Frábær stökkpallur fyrir íslenskar myndir Kristjana Arnarsdóttir skrifar 14. maí 2014 11:30 Hátíðin festir sig í sessi Leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson er einn þeirra sem standa að Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði. fréttablaðið/Stefán „Það eru þegar komnir mjög margir spennandi titlar inn í prógrammið og er dagskráin til marks um þá grósku sem er í gangi í íslenskri heimildarmyndagerð,“ segir leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson um Skjaldborgarhátíðina, sem fer fram á Patreksfirði helgina 6.-9. júní. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem helsti vettvangur fyrir frumsýningar á íslenskum heimildarmyndum. „Skjaldborg er góður stökkpallur fyrir íslenskar myndir. Margar þeirra hafa í gegnum tíðina náð í almenna dreifingu og jafnvel verið sýndar erlendis,“ segir Hafsteinn. Hann bætir við að lokað verði fyrir umsóknir í næstu viku og því sé enn möguleiki fyrir íslenska leikstjóra að koma myndum sínum að á hátíðinni.Heiðursgestur Skjaldborgarhátíðarinnar í ár er rússneski heimildarmyndagerðarmaðurinn Victor Kossakovsky en hann hefur á undanförnum árum skapað sér stórt nafn í alþjólegri heimildarmyndagerð. Nokkrar myndir Kossakovsky verðar sýndar á hátíðinni, þar á meðal verðlaunamyndin Vivan Las Antipodas! en myndin hlaut Umhverfisverðlaun RIFF árið 2012 og var tilnefnd sem besta heimildarmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sama ár. RIFF Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Það eru þegar komnir mjög margir spennandi titlar inn í prógrammið og er dagskráin til marks um þá grósku sem er í gangi í íslenskri heimildarmyndagerð,“ segir leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson um Skjaldborgarhátíðina, sem fer fram á Patreksfirði helgina 6.-9. júní. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem helsti vettvangur fyrir frumsýningar á íslenskum heimildarmyndum. „Skjaldborg er góður stökkpallur fyrir íslenskar myndir. Margar þeirra hafa í gegnum tíðina náð í almenna dreifingu og jafnvel verið sýndar erlendis,“ segir Hafsteinn. Hann bætir við að lokað verði fyrir umsóknir í næstu viku og því sé enn möguleiki fyrir íslenska leikstjóra að koma myndum sínum að á hátíðinni.Heiðursgestur Skjaldborgarhátíðarinnar í ár er rússneski heimildarmyndagerðarmaðurinn Victor Kossakovsky en hann hefur á undanförnum árum skapað sér stórt nafn í alþjólegri heimildarmyndagerð. Nokkrar myndir Kossakovsky verðar sýndar á hátíðinni, þar á meðal verðlaunamyndin Vivan Las Antipodas! en myndin hlaut Umhverfisverðlaun RIFF árið 2012 og var tilnefnd sem besta heimildarmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sama ár.
RIFF Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira