Erlent

Lést þrátt fyrir ebóla-lyf

Freyr Bjarnason skrifar
Liðsmenn líberískra öryggissveita við svæðið þar sem ebóla-veiran hefur dreift sér í borginni Monróvíu.
Liðsmenn líberískra öryggissveita við svæðið þar sem ebóla-veiran hefur dreift sér í borginni Monróvíu. Fréttablaðið/AP
Líberískur læknir, sem var á meðal þriggja Afríkubúa sem fengu tilraunalyf við ebóla-veirunni, er látinn.

Dr. Abraham Borbor, sem var læknir á stærsta sjúkrahúsi Líberu var einn þriggja Líberíumanna, sem fengu lyfið ZMapp. Tveir Bandaríkjamenn fengu einnig lyfið, sem ekki hafði verið prófað á mannfólki, og héldu lífi. Spánverji fékk sömuleiðis lyfið en dó.

Yfir 1.400 manns hafa látist af völdum ebóla í Vestur-Afríku síðan faraldurinn braust út að nýju.

Japanar bjóða aðstoð sína við framleiðslu nýs lyfs sem getur hugsanlega læknað fólk af veirunni.

Þingmaðurinn Yoshihide Suga sagði Japan geta boðið lyfið fFavipiravir hvenær sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin óskar eftir því. Tuttugu þúsund skammtar séu til.

Að sögn Suga bíða Japanar eftir því að stofnunin taki ákvörðun um það hvernig hún snýr sér þegar kemur að notkun lyfja sem ekki hafa verið prófuð á mannfólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×