Erlent

Baráttan gegn ebólu að tapast

Freyr Bjarnason skrifar
Heilbrigðisstarfsmenn flytja lík manns sem talið er að hafi dáið af völdum ebólu.
Heilbrigðisstarfsmenn flytja lík manns sem talið er að hafi dáið af völdum ebólu. Fréttablaðið/AP
Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni.

Þau bæta við að ástandið hjá meðferðarstöðvum í Vestur-Afríku sé orðið þannig að þangað komi fólk til að „deyja eitt og yfirgefið“.

Í Líberíu hefur verið greint frá því að annar bandarískur læknir hafi smitast af veirunni.

Joanne Liu, forseti Lækna án landamæra, segir að samtökin ráði ekkert við útbreiðslu ebólu í fjórum vestur-afrískum löndum og kallar eftir meiri aðstoð til að berjast gegn veirunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×