Heimildarmynd um Bítlana í bígerð Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2014 19:30 Leikstjórinn Ron Howard, sem hefur verið aðdáandi Bítlanna mest allt sitt líf, leikstýrir og framleiðir heimildarmynd um tónleikaferðir hljómsveitarinnar á árunum 1960 til 1966. Apple Corps Ltd., White Horse Pictures og fyrirtæki Rons, Imagine Entertainment, framleiðir myndina í samvinnu við Bítlana Paul McCartney og Ringo Starr sem ogYoko Ono Lennon og Oliviu Harrison, ekkjur Johns Lennon og George Harrison. „Ég er spenntur og það er mér heiður að vinna með Apple og White Horse-teyminu að þessari mögnuðu sögu um þessa fjóra ungu menn sem tóku heiminn með trompi árið 1964. Það er ekki hægt að ýkja áhrif þeirra á poppmenningu og mannlega reynslu,“ segir Ron í samtali við Variety. Hann stefnir á að klára myndina og sýna hana í lok næsta árs. Bítlarnir byrjuðu að spila sem sveit í Liverpool árið 1960 og spiluðu í kjölfarið á klúbbum í Hamborg. Þeir fóru síðan á Evróputúr síðari hluta árs 1963. Eftir að þeir komu fram í þætti Eds Sullivan árið 1964 sigruðu þeir heiminn og þeir fóru í tónleikaferðalag sumarið sama ár. „Eftir að ég sá Bítlana hjá Ed Sullivan langaði mig bara í bítlahárkollu. Foreldrar mínir sögðu nei en gáfu mér síðan eina slíka í tíu ára afmælisgjöf,“ segir Ron. Bíó og sjónvarp Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikstjórinn Ron Howard, sem hefur verið aðdáandi Bítlanna mest allt sitt líf, leikstýrir og framleiðir heimildarmynd um tónleikaferðir hljómsveitarinnar á árunum 1960 til 1966. Apple Corps Ltd., White Horse Pictures og fyrirtæki Rons, Imagine Entertainment, framleiðir myndina í samvinnu við Bítlana Paul McCartney og Ringo Starr sem ogYoko Ono Lennon og Oliviu Harrison, ekkjur Johns Lennon og George Harrison. „Ég er spenntur og það er mér heiður að vinna með Apple og White Horse-teyminu að þessari mögnuðu sögu um þessa fjóra ungu menn sem tóku heiminn með trompi árið 1964. Það er ekki hægt að ýkja áhrif þeirra á poppmenningu og mannlega reynslu,“ segir Ron í samtali við Variety. Hann stefnir á að klára myndina og sýna hana í lok næsta árs. Bítlarnir byrjuðu að spila sem sveit í Liverpool árið 1960 og spiluðu í kjölfarið á klúbbum í Hamborg. Þeir fóru síðan á Evróputúr síðari hluta árs 1963. Eftir að þeir komu fram í þætti Eds Sullivan árið 1964 sigruðu þeir heiminn og þeir fóru í tónleikaferðalag sumarið sama ár. „Eftir að ég sá Bítlana hjá Ed Sullivan langaði mig bara í bítlahárkollu. Foreldrar mínir sögðu nei en gáfu mér síðan eina slíka í tíu ára afmælisgjöf,“ segir Ron.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira