Síðasta mynd Pauls Walker Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2014 16:00 Paul Walker lést í bílslysi í fyrra. Hasarmyndin Brick Mansions var frumsýnd hér á landi í gær en með aðalhlutverkið fer Paul heitinn Walker. Paul lést í bílslysi í borginni Santa Clarita í Kaliforníu í lok nóvember í fyrra, fertugur að aldri. Við krufningu leikarans kom í ljós að hann lést bæði vegna brunasára og höggsins sem hann fékk í bílslysinu. Leikarinn var farþegi í Porsche-bifreið sem skall á tré og kviknaði í bílnum í kjölfarið. Brick Mansions er síðasta myndin sem hann lék í áður en hann lést. Sjöunda Fast and the Furious-myndin var í framleiðslu þegar slysið átti sér stað og leikur Paul í henni en tvífari hans var notaður til að klára tökur myndarinnar. Paul leikur leynilögreglumanninn Damien Collier í Brick Mansions en myndin gerist í Denver í Bandaríkjunum. Þar ríkir glundroði og gömul múrsteinshús hýsa hættulegustu glæpamenn borgarinnar. Há glæpatíðni reynist lögreglunni ofviða, og því reisir hún risavaxinn vegg í kringum svæðið til að vernda borgarbúa. Á meðan leynilögreglumaðurinn Damien Collier reynir að uppræta spillingu í borginni, á fyrrverandi fanginn Lino fullt í fangi með að lifa heiðvirðu lífi. Einn dag liggja leiðir þeirra saman þegar glæpaforinginn Tremaine rænir kærustu Linos, og Damien ákveður að þiggja aðstoð hans við að stöðva hættulegt ráðabrugg um að leggja alla borgina í rúst. Tónlistarmaðurinn RZA, einn meðlima rapphljómsveitarinnar Wu-Tang, leikur Tremaine en hann og Paul voru miklir vinir. Andlát Pauls fékk mikið á hann og eyddi hann heilli nótt í að semja lagið Destiny Bends til heiðurs leikaranum. Í öðrum hlutverkum eru David Belle og Catalina Denis.Endurgerð á franskri mynd Brick Mansions er endurgerð á frönsku myndinni District B13 frá árinu 2004. David Belle lék sama karakter í henni og hann gerir í Brick Mansions. Hann talar ekki reiprennandi ensku og ber hana yfirleitt fram með mjög þykkum, frönskum hreim. Til að gera það sannfærandi að Leno hafi búið í Denver um árabil var hasarmyndahetjan Vin Diesel fengin til að tala inn línurnar hans. Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Hasarmyndin Brick Mansions var frumsýnd hér á landi í gær en með aðalhlutverkið fer Paul heitinn Walker. Paul lést í bílslysi í borginni Santa Clarita í Kaliforníu í lok nóvember í fyrra, fertugur að aldri. Við krufningu leikarans kom í ljós að hann lést bæði vegna brunasára og höggsins sem hann fékk í bílslysinu. Leikarinn var farþegi í Porsche-bifreið sem skall á tré og kviknaði í bílnum í kjölfarið. Brick Mansions er síðasta myndin sem hann lék í áður en hann lést. Sjöunda Fast and the Furious-myndin var í framleiðslu þegar slysið átti sér stað og leikur Paul í henni en tvífari hans var notaður til að klára tökur myndarinnar. Paul leikur leynilögreglumanninn Damien Collier í Brick Mansions en myndin gerist í Denver í Bandaríkjunum. Þar ríkir glundroði og gömul múrsteinshús hýsa hættulegustu glæpamenn borgarinnar. Há glæpatíðni reynist lögreglunni ofviða, og því reisir hún risavaxinn vegg í kringum svæðið til að vernda borgarbúa. Á meðan leynilögreglumaðurinn Damien Collier reynir að uppræta spillingu í borginni, á fyrrverandi fanginn Lino fullt í fangi með að lifa heiðvirðu lífi. Einn dag liggja leiðir þeirra saman þegar glæpaforinginn Tremaine rænir kærustu Linos, og Damien ákveður að þiggja aðstoð hans við að stöðva hættulegt ráðabrugg um að leggja alla borgina í rúst. Tónlistarmaðurinn RZA, einn meðlima rapphljómsveitarinnar Wu-Tang, leikur Tremaine en hann og Paul voru miklir vinir. Andlát Pauls fékk mikið á hann og eyddi hann heilli nótt í að semja lagið Destiny Bends til heiðurs leikaranum. Í öðrum hlutverkum eru David Belle og Catalina Denis.Endurgerð á franskri mynd Brick Mansions er endurgerð á frönsku myndinni District B13 frá árinu 2004. David Belle lék sama karakter í henni og hann gerir í Brick Mansions. Hann talar ekki reiprennandi ensku og ber hana yfirleitt fram með mjög þykkum, frönskum hreim. Til að gera það sannfærandi að Leno hafi búið í Denver um árabil var hasarmyndahetjan Vin Diesel fengin til að tala inn línurnar hans.
Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira