Gufuvél Rómaveldis Illugi Jökulsson skrifar 9. ágúst 2014 14:00 Gufuvél Herons Hann vaknaði fyrir allar aldir, Gaius Calvisius Statianus, landstjóri Rómar til Egiftalands. Eitt sekúndubrot mundi hann ekki neitt og ætlaði bara að breiða aftur yfir sig og lúra svolítið lengur, svo rifjaðist það auðvitað upp fyrir honum og hann settist eldsnöggt upp. Keisarinn var að koma í dag. Fyrir tæpri viku hafði komið hraðboði til landstjórans. Guðunum hafði þóknast að stýra hendi hins mikilfenglega Markúsar Árelíusar í orrustu hans við grimmar hjarðir hinna villtu Kvada sem sótt höfðu inn í lönd ríkisins í Evrópu. Hættunni sem frá þeim stafaði var nú afstýrt og keisarinn hugðist nota tækifærið og heimsækja sitt ríka og friðsæla skattland Egiftaland. Hann ætlaði að kanna ástand hersveitanna í Alexandríu en þó umfram allt komast í bókasafnið og skeggræða heimspekileg mál við spekingana þar. Hann væri væntanlegur eftir sex daga, keisarinn. Gaiusi Calvisiusi Statianusi var ætlað að hafa allt til reiðu. Hinn opinberi sendiboði keisarans hafði ekki haft um þetta fleiri orð en á hæla honum komu alls konar embættismenn og þrælar frá hirð keisarans með miklu nákvæmari fyrirmæli. Og það var ekkert smáræði sem það útheimti að taka á móti hirð sjálfs keisarans. Jafnvel þótt Markús Árelíus reyndi að stemma stigu við bruðli og óhófi var um að ræða heilmikinn mannfjölda sem fylgdi honum og landstjórinn þurfti að búa hverjum og einum bólstað sem hæfði. Gaius Calvisius Statianus bölvaði í hljóði meðan hann bjó sig í snatri og kallaði á þræl sinn að hafa hafragrautinn tilbúinn. Það þurfti enn mörgu að sinna áður en Alexandría gat talist að fullu tilbúin til að taka á móti keisara sínum. Landstjórinn kunni auðvitað oftast að meta nýjustu tækni eins og aðrir, en stundum var vandséð hvaða gagn var að nýjungunum. Í gamla daga hefði landstjóri í Alexandríu til dæmis aldrei þurft að undirbúa komu keisarahirðarinnar á innan við viku. En nú voru allir svo fljótir í förum að það var talið sjálfsagt að æða jafnvel heimshorna á milli í ríkinu á örfáum dögum.Sagan sem gerðist ekki Það fór hrollur um Gaius Calvisius Statianus bæði af taugaóstyrk og kulda. Það var komið langt fram í nóvember og það hafði verið óvenju kalt í Alexandríu síðustu vikurnar. Í landstjórahöllinni var þetta haustið kynt mun meira en venjulega á þessum árstíma. Gaius Calvisius Statianus heyrði á þungu suði neðan úr kjallara hallar sinnar að þrælarnir voru þegar búnir að setja gufuvélarnar á fullt til að hita höllina, það var eins gott, það yrði beinlínis skelfilegt ef sjálfur keisarinn færi að skjálfa úr kulda strax og hann gengi hér inn í höllina eftir að móttökuathöfninni á stöðinni væri lokið. Úff! Gaius Calvisius Statianus vissi að Markús Árelíus var að vísu mildur stjórnarherra en jafnvel hann átti til að fokreiðast og reiði keisarans vildi landstjórinn ekki kalla yfir sig. Af þeim sökum var landstjórinn líka að láta setja upp með hraði kyndingu í bókasafninu, svo keisaranum yrði ekki kalt við heimspekilegar vangaveltur. Og nú yrði bara allt að ganga vel, ekkert sem heitir, hugsaði Gaius Calvisius Statianus um leið og hann hrifsaði hafragrautarskálina úr höndum þræls sem hafði birst eins og hendi væri veifað, landstjórinn ákvað að skófla bara í sig grautnum meðan hann arkaði út á járnbrautarstöð að kanna hvernig undirbúningi miðaði þar áður en lest Markúsar Árelíusar kæmi másandi og blásandi sínum svarta reyk á stöðina. Þessi saga, lesendur góðir, gerðist árið 174 eftir Krist. Eða réttara sagt, hún gerðist ekki; það hljóta allir að sjá í hendi sér. Auðvitað var engin gufukynding í landstjórahöllinni í Alexandríu og Markús Árelíus keisari ferðaðist ekki um ríki sitt í járnbrautarlestum. Þetta er því tómur skáldskapur, gæti verið upphafið á skáldsögu sem aldrei verður skrifuð um heimsókn Markúsar Árelíusar í bókasafnið í Alexandríu, spekingslegar samræður hans við fræðimennina þar, hann var jú heimspekingur sjálfur, það mætti jafnvel færa þá miklu merkiskonu Hypatíu svolítið til í tíma svo þau Markús Árelíus gætu kynnst í bókasafninu og notist innan um gamalt bókfell, feigðin þó við öllu búin, Gaius Calvisius Statianus myndi klúðra einhverju illilega og vera leystur samstundis frá landstjórninni, já, auðvitað: gufuknúnar kyndivélarnar hans í bókasafninu myndu bila og kveikja í bókfellshaugunum svo þar fuðraði upp þúsund ára fróðleikur og viska, Hypatía yrði drepin af íhaldslýð sem gæti ekki sætt sig við að konur ættu sálarlíf, og keisarinn héldi hnugginn á brott í íburðarsnauðum járnbrautarvagni sínum til þess eins að deyja á sóttarsæng nokkrum árum seinna í enn einni herferðinni til að verjast enn einni innrás hinna villtu Kvada…Heronsþáttur En þetta gerðist sem sagt ekki. Markús Árelíus dó vissulega í herferð gegn Kvödum, en Hypatía var uppi 200 árum seinna og það voru kristnir menn sem drápu hana, rétt eins og þeir brenndu líka bókasafnið til að eyða „heiðnum“ fróðleik og megi þeir stikna að eilífu í helvíti sem ábyrgð báru á því. En umfram allt, engar gufuvélar, engar járnbrautir. Markús Árelíus hefði í raun verið margar vikur að ferðast með alla sína hirð frá blóðvöllunum þar sem Rómverjar öttu kappi við Kvada og nú eru á mótum Austurríkis, Slóvakíu og Ungverjalands, og landstjórinn okkar taugaóstyrki Gaius Calvisius Statianus hefði getað undirbúið allt í ró og næði svo ekkert hefði farið úrskeiðis þegar keisarinn birtist með allt sitt hafurtask. En þótt þessi saga hafi ekki gerst, þá er eitt svo skrýtið. Hún hefði getað gerst. Gufuvélar voru að vísu ekki teknar í notkun fyrr en nærri 1.500 árum síðar, Spánverjinn Jerónimo de Ayanz fékk einkaleyfi á gufuknúinni dælu árið 1606. Og þá liðu enn 200 ár þangað til James Watt hafði fullkomnað svo gufuvélina að járnbrautarlestir urðu mögulegar. En þarna, á dögum Gaiusar Calvisiusar Statianusar og Markúsar Árelíusar, þá voru þegar liðin rúm 100 ár frá því að grískumælandi stærðfræðingur og verkfræðingur sem bjó í Alexandríu hafði lýst gufuvél nákvæmlega í einu verka sinna, og jafnframt látið smíða slíkar vélar. Hann hét Heron og var einmitt einn af spekingunum og fræðimönnunum sem héldu til og kenndu í bókasafninu fræga þar í borginni. Og 100 árum þar á undan hafði rómverskur verkfræðingur og arkitekt að nafni Vitruvíus einnig lýst gufuvél og verkun hennar. Líklegt má telja að hann hafi líka látið smíða vélina sem hann lýsti.2000 árum síðar Þær gufuvélar sem Heron og Vitruvíus upphugsuðu voru að vísu frumstæðar og uppfinningamönnunum var alls ekki að fullu ljóst til hvers mátti nota þær. Vél Herons virðist fyrst og fremst hafa verið sýningargripur í musteri í Alexandríu. Önnur svipuð vél kann þó að hafa verið notuð til að opna og loka dyrum musterisins. En annars komu jafnvel hinir tæknisinnuðu Rómverjar og Grikkir ekki auga á hvernig nota mætti uppfinningar þeirra Vitruvíusar og Herons. Og það er einmitt það dularfulla. Hvernig stóð á því að nærri 2.000 ár liðu frá því grundvallaratriði gufuvéla urðu mönnum kunn og þangað til farið var að smíða nothæfar slíkar vélar? Það var í rauninni ekkert við tæknistig Rómverja á öldunum kringum Krists burð sem kom í veg fyrir að þeir þróuðu áfram hugmyndir tvímenninganna, þeim datt það bara ekki í hug. Það er ekki einsdæmi að samfélag hafi í höndunum lykilinn að næsta stigi tæknivæðingar og framfara, alkunnugt dæmi er að hinir háþróuðu Majar í Mið-Ameríku voru, þvert ofan í það sem margir telja, búnir að finna hjólið – en þeim datt bara fátt í hug til að nýta það, nema í barnaleikföng. Spurningar, sem kvikna af dæmi þeirra Rómverja og Grikkja sem kunnu ekki að hagnýta sér uppfinningar Vitruvíusar og Herons, hljóta að mínu viti að vera tvær: Í fyrsta lagi, hvernig hefði saga heimsins breyst ef rómverska heimsveldið hefði ráðið yfir járnbrautum og gufuvélum þegar á annarri öld eftir Krist? Og í öðru lagi, er eitthvað í kringum okkur, eitthvað sem við erum búin að finna upp eða átta okkur á, sem við sjáum þó alls ekki möguleikana við enn þá? Eitthvað sem við notum nánast eins og skraut í musterinu eða leikföng fyrir börn, en felur í sér svo miklu, miklu meira? Og við föttum kannski ekki fyrr en eftir næstum 2.000 ár? Flækjusaga Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hann vaknaði fyrir allar aldir, Gaius Calvisius Statianus, landstjóri Rómar til Egiftalands. Eitt sekúndubrot mundi hann ekki neitt og ætlaði bara að breiða aftur yfir sig og lúra svolítið lengur, svo rifjaðist það auðvitað upp fyrir honum og hann settist eldsnöggt upp. Keisarinn var að koma í dag. Fyrir tæpri viku hafði komið hraðboði til landstjórans. Guðunum hafði þóknast að stýra hendi hins mikilfenglega Markúsar Árelíusar í orrustu hans við grimmar hjarðir hinna villtu Kvada sem sótt höfðu inn í lönd ríkisins í Evrópu. Hættunni sem frá þeim stafaði var nú afstýrt og keisarinn hugðist nota tækifærið og heimsækja sitt ríka og friðsæla skattland Egiftaland. Hann ætlaði að kanna ástand hersveitanna í Alexandríu en þó umfram allt komast í bókasafnið og skeggræða heimspekileg mál við spekingana þar. Hann væri væntanlegur eftir sex daga, keisarinn. Gaiusi Calvisiusi Statianusi var ætlað að hafa allt til reiðu. Hinn opinberi sendiboði keisarans hafði ekki haft um þetta fleiri orð en á hæla honum komu alls konar embættismenn og þrælar frá hirð keisarans með miklu nákvæmari fyrirmæli. Og það var ekkert smáræði sem það útheimti að taka á móti hirð sjálfs keisarans. Jafnvel þótt Markús Árelíus reyndi að stemma stigu við bruðli og óhófi var um að ræða heilmikinn mannfjölda sem fylgdi honum og landstjórinn þurfti að búa hverjum og einum bólstað sem hæfði. Gaius Calvisius Statianus bölvaði í hljóði meðan hann bjó sig í snatri og kallaði á þræl sinn að hafa hafragrautinn tilbúinn. Það þurfti enn mörgu að sinna áður en Alexandría gat talist að fullu tilbúin til að taka á móti keisara sínum. Landstjórinn kunni auðvitað oftast að meta nýjustu tækni eins og aðrir, en stundum var vandséð hvaða gagn var að nýjungunum. Í gamla daga hefði landstjóri í Alexandríu til dæmis aldrei þurft að undirbúa komu keisarahirðarinnar á innan við viku. En nú voru allir svo fljótir í förum að það var talið sjálfsagt að æða jafnvel heimshorna á milli í ríkinu á örfáum dögum.Sagan sem gerðist ekki Það fór hrollur um Gaius Calvisius Statianus bæði af taugaóstyrk og kulda. Það var komið langt fram í nóvember og það hafði verið óvenju kalt í Alexandríu síðustu vikurnar. Í landstjórahöllinni var þetta haustið kynt mun meira en venjulega á þessum árstíma. Gaius Calvisius Statianus heyrði á þungu suði neðan úr kjallara hallar sinnar að þrælarnir voru þegar búnir að setja gufuvélarnar á fullt til að hita höllina, það var eins gott, það yrði beinlínis skelfilegt ef sjálfur keisarinn færi að skjálfa úr kulda strax og hann gengi hér inn í höllina eftir að móttökuathöfninni á stöðinni væri lokið. Úff! Gaius Calvisius Statianus vissi að Markús Árelíus var að vísu mildur stjórnarherra en jafnvel hann átti til að fokreiðast og reiði keisarans vildi landstjórinn ekki kalla yfir sig. Af þeim sökum var landstjórinn líka að láta setja upp með hraði kyndingu í bókasafninu, svo keisaranum yrði ekki kalt við heimspekilegar vangaveltur. Og nú yrði bara allt að ganga vel, ekkert sem heitir, hugsaði Gaius Calvisius Statianus um leið og hann hrifsaði hafragrautarskálina úr höndum þræls sem hafði birst eins og hendi væri veifað, landstjórinn ákvað að skófla bara í sig grautnum meðan hann arkaði út á járnbrautarstöð að kanna hvernig undirbúningi miðaði þar áður en lest Markúsar Árelíusar kæmi másandi og blásandi sínum svarta reyk á stöðina. Þessi saga, lesendur góðir, gerðist árið 174 eftir Krist. Eða réttara sagt, hún gerðist ekki; það hljóta allir að sjá í hendi sér. Auðvitað var engin gufukynding í landstjórahöllinni í Alexandríu og Markús Árelíus keisari ferðaðist ekki um ríki sitt í járnbrautarlestum. Þetta er því tómur skáldskapur, gæti verið upphafið á skáldsögu sem aldrei verður skrifuð um heimsókn Markúsar Árelíusar í bókasafnið í Alexandríu, spekingslegar samræður hans við fræðimennina þar, hann var jú heimspekingur sjálfur, það mætti jafnvel færa þá miklu merkiskonu Hypatíu svolítið til í tíma svo þau Markús Árelíus gætu kynnst í bókasafninu og notist innan um gamalt bókfell, feigðin þó við öllu búin, Gaius Calvisius Statianus myndi klúðra einhverju illilega og vera leystur samstundis frá landstjórninni, já, auðvitað: gufuknúnar kyndivélarnar hans í bókasafninu myndu bila og kveikja í bókfellshaugunum svo þar fuðraði upp þúsund ára fróðleikur og viska, Hypatía yrði drepin af íhaldslýð sem gæti ekki sætt sig við að konur ættu sálarlíf, og keisarinn héldi hnugginn á brott í íburðarsnauðum járnbrautarvagni sínum til þess eins að deyja á sóttarsæng nokkrum árum seinna í enn einni herferðinni til að verjast enn einni innrás hinna villtu Kvada…Heronsþáttur En þetta gerðist sem sagt ekki. Markús Árelíus dó vissulega í herferð gegn Kvödum, en Hypatía var uppi 200 árum seinna og það voru kristnir menn sem drápu hana, rétt eins og þeir brenndu líka bókasafnið til að eyða „heiðnum“ fróðleik og megi þeir stikna að eilífu í helvíti sem ábyrgð báru á því. En umfram allt, engar gufuvélar, engar járnbrautir. Markús Árelíus hefði í raun verið margar vikur að ferðast með alla sína hirð frá blóðvöllunum þar sem Rómverjar öttu kappi við Kvada og nú eru á mótum Austurríkis, Slóvakíu og Ungverjalands, og landstjórinn okkar taugaóstyrki Gaius Calvisius Statianus hefði getað undirbúið allt í ró og næði svo ekkert hefði farið úrskeiðis þegar keisarinn birtist með allt sitt hafurtask. En þótt þessi saga hafi ekki gerst, þá er eitt svo skrýtið. Hún hefði getað gerst. Gufuvélar voru að vísu ekki teknar í notkun fyrr en nærri 1.500 árum síðar, Spánverjinn Jerónimo de Ayanz fékk einkaleyfi á gufuknúinni dælu árið 1606. Og þá liðu enn 200 ár þangað til James Watt hafði fullkomnað svo gufuvélina að járnbrautarlestir urðu mögulegar. En þarna, á dögum Gaiusar Calvisiusar Statianusar og Markúsar Árelíusar, þá voru þegar liðin rúm 100 ár frá því að grískumælandi stærðfræðingur og verkfræðingur sem bjó í Alexandríu hafði lýst gufuvél nákvæmlega í einu verka sinna, og jafnframt látið smíða slíkar vélar. Hann hét Heron og var einmitt einn af spekingunum og fræðimönnunum sem héldu til og kenndu í bókasafninu fræga þar í borginni. Og 100 árum þar á undan hafði rómverskur verkfræðingur og arkitekt að nafni Vitruvíus einnig lýst gufuvél og verkun hennar. Líklegt má telja að hann hafi líka látið smíða vélina sem hann lýsti.2000 árum síðar Þær gufuvélar sem Heron og Vitruvíus upphugsuðu voru að vísu frumstæðar og uppfinningamönnunum var alls ekki að fullu ljóst til hvers mátti nota þær. Vél Herons virðist fyrst og fremst hafa verið sýningargripur í musteri í Alexandríu. Önnur svipuð vél kann þó að hafa verið notuð til að opna og loka dyrum musterisins. En annars komu jafnvel hinir tæknisinnuðu Rómverjar og Grikkir ekki auga á hvernig nota mætti uppfinningar þeirra Vitruvíusar og Herons. Og það er einmitt það dularfulla. Hvernig stóð á því að nærri 2.000 ár liðu frá því grundvallaratriði gufuvéla urðu mönnum kunn og þangað til farið var að smíða nothæfar slíkar vélar? Það var í rauninni ekkert við tæknistig Rómverja á öldunum kringum Krists burð sem kom í veg fyrir að þeir þróuðu áfram hugmyndir tvímenninganna, þeim datt það bara ekki í hug. Það er ekki einsdæmi að samfélag hafi í höndunum lykilinn að næsta stigi tæknivæðingar og framfara, alkunnugt dæmi er að hinir háþróuðu Majar í Mið-Ameríku voru, þvert ofan í það sem margir telja, búnir að finna hjólið – en þeim datt bara fátt í hug til að nýta það, nema í barnaleikföng. Spurningar, sem kvikna af dæmi þeirra Rómverja og Grikkja sem kunnu ekki að hagnýta sér uppfinningar Vitruvíusar og Herons, hljóta að mínu viti að vera tvær: Í fyrsta lagi, hvernig hefði saga heimsins breyst ef rómverska heimsveldið hefði ráðið yfir járnbrautum og gufuvélum þegar á annarri öld eftir Krist? Og í öðru lagi, er eitthvað í kringum okkur, eitthvað sem við erum búin að finna upp eða átta okkur á, sem við sjáum þó alls ekki möguleikana við enn þá? Eitthvað sem við notum nánast eins og skraut í musterinu eða leikföng fyrir börn, en felur í sér svo miklu, miklu meira? Og við föttum kannski ekki fyrr en eftir næstum 2.000 ár?
Flækjusaga Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira