Glímir við fyrrverandi útsendara Sovétríkjanna Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. apríl 2014 11:30 Chris Evans snýr aftur sem Captain America. Kvikmyndin Captain America: The Winter Soldier verður frumsýnd á Íslandi á morgun, föstudag. Í henni þarf Captain America, sem heitir réttu nafni Steve Rogers, að snúa aftur til starfa til að kljást við sinn öflugasta andstæðing til þessa – The Winter Soldier, fyrrverandi útsendara Sovétríkjanna.Sebastian Stan túlkar The Winter Soldier, eða Vetrarhermanninn, og undirbjó sig vel fyrir hlutverkið. Hann æfði stíft í fimm mánuði og sökkti sér í sögubækurnar. „Ég dembdi mér í sögu kalda stríðsins, ég kannaði KGB. Ég horfði á alls kyns njósnamyndir og heimildarmyndir um þennan tíma og um hvað hann snerist,“ segir Sebastian. Nýja myndin gerist tveimur árum eftir atburðina í fyrri myndinni, Captain America: The First Avenger, sem frumsýnd var árið 2011. Leikarinn Chris Evans snýr aftur í hlutverki kafteinsins og á móti honum leikur kynbomban Scarlett Johansson. Þau skrifuðu mörg af samtölunum sín á milli í myndinni en áður en tökur hófust höfðu þau unnið að þremur myndum saman – The Perfect Score árið 2004, The Nanny Diaries árið 2007 og The Avengers árið 2012. Jálkurinn Robert Redford leikur einnig í myndinni en hann vildi ólmur taka hlutverkið að sér því afabörnin hans eru aðdáendur Marvel-myndasagnanna og Captain America er eins og margir vita úr myndasögunum. Myndinni var afar vel tekið á frumsýningarhelginni í Bandaríkjunum og skilaði áttatíu milljónum dollara í kassann í miðasölutekjum, rúmum níu milljörðum króna. Utan Bandaríkjanna þénaði hún 75,2 milljónir dollara fyrstu vikuna, tæplega átta og hálfan milljarð króna. Í öðrum hlutverkum eru Frank Grillo, Samuel L. Jackson, Anthony Mackie og Dominic Cooper. Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndin Captain America: The Winter Soldier verður frumsýnd á Íslandi á morgun, föstudag. Í henni þarf Captain America, sem heitir réttu nafni Steve Rogers, að snúa aftur til starfa til að kljást við sinn öflugasta andstæðing til þessa – The Winter Soldier, fyrrverandi útsendara Sovétríkjanna.Sebastian Stan túlkar The Winter Soldier, eða Vetrarhermanninn, og undirbjó sig vel fyrir hlutverkið. Hann æfði stíft í fimm mánuði og sökkti sér í sögubækurnar. „Ég dembdi mér í sögu kalda stríðsins, ég kannaði KGB. Ég horfði á alls kyns njósnamyndir og heimildarmyndir um þennan tíma og um hvað hann snerist,“ segir Sebastian. Nýja myndin gerist tveimur árum eftir atburðina í fyrri myndinni, Captain America: The First Avenger, sem frumsýnd var árið 2011. Leikarinn Chris Evans snýr aftur í hlutverki kafteinsins og á móti honum leikur kynbomban Scarlett Johansson. Þau skrifuðu mörg af samtölunum sín á milli í myndinni en áður en tökur hófust höfðu þau unnið að þremur myndum saman – The Perfect Score árið 2004, The Nanny Diaries árið 2007 og The Avengers árið 2012. Jálkurinn Robert Redford leikur einnig í myndinni en hann vildi ólmur taka hlutverkið að sér því afabörnin hans eru aðdáendur Marvel-myndasagnanna og Captain America er eins og margir vita úr myndasögunum. Myndinni var afar vel tekið á frumsýningarhelginni í Bandaríkjunum og skilaði áttatíu milljónum dollara í kassann í miðasölutekjum, rúmum níu milljörðum króna. Utan Bandaríkjanna þénaði hún 75,2 milljónir dollara fyrstu vikuna, tæplega átta og hálfan milljarð króna. Í öðrum hlutverkum eru Frank Grillo, Samuel L. Jackson, Anthony Mackie og Dominic Cooper.
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira