Leiðréttingar húsnæðislána reiknaðar út allar í einu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. maí 2014 11:30 Ríkisskattstjóri opnaði í gær fyrir umsóknir um höfuðstólsleiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. Hægt er að sækja um á heimasíðunni leidretting.is en umsóknir skulu vera rafrænar og berast í gegnum síðuna. Um 5.000 manns höfðu sótt um lækkunina á fyrstu tveimur klukkustundunum í gær eftir að síðan var opnuð samkvæmt Tryggva Þór Herbertssyni, verkefnastjóra skuldaniðurfellingaáætlunar ríkisstjórnarinnar. „Það er óhætt að segja að þetta hafi gengið mjög vel, um 10 prósent sem við bjuggumst við að myndu sækja um gerðu það á fyrstu tveimur tímunum,“ segir Tryggvi. Umsóknarfrestur er til og með 1. september 2014 og munu niðurstöður útreikninga liggja fyrir í haust að því tímabili loknu. Ekki mun hafa áhrif á meðferð og afgreiðslu umsókna hvenær á umsóknartímabilinu þær berast. Á síðunni er aðeins hægt að senda inn umsóknir um leiðréttingu, en ekki er hægt að sjá hversu háa niðurfellingu lána umsækjendur fá í sinn hlut. Þá hefur ekki verið opnað fyrir umsóknir um ráðstöfum séreignarsparnaðar.Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóriSkúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að niðurstöðurnar verði birtar allar samtímis þegar búið verður að reikna þær út. „Nú er verið að framleiða hugbúnaðinn sem reiknar þetta út. Það er nokkuð algengur misskilningur að menn haldi að þeir geti séð strax hver skuldaleiðréttingin er en það fæst ekki séð fyrr en allir eru búnir að sækja um.“ Hann veit ekki hversu langan tíma það mun taka eftir að umsóknarfresturinn rennur út. Skúli gerir ráð fyrir að opnað verði fyrir umsóknir um ráðstöfun séreignarsparnaðar í kringum 27. eða 28. maí. „Það er mun flóknara tæknilega séð og mun meiri vinna sem þarf frekari prófanir. Þá urðu breytingar á frumvarpinu sem taka þarf tillit til og við þurfum að minnsta kosti tvær helgar til að klára það,“ segir Skúli sem býst við miklu álagi á heimasíðuna. „Það hefur margt oft komið fyrir að netþjónar hafa ekki staðist álag í kringum skattskilin. Það verður að koma í ljós hvort þessi síða standist það,“ segir Skúli.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir þetta mikla gleðistund. „Þetta hafði langan aðdraganda og oft og tíðum var uppi umræða um að þetta yrði ekki hægt og þess vegna þeim mun skemmtilegra að sjá þetta gerast.“ Hann hafnar því að farið hafi verið of hratt af stað þar sem ekki er hægt að sækja um ráðstöfun á séreignarsparnaði strax. „Við sjáum á viðtökunum fyrstu klukkutímana að það hefur verið bæði eftirvænting og bið eftir þessu þannig að þetta er í rauninni allt samkvæmt áætlun,“ segir Sigmundur. Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Ríkisskattstjóri opnaði í gær fyrir umsóknir um höfuðstólsleiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. Hægt er að sækja um á heimasíðunni leidretting.is en umsóknir skulu vera rafrænar og berast í gegnum síðuna. Um 5.000 manns höfðu sótt um lækkunina á fyrstu tveimur klukkustundunum í gær eftir að síðan var opnuð samkvæmt Tryggva Þór Herbertssyni, verkefnastjóra skuldaniðurfellingaáætlunar ríkisstjórnarinnar. „Það er óhætt að segja að þetta hafi gengið mjög vel, um 10 prósent sem við bjuggumst við að myndu sækja um gerðu það á fyrstu tveimur tímunum,“ segir Tryggvi. Umsóknarfrestur er til og með 1. september 2014 og munu niðurstöður útreikninga liggja fyrir í haust að því tímabili loknu. Ekki mun hafa áhrif á meðferð og afgreiðslu umsókna hvenær á umsóknartímabilinu þær berast. Á síðunni er aðeins hægt að senda inn umsóknir um leiðréttingu, en ekki er hægt að sjá hversu háa niðurfellingu lána umsækjendur fá í sinn hlut. Þá hefur ekki verið opnað fyrir umsóknir um ráðstöfum séreignarsparnaðar.Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóriSkúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að niðurstöðurnar verði birtar allar samtímis þegar búið verður að reikna þær út. „Nú er verið að framleiða hugbúnaðinn sem reiknar þetta út. Það er nokkuð algengur misskilningur að menn haldi að þeir geti séð strax hver skuldaleiðréttingin er en það fæst ekki séð fyrr en allir eru búnir að sækja um.“ Hann veit ekki hversu langan tíma það mun taka eftir að umsóknarfresturinn rennur út. Skúli gerir ráð fyrir að opnað verði fyrir umsóknir um ráðstöfun séreignarsparnaðar í kringum 27. eða 28. maí. „Það er mun flóknara tæknilega séð og mun meiri vinna sem þarf frekari prófanir. Þá urðu breytingar á frumvarpinu sem taka þarf tillit til og við þurfum að minnsta kosti tvær helgar til að klára það,“ segir Skúli sem býst við miklu álagi á heimasíðuna. „Það hefur margt oft komið fyrir að netþjónar hafa ekki staðist álag í kringum skattskilin. Það verður að koma í ljós hvort þessi síða standist það,“ segir Skúli.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir þetta mikla gleðistund. „Þetta hafði langan aðdraganda og oft og tíðum var uppi umræða um að þetta yrði ekki hægt og þess vegna þeim mun skemmtilegra að sjá þetta gerast.“ Hann hafnar því að farið hafi verið of hratt af stað þar sem ekki er hægt að sækja um ráðstöfun á séreignarsparnaði strax. „Við sjáum á viðtökunum fyrstu klukkutímana að það hefur verið bæði eftirvænting og bið eftir þessu þannig að þetta er í rauninni allt samkvæmt áætlun,“ segir Sigmundur.
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira