Dund og dútl á aðventu Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 3. desember 2014 07:00 Stefnan var sett á fyrsta sunnudag í aðventu. Þá skyldu seríurnar upp í alla glugga og svalahandriðið vafið blikkandi jólaljósum, aðventukransinn stæði tilbúinn á borði, svo myndum við tendra spádómskertið í andakt, niðurtalningarkertið yrði líka klárt í stjaka, súkkulaðidagatölin á náttborðum barnanna, piparkökudeigið í kælinum og heimagerður skrautglassúr í fjórum litum í handhægum sprautubrúsum þar við hliðina, ekki keyptur í búð. Búið yrði að kaupa mandarínukassa og malt og appelsín til að grípa til meðan væri verið að klippa út snjókorn úr pappír, við ætluðum að föndra jólaskrautið í ár, súkkulaði og marsípan, ef einhvern skyldi langa til að búa til konfekt. Smjör, egg og lyftiduft í kassavís svo hægt yrði að henda í sort hvenær sem er og grenikrans með rauðri slaufu héngi á útidyrahurðinni. Aðventan er svo notaleg, ekkert nema kósíheit og kruðerí, dund og dútl. þegar vefja átti blikkljósunum um svalahandriðið skall reyndar á óveður, svo hressilegt að við ferjuðum grillið og garðhúsgögnin inn í stofu. Hef ekki farið enn út í slagveðrið með seríuna. Konfektgerðarsúkkulaðið virðist klárast jafnóðum, enda er ég ekki búin að kaupa marsípanið. Ég gleymdi líka að kaupa grenið í hurðakransinn og aðventukransinn var ekki tilbúinn í tæka tíð, spurning hvort við náum honum fyrir Betlehemskertið. Piparkökubakstrinum var bjargað með tilbúnu deigi og forblönduðum glassúr, úr búð. Ég á oft egg og smjör og stundum lyftiduft og kakó en aldrei allt fernt á sama tíma. Enn hefur ekki gefist tími til að klippa út snjókornin og þegar ég hugsa um það er líklega ekki til pappír. Ég finn ekki kertastjaka sem niðurtalningarkertið passar í. Við erum þegar komin þrjá daga í skuld. Samt er ekki öll nótt úti enn, bara þriðji desember í dag. Enn er tuttugu og einn dagur til stefnu, tuttugu og einn dagur í kósíheit, dund og dútl. Ég þarf bara að muna eftir greninu og aðventukransinum, var ég annars búin að kaupa kertin? Muna eftir pappír, smjöri og eggjum og ekki seinna en í kvöld verð ég að finna kertastjaka sem passar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun
Stefnan var sett á fyrsta sunnudag í aðventu. Þá skyldu seríurnar upp í alla glugga og svalahandriðið vafið blikkandi jólaljósum, aðventukransinn stæði tilbúinn á borði, svo myndum við tendra spádómskertið í andakt, niðurtalningarkertið yrði líka klárt í stjaka, súkkulaðidagatölin á náttborðum barnanna, piparkökudeigið í kælinum og heimagerður skrautglassúr í fjórum litum í handhægum sprautubrúsum þar við hliðina, ekki keyptur í búð. Búið yrði að kaupa mandarínukassa og malt og appelsín til að grípa til meðan væri verið að klippa út snjókorn úr pappír, við ætluðum að föndra jólaskrautið í ár, súkkulaði og marsípan, ef einhvern skyldi langa til að búa til konfekt. Smjör, egg og lyftiduft í kassavís svo hægt yrði að henda í sort hvenær sem er og grenikrans með rauðri slaufu héngi á útidyrahurðinni. Aðventan er svo notaleg, ekkert nema kósíheit og kruðerí, dund og dútl. þegar vefja átti blikkljósunum um svalahandriðið skall reyndar á óveður, svo hressilegt að við ferjuðum grillið og garðhúsgögnin inn í stofu. Hef ekki farið enn út í slagveðrið með seríuna. Konfektgerðarsúkkulaðið virðist klárast jafnóðum, enda er ég ekki búin að kaupa marsípanið. Ég gleymdi líka að kaupa grenið í hurðakransinn og aðventukransinn var ekki tilbúinn í tæka tíð, spurning hvort við náum honum fyrir Betlehemskertið. Piparkökubakstrinum var bjargað með tilbúnu deigi og forblönduðum glassúr, úr búð. Ég á oft egg og smjör og stundum lyftiduft og kakó en aldrei allt fernt á sama tíma. Enn hefur ekki gefist tími til að klippa út snjókornin og þegar ég hugsa um það er líklega ekki til pappír. Ég finn ekki kertastjaka sem niðurtalningarkertið passar í. Við erum þegar komin þrjá daga í skuld. Samt er ekki öll nótt úti enn, bara þriðji desember í dag. Enn er tuttugu og einn dagur til stefnu, tuttugu og einn dagur í kósíheit, dund og dútl. Ég þarf bara að muna eftir greninu og aðventukransinum, var ég annars búin að kaupa kertin? Muna eftir pappír, smjöri og eggjum og ekki seinna en í kvöld verð ég að finna kertastjaka sem passar.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun