Vill fleiri íslenska leikara í Hollywood-mynd Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2014 09:00 Margrét undirbýr nú tökur á Terra Infirma. Hér er hún með eiginmanni sínum, Jóni Óttari. „Það er mikill fengur fyrir teymi Terra Infirma að fá hann til liðs við okkur. Hann hefur gert nokkrar af mínum uppáhaldsmyndum og er mjög virtur í bransanum,“ segir kvikmyndaframleiðandinn Margrét Hrafnsdóttir. Hún vinnur nú að kvikmyndinni Terra Infirma en nýlega bættist framleiðandinn Donald Ranvaud í framleiðsluteymið. Hann hefur áralanga reynslu í kvikmyndabransanum og hefur verið í hlutverki meðframleiðanda í myndum á borð við hinar Óskarstilnefndu City of God og The Constant Gardener. Að sögn Margrétar er myndin fullfjármögnuð og undirbúningur fyrir tökur í fullum gangi. Þá segir hún stutt í að aðalleikari verði tilkynntur en staðfestir leikarar í myndinni eru meðal annars Connie Nielsen, Tom Berenger og íslenski leikarinn Gísli Örn Garðarsson. Aðspurð hvort fleiri íslenskir leikarar fái hlutverk í myndinni segist hún vona það. „Vonandi verður óskað eftir starfskröftum fleiri Íslendinga í myndinni. Það verður þannig ef ég fæ að ráða enda mikið af stórkostlega hæfileikaríku fólki.“ Terra Infirma er spennutryllir en í henni ákveður náttúran að refsa mannkyninu fyrir illa meðferð með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Það er mikill fengur fyrir teymi Terra Infirma að fá hann til liðs við okkur. Hann hefur gert nokkrar af mínum uppáhaldsmyndum og er mjög virtur í bransanum,“ segir kvikmyndaframleiðandinn Margrét Hrafnsdóttir. Hún vinnur nú að kvikmyndinni Terra Infirma en nýlega bættist framleiðandinn Donald Ranvaud í framleiðsluteymið. Hann hefur áralanga reynslu í kvikmyndabransanum og hefur verið í hlutverki meðframleiðanda í myndum á borð við hinar Óskarstilnefndu City of God og The Constant Gardener. Að sögn Margrétar er myndin fullfjármögnuð og undirbúningur fyrir tökur í fullum gangi. Þá segir hún stutt í að aðalleikari verði tilkynntur en staðfestir leikarar í myndinni eru meðal annars Connie Nielsen, Tom Berenger og íslenski leikarinn Gísli Örn Garðarsson. Aðspurð hvort fleiri íslenskir leikarar fái hlutverk í myndinni segist hún vona það. „Vonandi verður óskað eftir starfskröftum fleiri Íslendinga í myndinni. Það verður þannig ef ég fæ að ráða enda mikið af stórkostlega hæfileikaríku fólki.“ Terra Infirma er spennutryllir en í henni ákveður náttúran að refsa mannkyninu fyrir illa meðferð með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira