Hross í oss í sýningar í Ameríku Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. maí 2014 09:30 Friðrik Þór segir Music Box eingöngu hafa myndir í hæsta gæðaflokki á sínum snærum. Fréttablaðið/Stefán Íslenska kvikmyndin Hross í oss vakti gríðarlega athygli á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem nú er að klárast, en dreifingarfyrirtækið Music Box hefur keypt réttindin á sýningum á myndinni í Norður-Ameríku. „Music Box er frábært fyrirtæki sem hefur einungis myndir í hæsta gæðaflokki á sínum snærum,“ segir Friðrik Þór Friðriksson, framleiðandi myndarinnar, en Music Box á til að mynda réttinn á Millennium-þríleik Stiegs Larsson, sem eru einhverjar tekjuhæstu erlendu myndir áratugarins í Bandaríkjunum. Það er því ljóst að þeir Friðrik og Benedikt Erlingsson, leikstjóri myndarinnar, eru í góðum höndum. Sýningarréttur á myndinni hefur þegar verið keyptur í Bretlandi, Frakklandi, í Sviss, á Spáni, Þýskalandi, Japan, í Rússlandi og Eystrasaltslöndunum, Mexíkó, Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Tékklandi, Slóvakíu og fyrrverandi löndum Júgóslavíu. Myndin er enn í sýningum í Bíói Paradís. „Það er auðvitað mikill heiður að þetta meistarastykki sé að fá dreifingu víða um heim. Nú hefur þessum svæðum verið lokað og næst á dagskrá er að frumsýna myndina í þessum löndum. Það kemur svo í ljós hvað við fáum í okkar hlut, sem fer eftir aðsókn, en eins og staðan er núna þá lítur þetta rosalega vel út,“ segir Friðrik að lokum. Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Íslenska kvikmyndin Hross í oss vakti gríðarlega athygli á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem nú er að klárast, en dreifingarfyrirtækið Music Box hefur keypt réttindin á sýningum á myndinni í Norður-Ameríku. „Music Box er frábært fyrirtæki sem hefur einungis myndir í hæsta gæðaflokki á sínum snærum,“ segir Friðrik Þór Friðriksson, framleiðandi myndarinnar, en Music Box á til að mynda réttinn á Millennium-þríleik Stiegs Larsson, sem eru einhverjar tekjuhæstu erlendu myndir áratugarins í Bandaríkjunum. Það er því ljóst að þeir Friðrik og Benedikt Erlingsson, leikstjóri myndarinnar, eru í góðum höndum. Sýningarréttur á myndinni hefur þegar verið keyptur í Bretlandi, Frakklandi, í Sviss, á Spáni, Þýskalandi, Japan, í Rússlandi og Eystrasaltslöndunum, Mexíkó, Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Tékklandi, Slóvakíu og fyrrverandi löndum Júgóslavíu. Myndin er enn í sýningum í Bíói Paradís. „Það er auðvitað mikill heiður að þetta meistarastykki sé að fá dreifingu víða um heim. Nú hefur þessum svæðum verið lokað og næst á dagskrá er að frumsýna myndina í þessum löndum. Það kemur svo í ljós hvað við fáum í okkar hlut, sem fer eftir aðsókn, en eins og staðan er núna þá lítur þetta rosalega vel út,“ segir Friðrik að lokum.
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira