Fjármálaráðherra þarf að staðfesta samning Landsbankans Haraldur Guðmundsson skrifar 9. maí 2014 07:00 Vísir/GVA Nýtt samkomulag Landsbankans og slitastjórnar gamla Landsbankans, sem gæti verið stórt skref í átt að afnámi gjaldeyrishafta, þarf samþykki bæði fjármálaráðherra og Seðlabankans. Ráðherra segir ekki tímabært að fullyrða hvort samþykkið verði gefið. Landsbankinn og gamli Landsbankinn (LBI hf.) sömdu í gær um breytingar á uppgjörsskuldabréfum með eftirstöðvar að jafnvirði 226 milljarða króna. Nú getur Landsbankinn greitt LBI lokagreiðslu í október 2026 í stað október 2018. Það mun auðvelda bankanum alþjóðlega lánsfjármögnun. Slitastjórnin gerði fyrirvara um undanþágur um útgreiðslur úr búinu í samræmi við lög um gjaldeyrismál. „Þetta er á margan hátt jákvætt mál fyrir Landsbankann og eiganda hans en það sem verður að horfa til í þessu sambandi eru greiðslur á erlendum gjaldeyri og þær kröfur sem gerðar eru um undanþágur frá gjaldeyrishöftum,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Það er alls ekki tímabært fyrir mig að mynda mér neina skoðun þar sem ég hef ekki verið þátttakandi í þessum viðræðum eða ráðuneytið með nokkrum hætti.“Steinþór PálssonSteinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir samkomulagið stóran áfanga. „Þetta getur verið undanfari að því að létt verði á gjaldeyrishöftum. Þetta eru stórar fjárhæðir og því þarf ekki bara samþykki Seðlabankans og ráðherra heldur þarf samkvæmt lögum að kynna málið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis,“ segir Steinþór. Bankinn getur nú hvenær sem er greitt skuldina að hluta eða fullu. „Þetta er orðin vel viðráðanleg greiðslubyrði fyrir bankann og þetta ætti að opna leiðir fyrir aðra til að fá betri aðgang að erlendum lánamörkuðum,“ segir Steinþór. Már Guðmundsson seðlabankabankastjóri vildi ekki tjá sig um samkomulagið í gær. Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Nýtt samkomulag Landsbankans og slitastjórnar gamla Landsbankans, sem gæti verið stórt skref í átt að afnámi gjaldeyrishafta, þarf samþykki bæði fjármálaráðherra og Seðlabankans. Ráðherra segir ekki tímabært að fullyrða hvort samþykkið verði gefið. Landsbankinn og gamli Landsbankinn (LBI hf.) sömdu í gær um breytingar á uppgjörsskuldabréfum með eftirstöðvar að jafnvirði 226 milljarða króna. Nú getur Landsbankinn greitt LBI lokagreiðslu í október 2026 í stað október 2018. Það mun auðvelda bankanum alþjóðlega lánsfjármögnun. Slitastjórnin gerði fyrirvara um undanþágur um útgreiðslur úr búinu í samræmi við lög um gjaldeyrismál. „Þetta er á margan hátt jákvætt mál fyrir Landsbankann og eiganda hans en það sem verður að horfa til í þessu sambandi eru greiðslur á erlendum gjaldeyri og þær kröfur sem gerðar eru um undanþágur frá gjaldeyrishöftum,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Það er alls ekki tímabært fyrir mig að mynda mér neina skoðun þar sem ég hef ekki verið þátttakandi í þessum viðræðum eða ráðuneytið með nokkrum hætti.“Steinþór PálssonSteinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir samkomulagið stóran áfanga. „Þetta getur verið undanfari að því að létt verði á gjaldeyrishöftum. Þetta eru stórar fjárhæðir og því þarf ekki bara samþykki Seðlabankans og ráðherra heldur þarf samkvæmt lögum að kynna málið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis,“ segir Steinþór. Bankinn getur nú hvenær sem er greitt skuldina að hluta eða fullu. „Þetta er orðin vel viðráðanleg greiðslubyrði fyrir bankann og þetta ætti að opna leiðir fyrir aðra til að fá betri aðgang að erlendum lánamörkuðum,“ segir Steinþór. Már Guðmundsson seðlabankabankastjóri vildi ekki tjá sig um samkomulagið í gær.
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira