Tilvistarkreppa NATO á enda Brjánn Jónasson skrifar 8. júní 2014 00:01 Aðferð rússneskra stjórnvalda við að innlima Krímskaga og skapa óstöðugleika í Úkraínu kom aðildarríkjum NATO í opna skjöldu. Vísir/AFP Heimsmynd aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) var umturnað svo að segja á einni nóttu eftir að Rússland sendi ómerkta hermenn yfir landamæri Úkraínu og vopnaði rússneskumælandi aðskilnaðarsinna í landinu, fyrst á Krímskaga og síðar í austanverðri Úkraínu. Frá lokum kalda stríðsins hefur NATO reynt að finna sér hlutverk í breyttum heimi, með aukinni áherslu á aðgerðir utan bandalagsríkjanna. Hafi NATO verið í tilvistarkreppu er henni lokið, enda fór Rússland frá því að vera samstarfsaðili bandalagsins í hlutverk andstæðings þess, svo að segja á einni nóttu. Varnarmálaráðherrar aðildarríkja NATO hittust í höfuðstöðvum bandalagsins í vikunni. Þetta var fyrsti fundur ráðherranna frá því að Rússland innlimaði Krímskaga í lok febrúar síðastliðins. Ráðherrarnir ræddu viðbrögð við aðgerðum Rússlands og áhrif þeirra á stöðugleika í Evrópu á fundum á þriðjudag og miðvikudag. Fyrir fram var ekki búist við því að ráðherrarnir tækju stórar ákvarðanir á fundinum, enda fundurinn meðal annars haldinn til að undirbúa leiðtogafund NATO sem haldinn verður í Wales í Bretlandi í byrjun september þar sem stóru ákvarðanirnar verða teknar.Stærsta ógnin við stöðugleikann „Það er of snemmt að segja til um langtímaáhrifin af þessum aðgerðum Rússlands nú þegar um það bil 90 dagar eru liðnir frá því þessi atburðarás fór af stað, en það er ljóst að þetta er stærsta ógnin við stöðugleika í Evrópu frá tímum kalda stríðsins,“ sagði Douglas Lute, sendiherra Bandaríkjanna hjá NATO, í samtali við fjölmiðlamenn á mánudag. Hann sagði leiðtoga bandalagsríkjanna þurfa að ákveða hver viðbrögð NATO til lengri tíma verði. Þegar hafi verið brugðist við með því að aðstoða stjórnvöld í Úkraínu eftir megni, auka loftvarnir Eystrasaltsríkjanna og standa fyrir sameiginlegum æfingum bandalagsríkja í Póllandi og Rúmeníu. Háttsettur embættismaður hjá NATO sagði að meðal þess sem bandalagið muni íhuga sé að fjölga heræfingum í bandalagsríkjum sem eiga landamæri að Rússlandi, og bæta í herafla NATO í þeim ríkjum. Samkvæmt samkomulagi sem NATO gerði við Rússland árið 1997 skuldbindur bandalagið sig til að staðsetja ekki varanlega hersveitir sem búnar eru til bardaga í nýjum aðildarríkjum NATO í Austur-Evrópu, til dæmis Rúmeníu, Póllandi og Eystrasaltslöndunum. Rússar hafa raunar rofið það samkomulag, til dæmis með því að virða ekki landamæri Úkraínu, en aðildarríki NATO hyggjast enn um sinn standa við sinn hluta samkomulagsins.Aðgerðir Rússlands komu á óvart Andrúmsloftið í höfuðstöðvum NATO er talsvert breytt eftir aðgerðir Rússlands í Úkraínu. Eftir endalok kalda stríðsins þurfti bandalagið að endurskilgreina hlutverk sitt, og lagði í kjölfarið áherslu á hreyfanlegan herafla og hernaðaraðgerðir utan bandalagsríkjanna, til dæmis í Afganistan. Nú virðist áherslan vera að breytast aftur og aðildarríkin munu leggja áherslu á uppbyggingu varna bandalagsríkjanna gegn utanaðkomandi ógn. Eftir að hafa dregið úr útgjöldum til varnarmála er líklegt að mörg aðildarríkjanna kjósi að auka útgjöldin á ný, og hafa stjórnvöld í Póllandi þegar lýst því yfir að útgjöldin verði aukin umtalsvert. Áhersla NATO hefur verið á aðgerðir bandalagsríkja í Afganistan, en beinum hernaðaraðgerðum á að öllu óbreyttu að ljúka fyrir lok árs. Eftir það er áformað að aðeins ráðgjafar af ýmsu tagi verði eftir í landinu til að aðstoða stjórnvöld, þótt það velti á því að sá sem nær kjöri sem forseti að lokinni annarri umferð í forsetakosningum í landinu á næstunni samþykki slíka aðstoð. Endalok þátttöku NATO í hernaðaraðgerðum í Afganistan hefði undir venjulegum kringumstæðum verið stærsta umræðuefnið í höfuðstöðvum bandalagsins, en þessa dagana kemst varla annað málefni en aðgerðir Rússlands í Úkraínu að. Frá því Rússland innlimaði Krímskaga hafa sérfræðingar bandalagsins rætt fátt annað en viðbrögð við þessum óvæntu hernaðaraðgerðum. Það er óhætt að segja að segja að aðgerðir Rússlands hafi komið á óvart. Einn heimildarmaður Fréttablaðsins orðaði það þannig að aðeins nokkrir kaldastríðsjálkar innan NATO hefðu spáð því að Rússland hygðist innlima Krímskaga, en á þá hefði lítið verið hlustað. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur reynst óútreiknanlegur, og þó það gæti verið freistandi að reyna að meta hvað hann gæti tekið sér fyrir hendur næst er lítil áhersla lögð á það innan NATO að rýna í þá kristalkúlu, segir háttsettur embættismaður innan NATO. Áherslan er þess í stað lögð á að treysta varnir aðildarríkjanna.Ástandið við Eystrasaltið ólíkt NATO þarf ekki aðeins að móta pólitísk viðbrögð við aðgerðum Rússlands, heldur þarf einnig að ákveða hvernig hægt er að bregðast við verði svipaðar aðferðir notaðar til að ráðast á bandalagsríki og Rússland hefur beitt í Úkraínu. Þar hefur rússneskumælandi minnihluta verið beitt gegn stjórnvöldum, hann vopnaður og studdur frá Rússlandi, undir því yfirskini að verja þurfi rússneskumælandi íbúa fyrir yfirgangi stjórnvalda í Kænugarði. Þetta vekur óhjákvæmilega ugg í brjóstum stjórnvalda í Eystrasaltsríkjunum, sem eru með stóran minnihluta rússneskumælandi íbúa. Rússneska þingið hefur veitt forseta landsins heimild til að ráðast inn í önnur ríki til að verja rússneskumælandi íbúa þeirra, sem hefur vakið vægast sagt litla hrifningu meðal stjórnvalda í Moldóvu, Eystrasaltsríkjunum og víðar. Munurinn á Úkraínu og Moldóvu annars vegar og Eystrasaltsríkjunum hins vegar er að þau síðarnefndu eru aðilar að NATO, og í stofnsáttmála bandalagsins er það skýrt að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll. Heimildarmenn Fréttablaðsins í höfuðstöðvum NATO voru sammála um að þótt aðgerðir Rússlands í Úkraínu væru ekki hernaðaraðgerðir í venjulegri skilgreiningu þess orðs, enda ekki um eiginlega innrás merktra hermanna að ræða, væri líklegt að sams konar aðgerðir í aðildarríki NATO yrðu tilefni til þess að beita fimmtu grein stofnsáttmála bandalagsins. Þar segir að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll. Því ákvæði hefur aðeins verið beitt einu sinni í sögu NATO, eftir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001.Gera ráð fyrir hinu óvænta Ástandið í aðildarríkjum NATO er þó að mörgu leyti ólíkt ástandinu í Úkraínu og erfiðara að beita sömu aðferðum til að draga úr stöðugleika þar. Stjórnmálaástandið í Úkraínu var mjög óstöðugt þegar aðskilnaðarsinnar hófu baráttu sína á Krímskaga. Eystrasaltsríkin eru öll aðilar að Evrópusambandinu og NATO, og stjórnarfar þar hefur verið stöðugt. Þetta þýðir að sömu aðferðir munu ekki hafa jafn mikil áhrif og í Úkraínu. En ef Pútín Rússlandsforseti hefur sýnt eitthvað á undanförnum mánuðum þá er það það að andstæðingar hans þurfa að gera ráð fyrir hinu óvænta.„Komið ykkur burtu frá Krímskaga“Samskipti milli NATO og Rússlands voru að mestu sett á ís eftir að Rússland yfirtók Krímskaga, sem áður tilheyrði Úkraínu. Einu samskiptin sem átt hafa sér stað síðan þá eru tveir fundir sem sendiherrar NATO-ríkjanna í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel hafa átt með sendiherra Rússlands. Seinni fundurinn fór fram að ósk rússneska sendiherrans síðastliðinn mánudag. Hljóðið í embættismönnum sem sátu fundinn var afar þungt að honum loknum. Háttsettur embættismaður NATO sagði, í samtali við Fréttablaðið, að það virtist hafa lítinn sem engan tilgang að eiga í þessum samskiptum. Rússneski sendiherrann hefði aðeins endurtekið „áróðurinn“ sem áður hefði komið frá Pútín Rússlandsforseta. Rætt er um það í fullri alvöru að skera algerlega á öll samskipti NATO við Rússland, en engin ákvörðun hefur enn verið tekin um það. Flestir þeirra, sem Fréttablaðið hefur rætt við, telja mikilvægt að halda þessari samskiptaleið opinni. Það bíður nú leiðtogafundar aðildarríkja NATO, sem haldinn verður í Wales í Bretlandi í byrjun september, að ákveða hvernig samskipti bandalagsins við Rússland verða á næstunni. Ljóst er að innrás Rússa á Krímskaga og stuðningur við átök aðskilnaðarsinna í austanverðri Úkraínu er áfall fyrir þá sem stóðu að samskiptum við Rússland innan NATO. Rússland var fram að því í afar góðu sambandi við NATO, jafnvel betra en ríki eins og Georgía, sem sækjast eftir því að fá aðild að bandalaginu. Ekkert útlit er fyrir að samskiptin við NATO muni aukast á næstunni. „Komið ykkur burtu frá Krímskaga, þá skulum við ræða málin,“ sagði háttsettur embættismaður NATO, sem var í talsverðu uppnámi eftir fundinn með sendiherra Rússlands á mánudag. Georgía NATO Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Heimsmynd aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) var umturnað svo að segja á einni nóttu eftir að Rússland sendi ómerkta hermenn yfir landamæri Úkraínu og vopnaði rússneskumælandi aðskilnaðarsinna í landinu, fyrst á Krímskaga og síðar í austanverðri Úkraínu. Frá lokum kalda stríðsins hefur NATO reynt að finna sér hlutverk í breyttum heimi, með aukinni áherslu á aðgerðir utan bandalagsríkjanna. Hafi NATO verið í tilvistarkreppu er henni lokið, enda fór Rússland frá því að vera samstarfsaðili bandalagsins í hlutverk andstæðings þess, svo að segja á einni nóttu. Varnarmálaráðherrar aðildarríkja NATO hittust í höfuðstöðvum bandalagsins í vikunni. Þetta var fyrsti fundur ráðherranna frá því að Rússland innlimaði Krímskaga í lok febrúar síðastliðins. Ráðherrarnir ræddu viðbrögð við aðgerðum Rússlands og áhrif þeirra á stöðugleika í Evrópu á fundum á þriðjudag og miðvikudag. Fyrir fram var ekki búist við því að ráðherrarnir tækju stórar ákvarðanir á fundinum, enda fundurinn meðal annars haldinn til að undirbúa leiðtogafund NATO sem haldinn verður í Wales í Bretlandi í byrjun september þar sem stóru ákvarðanirnar verða teknar.Stærsta ógnin við stöðugleikann „Það er of snemmt að segja til um langtímaáhrifin af þessum aðgerðum Rússlands nú þegar um það bil 90 dagar eru liðnir frá því þessi atburðarás fór af stað, en það er ljóst að þetta er stærsta ógnin við stöðugleika í Evrópu frá tímum kalda stríðsins,“ sagði Douglas Lute, sendiherra Bandaríkjanna hjá NATO, í samtali við fjölmiðlamenn á mánudag. Hann sagði leiðtoga bandalagsríkjanna þurfa að ákveða hver viðbrögð NATO til lengri tíma verði. Þegar hafi verið brugðist við með því að aðstoða stjórnvöld í Úkraínu eftir megni, auka loftvarnir Eystrasaltsríkjanna og standa fyrir sameiginlegum æfingum bandalagsríkja í Póllandi og Rúmeníu. Háttsettur embættismaður hjá NATO sagði að meðal þess sem bandalagið muni íhuga sé að fjölga heræfingum í bandalagsríkjum sem eiga landamæri að Rússlandi, og bæta í herafla NATO í þeim ríkjum. Samkvæmt samkomulagi sem NATO gerði við Rússland árið 1997 skuldbindur bandalagið sig til að staðsetja ekki varanlega hersveitir sem búnar eru til bardaga í nýjum aðildarríkjum NATO í Austur-Evrópu, til dæmis Rúmeníu, Póllandi og Eystrasaltslöndunum. Rússar hafa raunar rofið það samkomulag, til dæmis með því að virða ekki landamæri Úkraínu, en aðildarríki NATO hyggjast enn um sinn standa við sinn hluta samkomulagsins.Aðgerðir Rússlands komu á óvart Andrúmsloftið í höfuðstöðvum NATO er talsvert breytt eftir aðgerðir Rússlands í Úkraínu. Eftir endalok kalda stríðsins þurfti bandalagið að endurskilgreina hlutverk sitt, og lagði í kjölfarið áherslu á hreyfanlegan herafla og hernaðaraðgerðir utan bandalagsríkjanna, til dæmis í Afganistan. Nú virðist áherslan vera að breytast aftur og aðildarríkin munu leggja áherslu á uppbyggingu varna bandalagsríkjanna gegn utanaðkomandi ógn. Eftir að hafa dregið úr útgjöldum til varnarmála er líklegt að mörg aðildarríkjanna kjósi að auka útgjöldin á ný, og hafa stjórnvöld í Póllandi þegar lýst því yfir að útgjöldin verði aukin umtalsvert. Áhersla NATO hefur verið á aðgerðir bandalagsríkja í Afganistan, en beinum hernaðaraðgerðum á að öllu óbreyttu að ljúka fyrir lok árs. Eftir það er áformað að aðeins ráðgjafar af ýmsu tagi verði eftir í landinu til að aðstoða stjórnvöld, þótt það velti á því að sá sem nær kjöri sem forseti að lokinni annarri umferð í forsetakosningum í landinu á næstunni samþykki slíka aðstoð. Endalok þátttöku NATO í hernaðaraðgerðum í Afganistan hefði undir venjulegum kringumstæðum verið stærsta umræðuefnið í höfuðstöðvum bandalagsins, en þessa dagana kemst varla annað málefni en aðgerðir Rússlands í Úkraínu að. Frá því Rússland innlimaði Krímskaga hafa sérfræðingar bandalagsins rætt fátt annað en viðbrögð við þessum óvæntu hernaðaraðgerðum. Það er óhætt að segja að segja að aðgerðir Rússlands hafi komið á óvart. Einn heimildarmaður Fréttablaðsins orðaði það þannig að aðeins nokkrir kaldastríðsjálkar innan NATO hefðu spáð því að Rússland hygðist innlima Krímskaga, en á þá hefði lítið verið hlustað. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur reynst óútreiknanlegur, og þó það gæti verið freistandi að reyna að meta hvað hann gæti tekið sér fyrir hendur næst er lítil áhersla lögð á það innan NATO að rýna í þá kristalkúlu, segir háttsettur embættismaður innan NATO. Áherslan er þess í stað lögð á að treysta varnir aðildarríkjanna.Ástandið við Eystrasaltið ólíkt NATO þarf ekki aðeins að móta pólitísk viðbrögð við aðgerðum Rússlands, heldur þarf einnig að ákveða hvernig hægt er að bregðast við verði svipaðar aðferðir notaðar til að ráðast á bandalagsríki og Rússland hefur beitt í Úkraínu. Þar hefur rússneskumælandi minnihluta verið beitt gegn stjórnvöldum, hann vopnaður og studdur frá Rússlandi, undir því yfirskini að verja þurfi rússneskumælandi íbúa fyrir yfirgangi stjórnvalda í Kænugarði. Þetta vekur óhjákvæmilega ugg í brjóstum stjórnvalda í Eystrasaltsríkjunum, sem eru með stóran minnihluta rússneskumælandi íbúa. Rússneska þingið hefur veitt forseta landsins heimild til að ráðast inn í önnur ríki til að verja rússneskumælandi íbúa þeirra, sem hefur vakið vægast sagt litla hrifningu meðal stjórnvalda í Moldóvu, Eystrasaltsríkjunum og víðar. Munurinn á Úkraínu og Moldóvu annars vegar og Eystrasaltsríkjunum hins vegar er að þau síðarnefndu eru aðilar að NATO, og í stofnsáttmála bandalagsins er það skýrt að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll. Heimildarmenn Fréttablaðsins í höfuðstöðvum NATO voru sammála um að þótt aðgerðir Rússlands í Úkraínu væru ekki hernaðaraðgerðir í venjulegri skilgreiningu þess orðs, enda ekki um eiginlega innrás merktra hermanna að ræða, væri líklegt að sams konar aðgerðir í aðildarríki NATO yrðu tilefni til þess að beita fimmtu grein stofnsáttmála bandalagsins. Þar segir að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll. Því ákvæði hefur aðeins verið beitt einu sinni í sögu NATO, eftir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001.Gera ráð fyrir hinu óvænta Ástandið í aðildarríkjum NATO er þó að mörgu leyti ólíkt ástandinu í Úkraínu og erfiðara að beita sömu aðferðum til að draga úr stöðugleika þar. Stjórnmálaástandið í Úkraínu var mjög óstöðugt þegar aðskilnaðarsinnar hófu baráttu sína á Krímskaga. Eystrasaltsríkin eru öll aðilar að Evrópusambandinu og NATO, og stjórnarfar þar hefur verið stöðugt. Þetta þýðir að sömu aðferðir munu ekki hafa jafn mikil áhrif og í Úkraínu. En ef Pútín Rússlandsforseti hefur sýnt eitthvað á undanförnum mánuðum þá er það það að andstæðingar hans þurfa að gera ráð fyrir hinu óvænta.„Komið ykkur burtu frá Krímskaga“Samskipti milli NATO og Rússlands voru að mestu sett á ís eftir að Rússland yfirtók Krímskaga, sem áður tilheyrði Úkraínu. Einu samskiptin sem átt hafa sér stað síðan þá eru tveir fundir sem sendiherrar NATO-ríkjanna í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel hafa átt með sendiherra Rússlands. Seinni fundurinn fór fram að ósk rússneska sendiherrans síðastliðinn mánudag. Hljóðið í embættismönnum sem sátu fundinn var afar þungt að honum loknum. Háttsettur embættismaður NATO sagði, í samtali við Fréttablaðið, að það virtist hafa lítinn sem engan tilgang að eiga í þessum samskiptum. Rússneski sendiherrann hefði aðeins endurtekið „áróðurinn“ sem áður hefði komið frá Pútín Rússlandsforseta. Rætt er um það í fullri alvöru að skera algerlega á öll samskipti NATO við Rússland, en engin ákvörðun hefur enn verið tekin um það. Flestir þeirra, sem Fréttablaðið hefur rætt við, telja mikilvægt að halda þessari samskiptaleið opinni. Það bíður nú leiðtogafundar aðildarríkja NATO, sem haldinn verður í Wales í Bretlandi í byrjun september, að ákveða hvernig samskipti bandalagsins við Rússland verða á næstunni. Ljóst er að innrás Rússa á Krímskaga og stuðningur við átök aðskilnaðarsinna í austanverðri Úkraínu er áfall fyrir þá sem stóðu að samskiptum við Rússland innan NATO. Rússland var fram að því í afar góðu sambandi við NATO, jafnvel betra en ríki eins og Georgía, sem sækjast eftir því að fá aðild að bandalaginu. Ekkert útlit er fyrir að samskiptin við NATO muni aukast á næstunni. „Komið ykkur burtu frá Krímskaga, þá skulum við ræða málin,“ sagði háttsettur embættismaður NATO, sem var í talsverðu uppnámi eftir fundinn með sendiherra Rússlands á mánudag.
Georgía NATO Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira