar útreikningum nemur framleiðsla Þykkvabæjar á frönskum kartöflum, sem unnin er úr íslensku hráefni, innan við 5 prósent af árlegri innanlandsneyslu á frönskum kartöflum. Það þýðir í raun að 76 prósenta ofurtollur er lagður á rúmlega 95 prósent af neyslu Íslendinga á frönskum kartöflum, undir því yfirskyni að verið sé að vernda þau 5 prósent sem eftir standa“, segir Björg Ásta. Að mati Bjargar Ástu er ekki unnt að halda því fram að verið sé að vernda hagsmuni neytenda með þessu. Bendir hún á að hærri tollar leiði til hærra vöruverðs og að í tilfelli franskra kartaflna sé verðið um það bil 45 prósenta hærra fyrir íslenska neytendur en það væri ella. Þær séu því umtalsvert dýrari. „Við hjá Félagi atvinnurekenda höfum lagt áherslu á að menn rugli ekki saman hagsmunum neytenda og einstakra framleiðenda. Í þessu tilfelli lýtur verndin að starfsemi eins fyrirtækis, sem vinnur vöru sína að stórum hluta úr erlendu hráefni. Íslenskir neytendur njóta ekki góðs af því, það eru þvert á móti þeir sem borga brúsann,“ segir Björg Ásta að lokum. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Háir tollar eru lagðir á innfluttar franskar kartöflur, eða 76 prósent, samkvæmt núgildandi tollalögum. Á sama tíma er talið fullnægjandi að leggja 30 prósenta tolla á innfluttar kartöflur, sem ætla má að séu hið eiginlega verndarandlag landbúnaðarins. Aðeins eitt fyrirtæki, Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar, framleiðir franskar kartöflur hér á landi. Samkvæmt tölum frá Capacent selur umrætt fyrirtæki árlega í kringum 200 tonn af frönskum kartöflum, sem er innan við 2 prósent af heildarframleiðslu kartaflna hérlendis ef miðað er við síðastliðin fimm ár. Þá er aðeins hluti af þeim frönsku kartöflum búinn til úr íslensku hráefni, þar sem Þykkvabær flytur einnig inn kartöflur erlendis frá til að mæta vaxandi eftirspurn neytenda, og notar þær í framleiðslu sína.Björg Ásta ÞórðardóttirBjörg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda, telur þessa álagningu ekki réttlætanlega. „Samkvæmt okkar útreikningum nemur framleiðsla Þykkvabæjar á frönskum kartöflum, sem unnin er úr íslensku hráefni, innan við 5 prósent af árlegri innanlandsneyslu á frönskum kartöflum. Það þýðir í raun að 76 prósenta ofurtollur er lagður á rúmlega 95 prósent af neyslu Íslendinga á frönskum kartöflum, undir því yfirskyni að verið sé að vernda þau 5 prósent sem eftir standa“, segir Björg Ásta. Að mati Bjargar Ástu er ekki unnt að halda því fram að verið sé að vernda hagsmuni neytenda með þessu. Bendir hún á að hærri tollar leiði til hærra vöruverðs og að í tilfelli franskra kartaflna sé verðið um það bil 45 prósenta hærra fyrir íslenska neytendur en það væri ella. Þær séu því umtalsvert dýrari. „Við hjá Félagi atvinnurekenda höfum lagt áherslu á að menn rugli ekki saman hagsmunum neytenda og einstakra framleiðenda. Í þessu tilfelli lýtur verndin að starfsemi eins fyrirtækis, sem vinnur vöru sína að stórum hluta úr erlendu hráefni. Íslenskir neytendur njóta ekki góðs af því, það eru þvert á móti þeir sem borga brúsann,“ segir Björg Ásta að lokum.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira