Andrúmsloftið létt við tökur á Get Santa Þórður Ingi Jónsson skrifar 6. desember 2014 18:30 Hera, lengst til vinstri, ásamt leikurum Get Santa á frumsýningu myndarinnar í London á mánudag. „Þetta var bara mjög skemmtilegt, þetta er fyrsta jólagamanmyndin sem ég tek þátt í og andrúmsloftið í tökum var mjög létt og líflegt,“ segir Hera Hilmarsdóttir leikkona um kvikmyndina Get Santa sem var frumsýnd í London síðastliðinn sunnudag. Hera leikur eitt af hlutverkunum í myndinni, sem fjallar um feðga sem ætla að bjarga jólunum þegar þeir finna jólasveininn sofandi í bílskúrnum sínum. „Þetta var líka algjört hópverkefni, mjög „óegósentrískt“ á alla kanta þar sem markmiðið var augljóslega að gera skemmtilega jólamynd saman. Það getur auðvitað verið mismunandi hvernig stemning myndast í tökum en leikstjórinn Chris Smith skapaði afar skemmtilegt og afslappað andrúmsloft og kom líka leikarahópnum vel saman þannig að við eyddum miklum tíma saman fyrir utan tökur,“ segir Hera. „Nú gerist myndin í London en við tókum mikið upp í Leeds því í myndinni eru alls konar bílaeltingaleikir til dæmis sem einfaldara er að gera þar en í London.“ Hera var geislandi á rauða dreglinum á mánudegi ásamt stjörnum myndarinnar, Warwick Davis, Jim Broadbent, Rafe Spall og hreindýrinu Dasher. En er Warwick Davis jafn leiðinlegur og í þáttunum Life's Too Short, þar sem hann á að leika sjálfan sig? „Ég get ekki sagt það. Það sem ég hef af honum að segja og þekki er bara allt mjög gott. Hann er líka mjög fyndinn í myndinni.“ Það er ýmislegt á döfinni hjá Heru eins og þriðja sería af Da Vinci's Demons sem verið er að klára um þessar mundir. Þá heldur hún til Þýskalands í byrjun desember til að leika í nýrri stuttmynd. „Hún gæti orðið að bíómynd eða sjónvarpsseríu en þetta er mjög spennandi handrit, ungur þýskur leikstjóri og flottir framleiðendur. Þetta er mjög spes pæling, sagan og handritið sjálft, og skemmtilegt, spennandi verkefni. Ég ætla að hoppa í það í nokkra daga áður en ég kem heim um jólin og nota líka tækifærið og hitta góða vini þar úti,“ segir Hera. Hera mun taka þátt í uppákomu í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi í Iðnó 30. desember klukkan 16.00 og margar öflugar konur koma að. „Þetta er flutningur á ræðu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur um hagi og réttindi kvenna sem hún flutti fyrir 127 árum í Reykjavík og er alveg merkilega viðeigandi enn í dag.“ Bíó og sjónvarp Jólafréttir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Þetta var bara mjög skemmtilegt, þetta er fyrsta jólagamanmyndin sem ég tek þátt í og andrúmsloftið í tökum var mjög létt og líflegt,“ segir Hera Hilmarsdóttir leikkona um kvikmyndina Get Santa sem var frumsýnd í London síðastliðinn sunnudag. Hera leikur eitt af hlutverkunum í myndinni, sem fjallar um feðga sem ætla að bjarga jólunum þegar þeir finna jólasveininn sofandi í bílskúrnum sínum. „Þetta var líka algjört hópverkefni, mjög „óegósentrískt“ á alla kanta þar sem markmiðið var augljóslega að gera skemmtilega jólamynd saman. Það getur auðvitað verið mismunandi hvernig stemning myndast í tökum en leikstjórinn Chris Smith skapaði afar skemmtilegt og afslappað andrúmsloft og kom líka leikarahópnum vel saman þannig að við eyddum miklum tíma saman fyrir utan tökur,“ segir Hera. „Nú gerist myndin í London en við tókum mikið upp í Leeds því í myndinni eru alls konar bílaeltingaleikir til dæmis sem einfaldara er að gera þar en í London.“ Hera var geislandi á rauða dreglinum á mánudegi ásamt stjörnum myndarinnar, Warwick Davis, Jim Broadbent, Rafe Spall og hreindýrinu Dasher. En er Warwick Davis jafn leiðinlegur og í þáttunum Life's Too Short, þar sem hann á að leika sjálfan sig? „Ég get ekki sagt það. Það sem ég hef af honum að segja og þekki er bara allt mjög gott. Hann er líka mjög fyndinn í myndinni.“ Það er ýmislegt á döfinni hjá Heru eins og þriðja sería af Da Vinci's Demons sem verið er að klára um þessar mundir. Þá heldur hún til Þýskalands í byrjun desember til að leika í nýrri stuttmynd. „Hún gæti orðið að bíómynd eða sjónvarpsseríu en þetta er mjög spennandi handrit, ungur þýskur leikstjóri og flottir framleiðendur. Þetta er mjög spes pæling, sagan og handritið sjálft, og skemmtilegt, spennandi verkefni. Ég ætla að hoppa í það í nokkra daga áður en ég kem heim um jólin og nota líka tækifærið og hitta góða vini þar úti,“ segir Hera. Hera mun taka þátt í uppákomu í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi í Iðnó 30. desember klukkan 16.00 og margar öflugar konur koma að. „Þetta er flutningur á ræðu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur um hagi og réttindi kvenna sem hún flutti fyrir 127 árum í Reykjavík og er alveg merkilega viðeigandi enn í dag.“
Bíó og sjónvarp Jólafréttir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira