Mannlegu sögurnar 31. mars 2014 10:00 Kristján Már Unnarsson fréttamaður hefur starfað á Stöð 2 frá árinu 1987. MYND/STEFÁN „Ég hef gaman af því að ferðast og held ég hafi séð hvern einasta sveitabæ á landinu,“ segir hann. Þegar Kristján er spurður hvort hann sé nokkurn tíma heima hjá sér, svarar hann að konan hans fái oft þessa spurningu. „Við nýtum ferðirnar og tökum upp nokkra þætti í einu. Það lítur þannig út að ég sé alltaf á ferðinni en svo er ekki,“ segir hann. Kristján er kvæntur Þorgerði Sigurðardóttur sjúkraþjálfara og eiga þau fjórar dætur og einn son. Það er því nóg að gera heima líka. Kristján segir að áhugi hans á landsbyggðinni hafi vaknað þegar hann hóf störf á Dagblaðinu tvítugur að aldri. „Jónas Kristjánsson ritstjóri lagði ríka áherslu á að við værum í góðum tengslum við allt landið og færum reglulega í vinnuferðir. Ég hef því frá fyrstu tíð sótt fréttir frá öllu landinu og horft víðar en bara á höfuðborgarsvæðið. Þegar ég byrjaði á Stöð 2, þegar hún var ársgömul, hélt ég áfram að sækja fréttir út á land. Þótt ég sé að vinna við dagskrárgerð leita ég eftir fréttum og margt af efninu ratar í fréttatíma. Hins vegar fæ ég lengri tíma til að gera efninu skil í lengri þáttum. Það eru fréttir á bak við margar mannlegar sögur og þetta er þakklátt efni." Það er ekki nóg með að Kristján hafi komið í alla dali landsins heldur hefur hann einnig heimsótt ýmsar eyjar í kringum landið. „Ég fór í Grímsey fyrir nokkrum árum, einnig hef ég komið í Æðey, Vigur og Flatey ásamt fleiri eyjum,“ segir hann. Fyrir utan vinnuferðir nýtir hann fríin til að fara í göngur um sveitir landsins ásamt eiginkonu og hópi gönguvina. Um land allt Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
„Ég hef gaman af því að ferðast og held ég hafi séð hvern einasta sveitabæ á landinu,“ segir hann. Þegar Kristján er spurður hvort hann sé nokkurn tíma heima hjá sér, svarar hann að konan hans fái oft þessa spurningu. „Við nýtum ferðirnar og tökum upp nokkra þætti í einu. Það lítur þannig út að ég sé alltaf á ferðinni en svo er ekki,“ segir hann. Kristján er kvæntur Þorgerði Sigurðardóttur sjúkraþjálfara og eiga þau fjórar dætur og einn son. Það er því nóg að gera heima líka. Kristján segir að áhugi hans á landsbyggðinni hafi vaknað þegar hann hóf störf á Dagblaðinu tvítugur að aldri. „Jónas Kristjánsson ritstjóri lagði ríka áherslu á að við værum í góðum tengslum við allt landið og færum reglulega í vinnuferðir. Ég hef því frá fyrstu tíð sótt fréttir frá öllu landinu og horft víðar en bara á höfuðborgarsvæðið. Þegar ég byrjaði á Stöð 2, þegar hún var ársgömul, hélt ég áfram að sækja fréttir út á land. Þótt ég sé að vinna við dagskrárgerð leita ég eftir fréttum og margt af efninu ratar í fréttatíma. Hins vegar fæ ég lengri tíma til að gera efninu skil í lengri þáttum. Það eru fréttir á bak við margar mannlegar sögur og þetta er þakklátt efni." Það er ekki nóg með að Kristján hafi komið í alla dali landsins heldur hefur hann einnig heimsótt ýmsar eyjar í kringum landið. „Ég fór í Grímsey fyrir nokkrum árum, einnig hef ég komið í Æðey, Vigur og Flatey ásamt fleiri eyjum,“ segir hann. Fyrir utan vinnuferðir nýtir hann fríin til að fara í göngur um sveitir landsins ásamt eiginkonu og hópi gönguvina.
Um land allt Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira