Sandra Bullock tekjuhæst allra leikkvenna Baldvin Þormóðsson skrifar 7. ágúst 2014 15:30 Syndir í seðlum Leikkonan Sandra Bullock hefur svo sannarlega lifað tímana tvenna en hún gekk í gegnum tímabil þar sem hver myndin eftir aðra gekk ekki upp. Má þar nefna myndina All About Steve sem var ein tekjulægsta mynd í sögu Hollywood. Hins vegar eftir að hafa leikið aðalhlutverkið í myndum á borð við The Proposal, The Blind Side, The Heat og Gravity er hún nú launahæsta leikkonan í Hollywood með 51 milljón Bandaríkjadala í árslaun sem samsvarar tæpum sex milljörðum íslenskra króna. Á hæla henni kemur Jennifer Lawrence í öðru sæti með 34 milljónir Bandaríkjadala og Jennifer Aniston í þriðja með 31 milljón. Allt kemur þetta fram í árlegum lista yfir tekjuhæsta fólk Bandaríkjanna í tímaritinu Forbes. Mörgum þykir það þó sorglegt að ef bornar eru saman tekjur leikkvenna og karlkyns leikara í Hollywood þá er þar töluverður munur á. Í Forbes má sjá ef bornar eru saman heildartekjur 10 tekjuhæsta karlleikaranna, sem eru 419 milljónir Bandaríkjadala eða um 50 milljarðar íslenskra króna, og heildartekjur 10 tekjuhæstu leikkvennanna, sem eru um 226 milljónir Bandaríkjadala eða um 25 milljarðar íslenskra króna, að laun kvennanna eru um helmingi lægri. Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikkonan Sandra Bullock hefur svo sannarlega lifað tímana tvenna en hún gekk í gegnum tímabil þar sem hver myndin eftir aðra gekk ekki upp. Má þar nefna myndina All About Steve sem var ein tekjulægsta mynd í sögu Hollywood. Hins vegar eftir að hafa leikið aðalhlutverkið í myndum á borð við The Proposal, The Blind Side, The Heat og Gravity er hún nú launahæsta leikkonan í Hollywood með 51 milljón Bandaríkjadala í árslaun sem samsvarar tæpum sex milljörðum íslenskra króna. Á hæla henni kemur Jennifer Lawrence í öðru sæti með 34 milljónir Bandaríkjadala og Jennifer Aniston í þriðja með 31 milljón. Allt kemur þetta fram í árlegum lista yfir tekjuhæsta fólk Bandaríkjanna í tímaritinu Forbes. Mörgum þykir það þó sorglegt að ef bornar eru saman tekjur leikkvenna og karlkyns leikara í Hollywood þá er þar töluverður munur á. Í Forbes má sjá ef bornar eru saman heildartekjur 10 tekjuhæsta karlleikaranna, sem eru 419 milljónir Bandaríkjadala eða um 50 milljarðar íslenskra króna, og heildartekjur 10 tekjuhæstu leikkvennanna, sem eru um 226 milljónir Bandaríkjadala eða um 25 milljarðar íslenskra króna, að laun kvennanna eru um helmingi lægri.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira