Halo-bíómynd í tökum á Íslandi Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. júní 2014 09:30 Plakat kvikmyndarinnar Halo 4: Forward Unto Dawn frá árinu 2012. Kvikmyndin Sepia, sem byggð er á tölvuleiknum Halo, er nú í tökum á Íslandi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Heimildir blaðsins herma einnig að íslenska framleiðslufyrirtækið Pegasus aðstoði tökuliðið sem telur um 150 manns, bæði heimamenn og erlenda fagmenn. Myndin er tekin upp á Suðurlandi að einhverju leyti og verður tökuliðið að störfum hér á landi í þrjár vikur samkvæmt heimildum blaðsins. Á blaðamannafundi Microsoft, sem á Halo, fyrir stuttu kom fram að kostnaður við myndina yrði meira en tíu milljónir Bandaríkjadala, rúmur milljarður króna. Er myndin því stór á íslenskan mælikvarða. Leikstjóri myndarinnar er Sergio Mimica-Gezzan, sem leikstýrði nokkrum þáttum af Battlestar Galactica, Prison Break og Heroes. Handritshöfundur er Paul Scheurig sem skrifaði handrit nokkurra þátta af Prison Break. Myndin er framleidd af Scott Free Productions sem er í eigu stórleikstjórans Ridleys Scott. Tökur á myndinni fóru einnig fram á Norður-Írlandi fyrir stuttu en myndin lítur dagsins ljós í lok þessa árs samkvæmt vefsíðunni Collider. Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndin Sepia, sem byggð er á tölvuleiknum Halo, er nú í tökum á Íslandi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Heimildir blaðsins herma einnig að íslenska framleiðslufyrirtækið Pegasus aðstoði tökuliðið sem telur um 150 manns, bæði heimamenn og erlenda fagmenn. Myndin er tekin upp á Suðurlandi að einhverju leyti og verður tökuliðið að störfum hér á landi í þrjár vikur samkvæmt heimildum blaðsins. Á blaðamannafundi Microsoft, sem á Halo, fyrir stuttu kom fram að kostnaður við myndina yrði meira en tíu milljónir Bandaríkjadala, rúmur milljarður króna. Er myndin því stór á íslenskan mælikvarða. Leikstjóri myndarinnar er Sergio Mimica-Gezzan, sem leikstýrði nokkrum þáttum af Battlestar Galactica, Prison Break og Heroes. Handritshöfundur er Paul Scheurig sem skrifaði handrit nokkurra þátta af Prison Break. Myndin er framleidd af Scott Free Productions sem er í eigu stórleikstjórans Ridleys Scott. Tökur á myndinni fóru einnig fram á Norður-Írlandi fyrir stuttu en myndin lítur dagsins ljós í lok þessa árs samkvæmt vefsíðunni Collider.
Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira