Hagnaður álveranna þriggja dróst saman um 90 prósent Haraldur Guðmundsson skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Íslensku álverin högnuðust um samtals 6,48 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 798 milljóna króna, á síðasta ári. Samanlagður hagnaður fyrirtækjanna dróst þá saman um 90 prósent frá árinu 2012 þegar afkoman var jákvæð um 64,5 milljónir dala. Hagnaður Alcoa Fjarðaáls í fyrra nam 10,7 milljónum dala, samkvæmt ársreikningi sem fyrirtækið skilaði til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra í síðustu viku. Rekstur álversins, sem er í eigu bandaríska álrisans Alcoa, skilaði hins vegar 33,3 milljóna dala hagnaði árið 2012. Sölutekjur fyrirtækisins minnkuðu um 8,6 milljónir dala árið 2013 miðað við árið á undan. Rekstrarkostnaður jókst að auki um rúmar þrjár milljónir dala.Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir afkomu fyrirtækisins háða markaðsverði á áli og bendir á þá staðreynd að álverð lækkaði talsvert á árunum 2012 og 2013. „Álverð hefur nú hækkað og það hefur áhrif á tekjur félagsins. Vonir okkar standa til þess að þessi hækkun á markaðsverði á áli sé komin til að vera og það eru aðrar markaðsforsendur eins og lækkun á álbirgðum í heiminum sem styðja við þetta,“ segir Magnús. Hann vill ekki svara því hvort fyrirtækið geri ráð fyrir að afkoman batni á þessu ári og segir fyrirtækið almennt ekki tjá sig um niðurstöður ársreikninga. Rekstur Norðuráls á Grundartanga skilaði 27,6 milljóna dala hagnaði árið 2013, jafnvirði 3,4 milljarða króna, eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu. Árið 2012 var álverið rekið með jákvæðri afkomu upp á 46,6 milljónir dala og dróst hagnaðurinn því saman um 41 prósent milli ára. Einnig hefur komið fram að álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík var rekið með 31,8 milljóna dala, um 3,9 milljarða króna, tapi á síðasta ári. Tap félagsins fyrir skatta nam 41,3 milljónum dala. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda (Samáls), segir jákvæðar horfur í áliðnaði en tekur fram að hann geti ekki spáð um afkomu einstakra fyrirtækja. „Það blasir við að afkoman í heild ræðst af álverði og það sveiflast og ef við lítum til ársins 2012 var meðalálverð hjá LME (London Metal Exchange) 2.018 dollarar á tonn og það fór síðan niður í 1.845 dollara árið 2013 og það hefur auðvitað áhrif,“ segir Pétur. „Ef við horfum á meðalverð þessa árs þá er það 1.847 dollarar. Það ræðst af því að verðið sveiflaðist niður í upphafi ársins en það hefur styrkst mjög á seinni hluta ársins og er núna í 2.050 dollurum. Maður leyfir sér því að vona að það sé bjart fram undan í þeim efnum enda skín það í gegn í fréttum viðskiptablaða og greiningardeilda að það er mikil umframeftirspurn í Evrópu og Bandaríkjunum og það dregur úr birgðum.“ Tengdar fréttir Hagnaður álversins á Grundartanga um 3,2 milljarðar Hagnaður af rekstri álversins á Grundartanga nam 27,6 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári, jafnvirði 3,2 milljarða króna. Árið 2012 skilaði reksturinn jákvæðri afkomu upp á 46,6 milljónir dala og dróst hagnaðurinn því saman um 41 prósent milli ára. 27. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Íslensku álverin högnuðust um samtals 6,48 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 798 milljóna króna, á síðasta ári. Samanlagður hagnaður fyrirtækjanna dróst þá saman um 90 prósent frá árinu 2012 þegar afkoman var jákvæð um 64,5 milljónir dala. Hagnaður Alcoa Fjarðaáls í fyrra nam 10,7 milljónum dala, samkvæmt ársreikningi sem fyrirtækið skilaði til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra í síðustu viku. Rekstur álversins, sem er í eigu bandaríska álrisans Alcoa, skilaði hins vegar 33,3 milljóna dala hagnaði árið 2012. Sölutekjur fyrirtækisins minnkuðu um 8,6 milljónir dala árið 2013 miðað við árið á undan. Rekstrarkostnaður jókst að auki um rúmar þrjár milljónir dala.Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir afkomu fyrirtækisins háða markaðsverði á áli og bendir á þá staðreynd að álverð lækkaði talsvert á árunum 2012 og 2013. „Álverð hefur nú hækkað og það hefur áhrif á tekjur félagsins. Vonir okkar standa til þess að þessi hækkun á markaðsverði á áli sé komin til að vera og það eru aðrar markaðsforsendur eins og lækkun á álbirgðum í heiminum sem styðja við þetta,“ segir Magnús. Hann vill ekki svara því hvort fyrirtækið geri ráð fyrir að afkoman batni á þessu ári og segir fyrirtækið almennt ekki tjá sig um niðurstöður ársreikninga. Rekstur Norðuráls á Grundartanga skilaði 27,6 milljóna dala hagnaði árið 2013, jafnvirði 3,4 milljarða króna, eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu. Árið 2012 var álverið rekið með jákvæðri afkomu upp á 46,6 milljónir dala og dróst hagnaðurinn því saman um 41 prósent milli ára. Einnig hefur komið fram að álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík var rekið með 31,8 milljóna dala, um 3,9 milljarða króna, tapi á síðasta ári. Tap félagsins fyrir skatta nam 41,3 milljónum dala. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda (Samáls), segir jákvæðar horfur í áliðnaði en tekur fram að hann geti ekki spáð um afkomu einstakra fyrirtækja. „Það blasir við að afkoman í heild ræðst af álverði og það sveiflast og ef við lítum til ársins 2012 var meðalálverð hjá LME (London Metal Exchange) 2.018 dollarar á tonn og það fór síðan niður í 1.845 dollara árið 2013 og það hefur auðvitað áhrif,“ segir Pétur. „Ef við horfum á meðalverð þessa árs þá er það 1.847 dollarar. Það ræðst af því að verðið sveiflaðist niður í upphafi ársins en það hefur styrkst mjög á seinni hluta ársins og er núna í 2.050 dollurum. Maður leyfir sér því að vona að það sé bjart fram undan í þeim efnum enda skín það í gegn í fréttum viðskiptablaða og greiningardeilda að það er mikil umframeftirspurn í Evrópu og Bandaríkjunum og það dregur úr birgðum.“
Tengdar fréttir Hagnaður álversins á Grundartanga um 3,2 milljarðar Hagnaður af rekstri álversins á Grundartanga nam 27,6 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári, jafnvirði 3,2 milljarða króna. Árið 2012 skilaði reksturinn jákvæðri afkomu upp á 46,6 milljónir dala og dróst hagnaðurinn því saman um 41 prósent milli ára. 27. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Hagnaður álversins á Grundartanga um 3,2 milljarðar Hagnaður af rekstri álversins á Grundartanga nam 27,6 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári, jafnvirði 3,2 milljarða króna. Árið 2012 skilaði reksturinn jákvæðri afkomu upp á 46,6 milljónir dala og dróst hagnaðurinn því saman um 41 prósent milli ára. 27. ágúst 2014 07:00