Rassskellti hasarhetjurnar í Expendables 3 Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2014 09:30 Fyrst um sinn er bara gaman að þykjast vera lögga. Grínmyndin Let‘s Be Cops var frumsýnd á Íslandi í gær en í aðalhlutverkum eru þeir Jake Johnson og Damon Wayans Jr. Myndin fjallar um tvo bestu vini sem mæta sem lögreglumenn í búningaveislu og ávinna sér þannig virðingu og aðdáun allra sem í teitið mæta. Þeir ákveða því að þykjast vera löggur og vindur leikritið sífellt meira upp á sig. En þegar þessar platlöggur flækjast inn í vef glæpamanna og svikulla lögreglumanna þurfa þeir að treysta hvor á annan. Myndin hefur þénað ágætlega í miðasölu vestan hafs. Frumsýningarhelgina voru miðasölutekjurnar 17,7 milljónir dollarar, rúmir tveir milljarðar króna. Lenti myndin í þriðja sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar þá helgi en athygli vekur að testósteróndrifna hasarmyndin Expendables 3 var í fjórða sæti og halaði inn 16,2 milljónir dollara, tæpa tvo milljarða, talsvert minna en fyrri myndirnar öfluðu. Í fyrsta sæti þessa helgi var síðan Teenage Mutant Ninja Turtles og í öðru sæti var Guardians of the Galaxy. Í öðrum hlutverkum í Let‘s Be Cops eru Rob Riggle, Nina Dobrev og James D‘Arcy en leikstjóri myndarinnar er Luke Greenfield, sem leikstýrði meðal annars The Animal og The Girl Next Door.Vinirnir fara í grímubúningapartí sem lögreglumenn.Óheppileg tímasetning frumsýningarinnar Let‘s Be Cops var frumsýnd vestan hafs þann 13. ágúst en nokkrum dögum áður, eða þann 9. ágúst, var ungur maður, Michael Brown, skotinn til bana af lögreglu í Ferguson í Missouri í Bandaríkjunum. Hafa margir bent á að tímasetning frumsýningar myndarinnar hafi verið mjög óheppileg. Þó að myndverið 20th Century Fox hafi eflaust ekki getað frestað frumsýningunni með svo stuttum fyrirvara hafa margir notendur á samfélagsmiðlum hvatt fyrirtækið til að minnka markaðssetningu myndarinnar í ljósi nýliðinna atburða í Ferguson. Þá eru margir æfir yfir því hvernig lögreglumenn og -konur eru sýndar í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í Hollywood og telja ekki rétta mynd vera dregna upp af starfi lögreglunnar í Bandaríkjunum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Grínmyndin Let‘s Be Cops var frumsýnd á Íslandi í gær en í aðalhlutverkum eru þeir Jake Johnson og Damon Wayans Jr. Myndin fjallar um tvo bestu vini sem mæta sem lögreglumenn í búningaveislu og ávinna sér þannig virðingu og aðdáun allra sem í teitið mæta. Þeir ákveða því að þykjast vera löggur og vindur leikritið sífellt meira upp á sig. En þegar þessar platlöggur flækjast inn í vef glæpamanna og svikulla lögreglumanna þurfa þeir að treysta hvor á annan. Myndin hefur þénað ágætlega í miðasölu vestan hafs. Frumsýningarhelgina voru miðasölutekjurnar 17,7 milljónir dollarar, rúmir tveir milljarðar króna. Lenti myndin í þriðja sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar þá helgi en athygli vekur að testósteróndrifna hasarmyndin Expendables 3 var í fjórða sæti og halaði inn 16,2 milljónir dollara, tæpa tvo milljarða, talsvert minna en fyrri myndirnar öfluðu. Í fyrsta sæti þessa helgi var síðan Teenage Mutant Ninja Turtles og í öðru sæti var Guardians of the Galaxy. Í öðrum hlutverkum í Let‘s Be Cops eru Rob Riggle, Nina Dobrev og James D‘Arcy en leikstjóri myndarinnar er Luke Greenfield, sem leikstýrði meðal annars The Animal og The Girl Next Door.Vinirnir fara í grímubúningapartí sem lögreglumenn.Óheppileg tímasetning frumsýningarinnar Let‘s Be Cops var frumsýnd vestan hafs þann 13. ágúst en nokkrum dögum áður, eða þann 9. ágúst, var ungur maður, Michael Brown, skotinn til bana af lögreglu í Ferguson í Missouri í Bandaríkjunum. Hafa margir bent á að tímasetning frumsýningar myndarinnar hafi verið mjög óheppileg. Þó að myndverið 20th Century Fox hafi eflaust ekki getað frestað frumsýningunni með svo stuttum fyrirvara hafa margir notendur á samfélagsmiðlum hvatt fyrirtækið til að minnka markaðssetningu myndarinnar í ljósi nýliðinna atburða í Ferguson. Þá eru margir æfir yfir því hvernig lögreglumenn og -konur eru sýndar í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í Hollywood og telja ekki rétta mynd vera dregna upp af starfi lögreglunnar í Bandaríkjunum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira