Leikstýrði lokasenunni í gegnum Skype Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2014 13:30 Apar og menn standa á barmi styrjaldar í myndinni. Dawn of the Planet of the Apes tekur upp söguna í kvikmyndinni Rise of the Planet of the Apes frá árinu 2011 en fyrsta myndin um Apaplánetuna var sýnd árið 1968. Í þessari nýju mynd leiðir Caesar, afburðagáfaður api, ört stækkandi hóp erfðafræðilega þróaðra apa. Þeim stafar ógn af eftirlifendum úr röðum manna sem stóðu af sér skelfilegan vírus sem breiddi úr sér um allan heim áratug fyrr. Aparnir og mennirnir komast að friðarsamkomulagi, sem er afar brothætt. Þeir standa því á barmi styrjaldar sem sker úr um hvor tegundin kemur til með að ráða ríkjum á jörðinni. Leikstjóri myndarinnar er Matt Reeves sem er hvað þekktastur fyrir að leikstýra kvikmyndinni Cloverfield. Hann segir í viðtali við Slashfilm að hann hafi leikstýrt nokkrum senum myndarinnar í gegnum Skype. Hann breytti meðal annars lokasenunni þannig. „Þegar ég áttaði mig á að þetta var ekki réttur endir fór ég til [brellufyrirtækisins] Weta og sagði: ókei, við þurfum að gera eitthvað annað,“ segir Matt. Hann leikstýrði aðalleikaranum Andy Serkis með því að tala við hann í gegnum tölvu með hjálp Skype. „Ég sagði honum hvað væri að gerast í lokasenunni. Og við gerðum þetta hreinlega í gegnum Skype.“ Þá segir Matt að hann hafi einnig leikstýrt leikurunum Jason Clarke og Keri Russell með forritinu. „Það er brjálað það sem er hægt að gera.“ Þetta er fyrsta myndin um Apaplánetuna sem er í þrívídd en hún hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda um heim allan.Skákaði fyrirrennaranum í miðasölu Dawn of the Planet of the Apes þénaði um 73 milljónir dollara, rúma átta milljarða króna, í Bandaríkjunum um frumsýningarhelgina. Þá halaði hún inn 31,1 milljón dollara, um þrjá og hálfan milljarð króna, á alþjóðlegum markaði fyrstu frumsýningarhelgina. Þá var hún sýnd á 26 litlum svæðum ef undanskildar eru Ástralía og Suður-Kórea. Myndin skákar þannig Rise of the Planet of the Apes sem þénaði 54,8 milljónir dollara, rúmlega sex milljarða króna, um frumsýningarhelgina í Bandaríkjunum árið 2011. Áhorfendur Dawn of the Planet of the Apes um frumsýningarhelgina í Bandaríkjunum voru 58 prósent karlmenn og 65 prósent voru eldri en 25 ára. Áætlaður kostnaður við myndina er 170 milljónir dollara, tæpir tuttugu milljarðar króna. Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Dawn of the Planet of the Apes tekur upp söguna í kvikmyndinni Rise of the Planet of the Apes frá árinu 2011 en fyrsta myndin um Apaplánetuna var sýnd árið 1968. Í þessari nýju mynd leiðir Caesar, afburðagáfaður api, ört stækkandi hóp erfðafræðilega þróaðra apa. Þeim stafar ógn af eftirlifendum úr röðum manna sem stóðu af sér skelfilegan vírus sem breiddi úr sér um allan heim áratug fyrr. Aparnir og mennirnir komast að friðarsamkomulagi, sem er afar brothætt. Þeir standa því á barmi styrjaldar sem sker úr um hvor tegundin kemur til með að ráða ríkjum á jörðinni. Leikstjóri myndarinnar er Matt Reeves sem er hvað þekktastur fyrir að leikstýra kvikmyndinni Cloverfield. Hann segir í viðtali við Slashfilm að hann hafi leikstýrt nokkrum senum myndarinnar í gegnum Skype. Hann breytti meðal annars lokasenunni þannig. „Þegar ég áttaði mig á að þetta var ekki réttur endir fór ég til [brellufyrirtækisins] Weta og sagði: ókei, við þurfum að gera eitthvað annað,“ segir Matt. Hann leikstýrði aðalleikaranum Andy Serkis með því að tala við hann í gegnum tölvu með hjálp Skype. „Ég sagði honum hvað væri að gerast í lokasenunni. Og við gerðum þetta hreinlega í gegnum Skype.“ Þá segir Matt að hann hafi einnig leikstýrt leikurunum Jason Clarke og Keri Russell með forritinu. „Það er brjálað það sem er hægt að gera.“ Þetta er fyrsta myndin um Apaplánetuna sem er í þrívídd en hún hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda um heim allan.Skákaði fyrirrennaranum í miðasölu Dawn of the Planet of the Apes þénaði um 73 milljónir dollara, rúma átta milljarða króna, í Bandaríkjunum um frumsýningarhelgina. Þá halaði hún inn 31,1 milljón dollara, um þrjá og hálfan milljarð króna, á alþjóðlegum markaði fyrstu frumsýningarhelgina. Þá var hún sýnd á 26 litlum svæðum ef undanskildar eru Ástralía og Suður-Kórea. Myndin skákar þannig Rise of the Planet of the Apes sem þénaði 54,8 milljónir dollara, rúmlega sex milljarða króna, um frumsýningarhelgina í Bandaríkjunum árið 2011. Áhorfendur Dawn of the Planet of the Apes um frumsýningarhelgina í Bandaríkjunum voru 58 prósent karlmenn og 65 prósent voru eldri en 25 ára. Áætlaður kostnaður við myndina er 170 milljónir dollara, tæpir tuttugu milljarðar króna.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira