Metsöluhöfundurinn sem réðst á orrustuskipið Illugi Jökulsson skrifar 5. apríl 2014 10:30 Arthur La Touche Bisset Þegar ég var á aldrinum 11-14 ára og hættur að lesa Íslendingasögurnar, þá fór ég að lesa Alistair MacLean. Þá voru komnar út á íslensku eitthvað um tíu tólf bækur eftir þennan skoska höfund sem var þá áreiðanlega meðal vinsælustu spennubókahöfunda heimsins, og naut alveg sérstakra vinsælda á Íslandi. Í tíu eða fimmtán ár voru bækurnar hans undantekningarlaust meðal þeirra allra söluhæstu í hverju jólabókaflóði, þær vinsælustu fóru í tíu þúsund eintökum og voru svo endurprentaðar margoft, sumum fannst það hálfgerð niðurlæging fyrir „bókaþjóðina“ hvað hann seldist ótrúlega vel, en fyrir aðdáendur Skotans var alltaf tilhlökkunarefni að fá nýja bók eftir hann í hendurnar, og titlar þeirra flestra gleymast ekki: Byssurnar í Navarone, Nóttin langa, Til móts við gullskipið, Arnarborgin, Spyrjum að leikslokum, Síðasta skip frá Singapore… Ég hef ekki þorað að líta í bækur MacLeans síðan ég hætti að lesa þær á unglingsaldri, það væri náttúrlega frekar vandræðalegt ef ég kæmist að því að hafa eytt tíma mínum og smekk í eitthvert algjört rusl, jafnvel þó svo ég hafi verið ungur að árum, en í rauninni held ég að bækurnar hans hafi verið afskaplega heiðarlegir karlareyfarar eins og þá tíðkuðust: drifnar áfram af hröðum söguþræði, óvæntum atburðum, engum málalengingum, hnefahöggin glumdu og mikið bitið á jaxlinn og karlmennskan löðrandi upp um alla veggi. Sumar gerðust í seinni heimsstyrjöldinni og maður kynntist Schmeisser-handvélbyssum náið, en aðrar í kalda stríðinu og illskeyttir sovéskir útsendarar gátu leynst hvarvetna.Alistair MacLeanDjúpir og magnaðir karakterar En hvort sem bækur MacLeans myndu teljast læsilegar nútildags eða ekki, þá fannst mér þá að ein þeirra skæri sig nokkuð frá hinum. Hún var ekki drifin áfram af forvitni lesanda um hvað myndi gerast næst, því frá því var greint strax á fyrstu blaðsíðunum hvernig hún myndi enda. Og persónusköpunin var alls ekki eins einföld í sniðum og í öðrum bókum MacLeans, þarna voru ekki á ferð einfaldar hetjur og enn einfaldari skúrkar, heldur manneskjur sem reyndu af vanmætti að takast á við hinar ferlegustu aðstæður. Ég veit svo sem ekki hvort sú persónusköpun myndi hafa dugað mér á seinni árum, eftir að hafa kynnst meiri ritsnillingum, en í þá daga, beint í kjölfarið á Íslendingasögunum, þá fannst mér persónur eins og kapteinn Vallery og Starr flotaforingi bæði djúpir og magnaðir karakterar. Vallery, Starr, hver er þá bókin? Jú, kannski rumska þessi nöfn í minni fleiri gamalla lesenda: hér er auðvitað um að ræða Skip hans hátignar Ódysseif. Bók sem fjallar um áhöfnina á bresku beitiskipi sem fer í sína hinstu för á stríðsárunum seinni, Ódysseifur á að fylgja stórri skipalest um Norðuríshafið frá Íslandi til Múrmansk á Kólaskaga, framhjá Noregi sem þá er undir stjórn Þjóðverja – og í norsku fjörðunum bíða þýskir kafbátar, þýskar sprengjuflugvélar og síðast en ekki síst hið tröllaukna orrustuskip Tirpitz. Skipin í lestinni flytja skriðdreka, flugvélar og önnur bráðnauðsynleg hergögn handa Sovétmönnum í baráttu þeirra gegn þýskum nasistum Hitlers. Ef kafbátarnir, flugvélarnar og þó einkum Tirpitz komast í færi við skipalestina verður tjónið ægilegt fyrir stríðsreksturinn gegn Þjóðverjum. En áhöfninni á HMS Ódysseifi er ætlað að verjast Tirpitz og öðrum tólum Hitlers fram í rauðan dauðann. Sem hún og gerir. Ég komst að því löngu eftir að ég var hættur að lesa Alistair MacLean að bókin hans um beitiskipið Ódysseif var fyrsta skáldsaga hans, hún var því væntanlega skrifuð af svolítið öðrum hvötum en hinar seinni bækur sem hann framleiddi eins og af færibandi til að eiga fyrir salti í grautinn og líka öllu því viskíi sem hann mun hafa drukkið ótæpilega fram á grafarbakkann. Ætli láti ekki nærri að bókina um Vallery, Starr og þá félaga hafi MacLean skrifað af einhvers konar innri þörf, það held ég sé augljóst, enda kom líka á daginn að þarna var hann reyndar að lýsa sínu eigin lífi á stríðsárunum, bókin er sannsöguleg. Beitiskipið HMS Ódysseifur er sagt í hinni samnefndu bók MacLeans vera af Dido-gerð en það voru um 7.000 tonna skip, 156 metrar að lengd (tveir Hallgrímskirkjuturnar!) og vopnuð ýmist átta eða tíu fallbyssum með hlaupvídd 133 millimetrar. Bretar brúkuðu sextán svona skip í seinni heimsstyrjöldinni og fimm þeirra var sökkt. Ekkert þeirra hét HMS Ódysseifur, en eitt þeirra hét hins vegar HMS Royalist og á því sigldi ungur sjóliði að nafni Alistair MacLean. Og hann var meðal annars um borð veturinn 1943-44 þegar Royalist var í hópi herskipa sem fylgdu nokkrum skipalestum frá Íslandi til Múrmansk. Hann kynntist því sjálfur þeim aðstæðum sem sjómennirnir í þessum íshafssiglingum máttu búa við, hinum hrikalegu veðrum yfir vetrartímann, kuldanum, ísingunni, loftárásum sprengjuflugvéla og tundurskeytaárásum kafbáta, og síðast en ekki síst: óttanum við Tirpitz. Tirpitz var 45.000 tonna orrustuskip, systurskip Bismarcks sem sökkti HMS Hood, stolti breska flotans, í fimm mínútna orrustu djúpt út af Reykjanesi í maí 1941. Þjóðverjar höfðu komið Tirpitz fyrir í Noregi til að freista þess að stöðva skipalestirnar til Múrmansk og í byrjun júlí 1942 bárust fregnir um að Tirpitz hefði lagt úr höfn í Altafirði nyrst í Noregi og ætlaði að ráðast á skipalestina PQ-17 sem þá var komin langleiðina frá Íslandi til Múrmansk. Svo mikill ótti greip um sig meðal Breta við þessar fréttir að skipalestin var leyst upp með hraði og urðu kaupskipin síðan auðveld bráð fyrir kafbáta og flugvélar Þjóðverja, en Tirpitz gat snúið aftur til hafnar án þess að þurfa að beita byssum sínum. Hin skelfilega reynsla af PQ-17 varð til þess að Bretar lögðu næstu misserin allt kapp á að gera Tirpitz skaðlausan og voru gerðar stöðugar loftrásir á stöðvar hans í Noregi og í eitt skiptið meira að segja beitt dvergkafbátum. En þessar árásir tókust þó ekki sem skyldi og veturinn sem Alistair MacLean sigldi þessar slóðir með HMS Royalist, þá var Tirpitz ennþá stöðug ógn fyrir skipalestirnar og fylgdarskip þeirra. Og nú fer ég að komast að kjarna málsins. Í fyrradag voru nefnilega liðin rétt 70 ár frá afdrifaríkri árás sem breski flotinn gerði á Tirpitz í Altafirði. Öflug bresk flotadeild sigldi langt norður í íshaf, sex flugvélamóðurskip studd rúmlega 20 öðrum herskipum, og síðan voru í morgunsárið 3. apríl 1944 gerðar loftárásir á þýska orrustuskipið sem leyndist í þröngum Kåfirðinum út af Altafirði. HMS Royalist öðru nafni Ódysseifur.Vel heppnaðar árásir Þessi mikla og djarfa aðgerð kallast Operation Tungsten í munni Breta og bresku skipunum var skipt í tvo flokka. Í öðrum flokknum voru fimm flugvélamóðurskip og þrjú beitiskip, og síðan tíu tundurspillar – þar á meðal einn pólskur, Piorun, sem hafði tekið þátt í árásum Breta á Bismarck tæpum þrem árum fyrr. Þessum flokki herskipa var stýrt af flotaforingjanum Arthur La Touche Bisset og lýsti hann því síðar að það hefði verið fögur sjón að sjá flugvélar af flugvélamóðurskipum hans hefja sig á loft og stefna svo til árásar gegn rísandi sólu. Árásirnar tókust mjög vel. 120 flugvélar réðust að Tirpitz og margar sprengjur hittu mark sitt. 123 þýskir sjóliðar létu lífið, 329 særðust og skemmdir á Tirpitz voru svo miklar að það tók hálft ár að gera við þær. Og þá tóku við nýjar loftárásir og að lokum var Tirpitz endanlega sökkt síðar á árinu, 12. nóvember 1944. En það sem ég vildi sagt hafa: Meðan Arthur La Touche Bisset stóð og horfði í aðdáun af beitiskipinu, þar sem hann hafði aðsetur, á eftir flugvélunum stefna til árása á Tirpitz fyrir réttum 70 árum, þá var líka niðrá dekki að fylgjast með vélunum fara rétt rúmlega tvítugur sjóliði sem átti að annast um tundurskeytin og hafði því litlu að sinna akkúrat þessa stund – þar var Alistair MacLean kominn, því flaggskip La Touche Bisset í óperasjón Tungsten var einmitt HMS Royalist, og rúmum áratug seinna reisti sjóliðinn ungi íshafssiglingunum og áhöfn bresku fylgdarskipanna þann bautastein sem bókin um Skip hans hátignar Ódysseif óneitanlega er. Flækjusaga Menning Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Þegar ég var á aldrinum 11-14 ára og hættur að lesa Íslendingasögurnar, þá fór ég að lesa Alistair MacLean. Þá voru komnar út á íslensku eitthvað um tíu tólf bækur eftir þennan skoska höfund sem var þá áreiðanlega meðal vinsælustu spennubókahöfunda heimsins, og naut alveg sérstakra vinsælda á Íslandi. Í tíu eða fimmtán ár voru bækurnar hans undantekningarlaust meðal þeirra allra söluhæstu í hverju jólabókaflóði, þær vinsælustu fóru í tíu þúsund eintökum og voru svo endurprentaðar margoft, sumum fannst það hálfgerð niðurlæging fyrir „bókaþjóðina“ hvað hann seldist ótrúlega vel, en fyrir aðdáendur Skotans var alltaf tilhlökkunarefni að fá nýja bók eftir hann í hendurnar, og titlar þeirra flestra gleymast ekki: Byssurnar í Navarone, Nóttin langa, Til móts við gullskipið, Arnarborgin, Spyrjum að leikslokum, Síðasta skip frá Singapore… Ég hef ekki þorað að líta í bækur MacLeans síðan ég hætti að lesa þær á unglingsaldri, það væri náttúrlega frekar vandræðalegt ef ég kæmist að því að hafa eytt tíma mínum og smekk í eitthvert algjört rusl, jafnvel þó svo ég hafi verið ungur að árum, en í rauninni held ég að bækurnar hans hafi verið afskaplega heiðarlegir karlareyfarar eins og þá tíðkuðust: drifnar áfram af hröðum söguþræði, óvæntum atburðum, engum málalengingum, hnefahöggin glumdu og mikið bitið á jaxlinn og karlmennskan löðrandi upp um alla veggi. Sumar gerðust í seinni heimsstyrjöldinni og maður kynntist Schmeisser-handvélbyssum náið, en aðrar í kalda stríðinu og illskeyttir sovéskir útsendarar gátu leynst hvarvetna.Alistair MacLeanDjúpir og magnaðir karakterar En hvort sem bækur MacLeans myndu teljast læsilegar nútildags eða ekki, þá fannst mér þá að ein þeirra skæri sig nokkuð frá hinum. Hún var ekki drifin áfram af forvitni lesanda um hvað myndi gerast næst, því frá því var greint strax á fyrstu blaðsíðunum hvernig hún myndi enda. Og persónusköpunin var alls ekki eins einföld í sniðum og í öðrum bókum MacLeans, þarna voru ekki á ferð einfaldar hetjur og enn einfaldari skúrkar, heldur manneskjur sem reyndu af vanmætti að takast á við hinar ferlegustu aðstæður. Ég veit svo sem ekki hvort sú persónusköpun myndi hafa dugað mér á seinni árum, eftir að hafa kynnst meiri ritsnillingum, en í þá daga, beint í kjölfarið á Íslendingasögunum, þá fannst mér persónur eins og kapteinn Vallery og Starr flotaforingi bæði djúpir og magnaðir karakterar. Vallery, Starr, hver er þá bókin? Jú, kannski rumska þessi nöfn í minni fleiri gamalla lesenda: hér er auðvitað um að ræða Skip hans hátignar Ódysseif. Bók sem fjallar um áhöfnina á bresku beitiskipi sem fer í sína hinstu för á stríðsárunum seinni, Ódysseifur á að fylgja stórri skipalest um Norðuríshafið frá Íslandi til Múrmansk á Kólaskaga, framhjá Noregi sem þá er undir stjórn Þjóðverja – og í norsku fjörðunum bíða þýskir kafbátar, þýskar sprengjuflugvélar og síðast en ekki síst hið tröllaukna orrustuskip Tirpitz. Skipin í lestinni flytja skriðdreka, flugvélar og önnur bráðnauðsynleg hergögn handa Sovétmönnum í baráttu þeirra gegn þýskum nasistum Hitlers. Ef kafbátarnir, flugvélarnar og þó einkum Tirpitz komast í færi við skipalestina verður tjónið ægilegt fyrir stríðsreksturinn gegn Þjóðverjum. En áhöfninni á HMS Ódysseifi er ætlað að verjast Tirpitz og öðrum tólum Hitlers fram í rauðan dauðann. Sem hún og gerir. Ég komst að því löngu eftir að ég var hættur að lesa Alistair MacLean að bókin hans um beitiskipið Ódysseif var fyrsta skáldsaga hans, hún var því væntanlega skrifuð af svolítið öðrum hvötum en hinar seinni bækur sem hann framleiddi eins og af færibandi til að eiga fyrir salti í grautinn og líka öllu því viskíi sem hann mun hafa drukkið ótæpilega fram á grafarbakkann. Ætli láti ekki nærri að bókina um Vallery, Starr og þá félaga hafi MacLean skrifað af einhvers konar innri þörf, það held ég sé augljóst, enda kom líka á daginn að þarna var hann reyndar að lýsa sínu eigin lífi á stríðsárunum, bókin er sannsöguleg. Beitiskipið HMS Ódysseifur er sagt í hinni samnefndu bók MacLeans vera af Dido-gerð en það voru um 7.000 tonna skip, 156 metrar að lengd (tveir Hallgrímskirkjuturnar!) og vopnuð ýmist átta eða tíu fallbyssum með hlaupvídd 133 millimetrar. Bretar brúkuðu sextán svona skip í seinni heimsstyrjöldinni og fimm þeirra var sökkt. Ekkert þeirra hét HMS Ódysseifur, en eitt þeirra hét hins vegar HMS Royalist og á því sigldi ungur sjóliði að nafni Alistair MacLean. Og hann var meðal annars um borð veturinn 1943-44 þegar Royalist var í hópi herskipa sem fylgdu nokkrum skipalestum frá Íslandi til Múrmansk. Hann kynntist því sjálfur þeim aðstæðum sem sjómennirnir í þessum íshafssiglingum máttu búa við, hinum hrikalegu veðrum yfir vetrartímann, kuldanum, ísingunni, loftárásum sprengjuflugvéla og tundurskeytaárásum kafbáta, og síðast en ekki síst: óttanum við Tirpitz. Tirpitz var 45.000 tonna orrustuskip, systurskip Bismarcks sem sökkti HMS Hood, stolti breska flotans, í fimm mínútna orrustu djúpt út af Reykjanesi í maí 1941. Þjóðverjar höfðu komið Tirpitz fyrir í Noregi til að freista þess að stöðva skipalestirnar til Múrmansk og í byrjun júlí 1942 bárust fregnir um að Tirpitz hefði lagt úr höfn í Altafirði nyrst í Noregi og ætlaði að ráðast á skipalestina PQ-17 sem þá var komin langleiðina frá Íslandi til Múrmansk. Svo mikill ótti greip um sig meðal Breta við þessar fréttir að skipalestin var leyst upp með hraði og urðu kaupskipin síðan auðveld bráð fyrir kafbáta og flugvélar Þjóðverja, en Tirpitz gat snúið aftur til hafnar án þess að þurfa að beita byssum sínum. Hin skelfilega reynsla af PQ-17 varð til þess að Bretar lögðu næstu misserin allt kapp á að gera Tirpitz skaðlausan og voru gerðar stöðugar loftrásir á stöðvar hans í Noregi og í eitt skiptið meira að segja beitt dvergkafbátum. En þessar árásir tókust þó ekki sem skyldi og veturinn sem Alistair MacLean sigldi þessar slóðir með HMS Royalist, þá var Tirpitz ennþá stöðug ógn fyrir skipalestirnar og fylgdarskip þeirra. Og nú fer ég að komast að kjarna málsins. Í fyrradag voru nefnilega liðin rétt 70 ár frá afdrifaríkri árás sem breski flotinn gerði á Tirpitz í Altafirði. Öflug bresk flotadeild sigldi langt norður í íshaf, sex flugvélamóðurskip studd rúmlega 20 öðrum herskipum, og síðan voru í morgunsárið 3. apríl 1944 gerðar loftárásir á þýska orrustuskipið sem leyndist í þröngum Kåfirðinum út af Altafirði. HMS Royalist öðru nafni Ódysseifur.Vel heppnaðar árásir Þessi mikla og djarfa aðgerð kallast Operation Tungsten í munni Breta og bresku skipunum var skipt í tvo flokka. Í öðrum flokknum voru fimm flugvélamóðurskip og þrjú beitiskip, og síðan tíu tundurspillar – þar á meðal einn pólskur, Piorun, sem hafði tekið þátt í árásum Breta á Bismarck tæpum þrem árum fyrr. Þessum flokki herskipa var stýrt af flotaforingjanum Arthur La Touche Bisset og lýsti hann því síðar að það hefði verið fögur sjón að sjá flugvélar af flugvélamóðurskipum hans hefja sig á loft og stefna svo til árásar gegn rísandi sólu. Árásirnar tókust mjög vel. 120 flugvélar réðust að Tirpitz og margar sprengjur hittu mark sitt. 123 þýskir sjóliðar létu lífið, 329 særðust og skemmdir á Tirpitz voru svo miklar að það tók hálft ár að gera við þær. Og þá tóku við nýjar loftárásir og að lokum var Tirpitz endanlega sökkt síðar á árinu, 12. nóvember 1944. En það sem ég vildi sagt hafa: Meðan Arthur La Touche Bisset stóð og horfði í aðdáun af beitiskipinu, þar sem hann hafði aðsetur, á eftir flugvélunum stefna til árása á Tirpitz fyrir réttum 70 árum, þá var líka niðrá dekki að fylgjast með vélunum fara rétt rúmlega tvítugur sjóliði sem átti að annast um tundurskeytin og hafði því litlu að sinna akkúrat þessa stund – þar var Alistair MacLean kominn, því flaggskip La Touche Bisset í óperasjón Tungsten var einmitt HMS Royalist, og rúmum áratug seinna reisti sjóliðinn ungi íshafssiglingunum og áhöfn bresku fylgdarskipanna þann bautastein sem bókin um Skip hans hátignar Ódysseif óneitanlega er.
Flækjusaga Menning Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira