Tekur yfir eignir Leigufélags Íslands Óli Kristján Ármannsson skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Nýr framkvæmdastjóri Almenna Leigufélagsins. María Björk Einarsdóttir hefur tekið við stjórn Almenna leigufélagsins. Hún er með B.Sc.-gráðu í rekstrarhagfræði frá HR og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Fréttablaðið/Valli Með áherslu á langtímaleigu, aukna þjónustu og möguleika á að færa sig til innan leigufélagsins kveðst Almenna leigufélagið brjóta blað á leigumarkaði. Í dag kynnir félagið að það hafi tekið við leiguumsýslu íbúða sem áður voru í umsjón Leigufélags Íslands. Bæði félög eru í eigu sjóða sem Gamma rekur. „Núna erum við með tæplega 400 íbúðir í rekstri, en félagið sér um umsýslu leiguíbúða sem eru í eigu ýmissa fjárfesta,“ segir María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins. Með því að taka yfir íbúðir Leigufélags Íslands megi segja að félagið komi hlaupandi inn á leigumarkaðinn. „Það verða hins vegar engar breytingar á högum fólks sem þar leigði, aðrar en að þjónustan eykst.“ Tilganginn segir hún meðal annars vera að koma á aukinni formfestu á leigumarkaði. sem í dag einkennist oft af óöryggi, brotum á réttindum leigjenda, ósveigjanleika og skammtímaleigu. „Það eru í gildi margvísleg lög og reglur til að vernda hagsmuni bæði leigusala og leigutaka og við ætlum að vera í fararbroddi við að framfylgja þeim.“ Félagið sé þjónustufyrirtæki sem keppi á almennum markaði og þar séu ánægðir viðskiptavinir grundvallaratriði. Nálgun félagsins segir María Björk hins vegar alveg nýja hér á landi. „Við bjóðum upp á leigusamninga til allt að þriggja ára í senn,“ segir hún, en sterk krafa hafi verið um slíkt. „Til dæmis frá fjölskyldufólki sem ekki vill hrekjast milli hverfa.“ Þá bjóði félagið upp á meiri þjónustu við leigjendur en alla jafna hafi tíðkast hér. Samstarf sé við Securitas um símsvörun allan sólarhringinn. Komi upp neyðartilvik á borð við vatnsleka eða hvað eina annað sé alltaf einhver til að bregðast við. „Þriðja áherslan hjá okkur er svo aukinn sveigjanleiki,“ bætir hún við. Þurfi fólk að stækka eða minnka við sig geti það óskað eftir nýrri íbúð sem henti betur. Leiguverðið eigi svo að vera samkeppnishæft þegar horft sé til alls þess kostnaðar sem fylgi því að eiga fasteign. „Þetta á að vera sambærilegur kostur,“ segir María Björk, en leigan fylgir líka markaðsverði á hverju svæði. Íbúðakostur félagsins nái nú yfir allt höfuðborgarsvæðið, allt frá 101 og yfir í Hafnarfjörð. „Þetta er mjög dreift og við erum núna að bæta við okkur íbúðum bæði í Úlfarsárdal og Breiðholti. Við viljum geta mætt þörfum allra,“ segir hún. Tengdar fréttir Markaðurinn: Tvö þúsund störf hjá fimm stærstu útgerðunum Hagnaður fimm kvótahæstu útgerðanna á Íslandi nam fimmtán milljörðum króna á síðasta ári. Lesið meira um stöðu kvótahæstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins í Markaðinum. 19. nóvember 2014 06:00 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Með áherslu á langtímaleigu, aukna þjónustu og möguleika á að færa sig til innan leigufélagsins kveðst Almenna leigufélagið brjóta blað á leigumarkaði. Í dag kynnir félagið að það hafi tekið við leiguumsýslu íbúða sem áður voru í umsjón Leigufélags Íslands. Bæði félög eru í eigu sjóða sem Gamma rekur. „Núna erum við með tæplega 400 íbúðir í rekstri, en félagið sér um umsýslu leiguíbúða sem eru í eigu ýmissa fjárfesta,“ segir María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins. Með því að taka yfir íbúðir Leigufélags Íslands megi segja að félagið komi hlaupandi inn á leigumarkaðinn. „Það verða hins vegar engar breytingar á högum fólks sem þar leigði, aðrar en að þjónustan eykst.“ Tilganginn segir hún meðal annars vera að koma á aukinni formfestu á leigumarkaði. sem í dag einkennist oft af óöryggi, brotum á réttindum leigjenda, ósveigjanleika og skammtímaleigu. „Það eru í gildi margvísleg lög og reglur til að vernda hagsmuni bæði leigusala og leigutaka og við ætlum að vera í fararbroddi við að framfylgja þeim.“ Félagið sé þjónustufyrirtæki sem keppi á almennum markaði og þar séu ánægðir viðskiptavinir grundvallaratriði. Nálgun félagsins segir María Björk hins vegar alveg nýja hér á landi. „Við bjóðum upp á leigusamninga til allt að þriggja ára í senn,“ segir hún, en sterk krafa hafi verið um slíkt. „Til dæmis frá fjölskyldufólki sem ekki vill hrekjast milli hverfa.“ Þá bjóði félagið upp á meiri þjónustu við leigjendur en alla jafna hafi tíðkast hér. Samstarf sé við Securitas um símsvörun allan sólarhringinn. Komi upp neyðartilvik á borð við vatnsleka eða hvað eina annað sé alltaf einhver til að bregðast við. „Þriðja áherslan hjá okkur er svo aukinn sveigjanleiki,“ bætir hún við. Þurfi fólk að stækka eða minnka við sig geti það óskað eftir nýrri íbúð sem henti betur. Leiguverðið eigi svo að vera samkeppnishæft þegar horft sé til alls þess kostnaðar sem fylgi því að eiga fasteign. „Þetta á að vera sambærilegur kostur,“ segir María Björk, en leigan fylgir líka markaðsverði á hverju svæði. Íbúðakostur félagsins nái nú yfir allt höfuðborgarsvæðið, allt frá 101 og yfir í Hafnarfjörð. „Þetta er mjög dreift og við erum núna að bæta við okkur íbúðum bæði í Úlfarsárdal og Breiðholti. Við viljum geta mætt þörfum allra,“ segir hún.
Tengdar fréttir Markaðurinn: Tvö þúsund störf hjá fimm stærstu útgerðunum Hagnaður fimm kvótahæstu útgerðanna á Íslandi nam fimmtán milljörðum króna á síðasta ári. Lesið meira um stöðu kvótahæstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins í Markaðinum. 19. nóvember 2014 06:00 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Markaðurinn: Tvö þúsund störf hjá fimm stærstu útgerðunum Hagnaður fimm kvótahæstu útgerðanna á Íslandi nam fimmtán milljörðum króna á síðasta ári. Lesið meira um stöðu kvótahæstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins í Markaðinum. 19. nóvember 2014 06:00