Einhver borgar Óli Kristján Ármannsson skrifar 16. apríl 2014 07:00 Ferðaþjónusta er stærsta útflutningsgrein landsins. Tekjur af ferðamönnum námu samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands tæpum 275 milljörðum króna og enn er spáð aukningu ferðamanna. Aukinn ferðamannastraumur kallar um leið á fjárfestingu í innviðum þjónustunnar og gengur illa að negla niður leiðir í þeim efnum. Raunar hefur alltaf verið eins og að kreista blóð úr steini að fá ríkið til að leggja peninga í uppbyggingu á vinsælum ferðamannastöðum. Um það geta til dæmis vitnað landeigendur á Geysi sem áratugum saman hafa talað fyrir uppbyggingu og viðhaldi á staðnum, enda einn af þeim fjölsóttari hér á landi, án þess að meðeigandinn, ríkið, brygðist við svo nokkru næmi. Því var viðbúið að eitthvað myndi undan láta þegar hér varð sprenging í fjölda ferðamanna sem ekki sér fyrir endann á. Tilfellið er nefnilega að það er ekki lítið rót og rusl sem fylgir mörgum ferðamönnum og líklega eru þau orðin nokkur tonnin sem tínd hafa verið upp á Geysissvæðinu án þess að ríkið kæmi að, þótt það fetti nú fingur út í að rukkað sé inn á svæðið. Um leið er skiljanleg sú afstaða að einhverja heildarstefnu þurfi að hafa um hvar og hvenær skuli tekin gjöld af ferðamönnum og landeigendum hingað og þangað ekki selt sjálfdæmi um það. Endalausir tollheimtuskúrar við gíga, hveri, vegslóða og fossa gætu fljótt orðið til þess að draga niður orðspor landsins og kynni að verða landeigendum skammgóður vermir. Þá verður að segjast eins og er að hugmyndir um skatt á alla sem ferðast og útgáfa náttúrupassa hljómar eins og einkennileg fjallabaksleið að tekjuöflun og um leið óvíst að tekjurnar sem þannig væri aflað enduðu þar sem til var ætlast, í uppbyggingu á ferðamannastöðum. Það gæti allt eins einhverjum dottið í hug að greiða niður skuldir einhverra valinn þjóðfélagshópa fyrir afraksturinn. Svo þarf heldur ekki að leita lengi áður en komið er að sköttum sem eyrnamerktir voru einhverjum verkefnum en fara svo í eitthvað allt annað, svo sem gjöld sem lögð eru á eldsneyti. Á meðan leitað er leiða og stefna mótuð gætu landeigendur hins vegar prófað gjaldtöku sem síður er umdeild og fylgir jafnvel minna umstang en að fólk standi kraftgallaklætt við náttúruundur okkar og rukki aðgangseyri. Erlendis eru dæmi um að gjald sé tekið fyrir bílastæði á vinsælum ferðamannastöðum. Geysir virðist henta ágætlega fyrir slíka gjaldtöku þar sem tollhliðin yrðu að bílastæðunum í staðinn fyrir hverasvæðið. Þá mætti líka stýra gjaldtöku þannig að hópferðabifreiðar greiði sérstakt gjald og þá veita afslátt þeim sem tíðar ferðir eiga á svæðið. Þótt einhver fjárfesting sé sjálfsagt falin í gjaldtökubúnaði bílastæða verður líklegt að teljast að meiri sátt gæti orðið um slíka innheimtu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Ferðaþjónusta er stærsta útflutningsgrein landsins. Tekjur af ferðamönnum námu samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands tæpum 275 milljörðum króna og enn er spáð aukningu ferðamanna. Aukinn ferðamannastraumur kallar um leið á fjárfestingu í innviðum þjónustunnar og gengur illa að negla niður leiðir í þeim efnum. Raunar hefur alltaf verið eins og að kreista blóð úr steini að fá ríkið til að leggja peninga í uppbyggingu á vinsælum ferðamannastöðum. Um það geta til dæmis vitnað landeigendur á Geysi sem áratugum saman hafa talað fyrir uppbyggingu og viðhaldi á staðnum, enda einn af þeim fjölsóttari hér á landi, án þess að meðeigandinn, ríkið, brygðist við svo nokkru næmi. Því var viðbúið að eitthvað myndi undan láta þegar hér varð sprenging í fjölda ferðamanna sem ekki sér fyrir endann á. Tilfellið er nefnilega að það er ekki lítið rót og rusl sem fylgir mörgum ferðamönnum og líklega eru þau orðin nokkur tonnin sem tínd hafa verið upp á Geysissvæðinu án þess að ríkið kæmi að, þótt það fetti nú fingur út í að rukkað sé inn á svæðið. Um leið er skiljanleg sú afstaða að einhverja heildarstefnu þurfi að hafa um hvar og hvenær skuli tekin gjöld af ferðamönnum og landeigendum hingað og þangað ekki selt sjálfdæmi um það. Endalausir tollheimtuskúrar við gíga, hveri, vegslóða og fossa gætu fljótt orðið til þess að draga niður orðspor landsins og kynni að verða landeigendum skammgóður vermir. Þá verður að segjast eins og er að hugmyndir um skatt á alla sem ferðast og útgáfa náttúrupassa hljómar eins og einkennileg fjallabaksleið að tekjuöflun og um leið óvíst að tekjurnar sem þannig væri aflað enduðu þar sem til var ætlast, í uppbyggingu á ferðamannastöðum. Það gæti allt eins einhverjum dottið í hug að greiða niður skuldir einhverra valinn þjóðfélagshópa fyrir afraksturinn. Svo þarf heldur ekki að leita lengi áður en komið er að sköttum sem eyrnamerktir voru einhverjum verkefnum en fara svo í eitthvað allt annað, svo sem gjöld sem lögð eru á eldsneyti. Á meðan leitað er leiða og stefna mótuð gætu landeigendur hins vegar prófað gjaldtöku sem síður er umdeild og fylgir jafnvel minna umstang en að fólk standi kraftgallaklætt við náttúruundur okkar og rukki aðgangseyri. Erlendis eru dæmi um að gjald sé tekið fyrir bílastæði á vinsælum ferðamannastöðum. Geysir virðist henta ágætlega fyrir slíka gjaldtöku þar sem tollhliðin yrðu að bílastæðunum í staðinn fyrir hverasvæðið. Þá mætti líka stýra gjaldtöku þannig að hópferðabifreiðar greiði sérstakt gjald og þá veita afslátt þeim sem tíðar ferðir eiga á svæðið. Þótt einhver fjárfesting sé sjálfsagt falin í gjaldtökubúnaði bílastæða verður líklegt að teljast að meiri sátt gæti orðið um slíka innheimtu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun