Nýtt og gamalt í Bíó Paradís Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2014 18:00 Indversk kvikmyndahátíð hófst í Bíó Paradís á þriðjudag og stendur til 13. apríl. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en hún var haldin í fyrsta sinn árið 2012. Á hátíðinni í ár eru kynntar til leiks sex nýlegar kvikmyndir og ein klassísk kvikmynd í nýútkominni þrívíddarútgáfu, karrívestrinn Sholay sem er af mörgum talinn meðal bestu indversku kvikmyndanna á tuttugustu öldinni. Meðal kvikmynda sem sýndar eru á hátíðinni er English Vinglish eða Enskunámið eins og hún heitir á íslensku. Hún fjallar um unga húsmóður sem er mjög fær í að gera indverska eftirréttinni „laddoo“. Henni finnst hún ekki vera metin að verðleikum heima hjá sér vegna þess að hana skortir enskukunnáttu. Þegar hún er beðin að koma til New York til þess að undirbúa brúðkaup frænku sinnar fær hún óvænt tækifæri til þess að bæta sig í enskunni og styrkja sjálfsálitið í leiðinni. Hún fer að endurskoða líf sitt í framhaldi af því og sambandið við fjölskylduna. Myndin er byggð á ævi móður leikstjórans, Sanjay Leela Bhansali, og lýsir vel erfiðleikum og skondnum uppákomum sem nýbúi í ókunnri stórborg má búast við. Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Indversk kvikmyndahátíð hófst í Bíó Paradís á þriðjudag og stendur til 13. apríl. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en hún var haldin í fyrsta sinn árið 2012. Á hátíðinni í ár eru kynntar til leiks sex nýlegar kvikmyndir og ein klassísk kvikmynd í nýútkominni þrívíddarútgáfu, karrívestrinn Sholay sem er af mörgum talinn meðal bestu indversku kvikmyndanna á tuttugustu öldinni. Meðal kvikmynda sem sýndar eru á hátíðinni er English Vinglish eða Enskunámið eins og hún heitir á íslensku. Hún fjallar um unga húsmóður sem er mjög fær í að gera indverska eftirréttinni „laddoo“. Henni finnst hún ekki vera metin að verðleikum heima hjá sér vegna þess að hana skortir enskukunnáttu. Þegar hún er beðin að koma til New York til þess að undirbúa brúðkaup frænku sinnar fær hún óvænt tækifæri til þess að bæta sig í enskunni og styrkja sjálfsálitið í leiðinni. Hún fer að endurskoða líf sitt í framhaldi af því og sambandið við fjölskylduna. Myndin er byggð á ævi móður leikstjórans, Sanjay Leela Bhansali, og lýsir vel erfiðleikum og skondnum uppákomum sem nýbúi í ókunnri stórborg má búast við.
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira