Bjartsýni yfir meðallagi Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 10. september 2014 07:00 Láttu ekki svona, þetta verður komið upp á morgun eða hinn, í síðasta lagi á föstudag. Við höldum boðið á laugardaginn!“ Það var engan bilbug að finna á bóndanum. Með uppbrettar ermar mundaði hann sleggjuna og réðst á vegg. Ég hreifst með, það var ekki annað hægt. Auðvitað yrði þetta ekkert mál. Einingarnar voru svo til samsettar. Í raun snerist verkið bara um að raða inn og stinga í samband. Vippa niður eins og einum léttum millivegg eða veggstubb sem stóð lítið eitt út á gólfið. Það yrði fljótgert með sleggjunni, sem sveiflaðist nú svo glumdi í. Framkvæmdirnar komu óvænt upp. Við höfðum kíkt í búð eftir að hafa séð auglýsingu í blaði um útsölu, bara rétt til að skoða. Eftir stuttan dans við slyngan sölumann gengum við þó út með eitt stykki eldhús. Flutningabíll kom og fór og skyndilega var ekki hægt að komast um heima hjá okkur fyrir skápum, hillum og skúffum sem fylltu hvern fermetra. Við vorum ekki einu sinni búin að mæla! Við erum gjörn á þetta. Sleggjan barðist nú um og molaði múrhúð utan af rammgerðri trégrind. Veggstubburinn ætlaði ekki að svíkja þann sem reisti hann og stóð af sér hvert höggið. Rafdrifinn múrbrjótur leysti þá sleggjuna af og bruddi í sig múrinn svo fínn steinsalli lagðist yfir hvern fersentimetra íbúðarinnar. Ekki fóru skáparnir upp það kvöldið. Né það næsta. Ekki þriðja kvöldið heldur þar sem þá var nýja múrhúðin, sem varð að smyrja yfir óumbeðnar skemmdir eftir sleggjuna, að þorna. Gólfdúkurinn sem þurfti að skrapa upp tafði verkið enn. Píparinn var upptekinn. Rykug upp fyrir haus slógum við upp öðrum millivegg en ekki fóru skáparnir upp, kíttið þurfti að þorna. Framkvæmdaþrekið var óðum að hverfa og ég reyndi að fá bóndann til að horfast í augu við tapaða baráttu. En hann var enn í ham, boðið skyldi haldið, í versta falli frestað fram á sunnudag. Það varð ekki. Nú er miðvikudagur og enginn skápur kominn upp. Kannski verður boð um jólin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun
Láttu ekki svona, þetta verður komið upp á morgun eða hinn, í síðasta lagi á föstudag. Við höldum boðið á laugardaginn!“ Það var engan bilbug að finna á bóndanum. Með uppbrettar ermar mundaði hann sleggjuna og réðst á vegg. Ég hreifst með, það var ekki annað hægt. Auðvitað yrði þetta ekkert mál. Einingarnar voru svo til samsettar. Í raun snerist verkið bara um að raða inn og stinga í samband. Vippa niður eins og einum léttum millivegg eða veggstubb sem stóð lítið eitt út á gólfið. Það yrði fljótgert með sleggjunni, sem sveiflaðist nú svo glumdi í. Framkvæmdirnar komu óvænt upp. Við höfðum kíkt í búð eftir að hafa séð auglýsingu í blaði um útsölu, bara rétt til að skoða. Eftir stuttan dans við slyngan sölumann gengum við þó út með eitt stykki eldhús. Flutningabíll kom og fór og skyndilega var ekki hægt að komast um heima hjá okkur fyrir skápum, hillum og skúffum sem fylltu hvern fermetra. Við vorum ekki einu sinni búin að mæla! Við erum gjörn á þetta. Sleggjan barðist nú um og molaði múrhúð utan af rammgerðri trégrind. Veggstubburinn ætlaði ekki að svíkja þann sem reisti hann og stóð af sér hvert höggið. Rafdrifinn múrbrjótur leysti þá sleggjuna af og bruddi í sig múrinn svo fínn steinsalli lagðist yfir hvern fersentimetra íbúðarinnar. Ekki fóru skáparnir upp það kvöldið. Né það næsta. Ekki þriðja kvöldið heldur þar sem þá var nýja múrhúðin, sem varð að smyrja yfir óumbeðnar skemmdir eftir sleggjuna, að þorna. Gólfdúkurinn sem þurfti að skrapa upp tafði verkið enn. Píparinn var upptekinn. Rykug upp fyrir haus slógum við upp öðrum millivegg en ekki fóru skáparnir upp, kíttið þurfti að þorna. Framkvæmdaþrekið var óðum að hverfa og ég reyndi að fá bóndann til að horfast í augu við tapaða baráttu. En hann var enn í ham, boðið skyldi haldið, í versta falli frestað fram á sunnudag. Það varð ekki. Nú er miðvikudagur og enginn skápur kominn upp. Kannski verður boð um jólin.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun