Spennandi samstarf Vesturports og 365 8. ágúst 2014 14:00 Fyrsta myndin í fullri lengd sem Björn Hlynur leikstýrir. MYND/Vesturport Tökur hófust í vikunni á kvikmyndinni Blóðbergi, en hún er framleidd af Vesturporti í samvinnu við 365 miðla og framleiðslufyrirtækið Pegasus. Að sögn Jóhönnu Margrétar Gísladóttur, framkvæmdastjóra sjónvarpssviðs 365 miðla, er um nokkuð einstakt samstarf að ræða. „Þetta er rosalega spennandi verkefni,“ segir Jóhanna Margrét. „Mér skilst að þetta sé í fyrsta sinn sem mynd af þessari stærðargráðu er frumsýnd í íslensku sjónvarpi.“á setti Leikstjórinn ræðir við aðalleikarana, Hilmar Jónsson og Hörpu Arnardóttur. MYND/VESTURPORTTil stendur að Blóðberg verði frumsýnd í tveimur hlutum á Stöð 2 eftir áramót, og í heild sinni í kvikmyndahúsum á svipuðum tíma. Jóhanna Margrét segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um fleiri framleiðsluverkefni af þessu tagi. „Við erum bara spennt fyrir því að sjá hvernig þetta verkefni gengur,“ segir hún. „Þetta er náttúrulega bara hluti af öflugri, innlendri dagskrárgerð hjá Stöð 2.“ Það er Björn Hlynur Haraldsson sem leikstýrir myndinni en handritið er byggt á leikriti hans, Dubbeldusch, sem Vesturport setti fyrst upp árið 2008. Sagan er gamansöm með alvarlegum undirtón og fjallar um hefðbundna íslenska fjölskyldu í úthverfi Reykjavíkur sem þarf að takast á við gamalt leyndarmál, sem einn daginn bankar upp á og þá breytist allt. Tæknileg atriði Stefnt er á að frumsýna myndina eftir áramót.Rakel Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Vesturports, segir tökur fara vel af stað. „Myndin er búin að vera lengi í þróun hjá okkur í Vesturporti og hún ætti að höfða til allra,“ segir Rakel. Hún bendir á að hægt að sé að fylgjast með tökum á Facebook-síðunni Blóðberg og undir #bloðberg á Instagram. Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Tökur hófust í vikunni á kvikmyndinni Blóðbergi, en hún er framleidd af Vesturporti í samvinnu við 365 miðla og framleiðslufyrirtækið Pegasus. Að sögn Jóhönnu Margrétar Gísladóttur, framkvæmdastjóra sjónvarpssviðs 365 miðla, er um nokkuð einstakt samstarf að ræða. „Þetta er rosalega spennandi verkefni,“ segir Jóhanna Margrét. „Mér skilst að þetta sé í fyrsta sinn sem mynd af þessari stærðargráðu er frumsýnd í íslensku sjónvarpi.“á setti Leikstjórinn ræðir við aðalleikarana, Hilmar Jónsson og Hörpu Arnardóttur. MYND/VESTURPORTTil stendur að Blóðberg verði frumsýnd í tveimur hlutum á Stöð 2 eftir áramót, og í heild sinni í kvikmyndahúsum á svipuðum tíma. Jóhanna Margrét segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um fleiri framleiðsluverkefni af þessu tagi. „Við erum bara spennt fyrir því að sjá hvernig þetta verkefni gengur,“ segir hún. „Þetta er náttúrulega bara hluti af öflugri, innlendri dagskrárgerð hjá Stöð 2.“ Það er Björn Hlynur Haraldsson sem leikstýrir myndinni en handritið er byggt á leikriti hans, Dubbeldusch, sem Vesturport setti fyrst upp árið 2008. Sagan er gamansöm með alvarlegum undirtón og fjallar um hefðbundna íslenska fjölskyldu í úthverfi Reykjavíkur sem þarf að takast á við gamalt leyndarmál, sem einn daginn bankar upp á og þá breytist allt. Tæknileg atriði Stefnt er á að frumsýna myndina eftir áramót.Rakel Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Vesturports, segir tökur fara vel af stað. „Myndin er búin að vera lengi í þróun hjá okkur í Vesturporti og hún ætti að höfða til allra,“ segir Rakel. Hún bendir á að hægt að sé að fylgjast með tökum á Facebook-síðunni Blóðberg og undir #bloðberg á Instagram.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira