Gagnrýnir Warner vegna The Devils 11. desember 2014 14:00 Guillermo Del Toro Leikstjórinn er afar ósáttur við vinnubrögð Warner Bros. Vísir/Getty Guillermo del Toro hefur gagnrýnt kvikmyndaverið Warner Bros. fyrir að koma í veg fyrir að hið umdeilda breska trúardrama, The Devils, verði gefið út á mynddiski í Bandaríkjunum. Myndin kom út árið 1971 í leikstjórn Kens Russell en Warner Bros. fjármagnaði myndina. „Það eru öfl hjá Warner Bros. sem leyfa fólki ekki að sjá myndina,“ sagði del Toro í fyrirlestri í Toronto. Þar átti hann við umfjöllunarefni myndarinnar sem snýst um að djöfullinn taki sér bólfestu í fólki og einnig særingar á 18. öld í Frakklandi. Leikstjórinn, sem á að baki Pan's Labyrinth og Hellboy-myndirnar, er mikill aðdáandi The Devils. Að sögn del Toro hefur Warner Bros neitað að gefa út upprunalegu útgáfuna sem Russell bjó til upp úr bók Aldous Huxley, The Devils of Loudun, rúmlega 40 árum eftir að hún var gerð. „Mjög fáir hafa séð þessa mynd. Á Englandi er bara hægt að sjá hana ef það á að nota hana í menntunarskyni,“ sagði hann. „Þetta er ekkert slys. Þetta er ekki vegna skorts á eftirspurn. Þetta er ekkert annað en ritskoðun. Það er ekki verið að fara í kringum hlutina,“ bætti hann við. Í The Devils leikur Vanessa Redgrave brjálaða nunnu sem sakar prest, sem Oliver Reed leikur, um að vera seiðkarl. Breska kvikmyndastofnunin gaf út þessa upprunalegu útgáfu Russells á sínum tíma í Bretlandi. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Guillermo del Toro hefur gagnrýnt kvikmyndaverið Warner Bros. fyrir að koma í veg fyrir að hið umdeilda breska trúardrama, The Devils, verði gefið út á mynddiski í Bandaríkjunum. Myndin kom út árið 1971 í leikstjórn Kens Russell en Warner Bros. fjármagnaði myndina. „Það eru öfl hjá Warner Bros. sem leyfa fólki ekki að sjá myndina,“ sagði del Toro í fyrirlestri í Toronto. Þar átti hann við umfjöllunarefni myndarinnar sem snýst um að djöfullinn taki sér bólfestu í fólki og einnig særingar á 18. öld í Frakklandi. Leikstjórinn, sem á að baki Pan's Labyrinth og Hellboy-myndirnar, er mikill aðdáandi The Devils. Að sögn del Toro hefur Warner Bros neitað að gefa út upprunalegu útgáfuna sem Russell bjó til upp úr bók Aldous Huxley, The Devils of Loudun, rúmlega 40 árum eftir að hún var gerð. „Mjög fáir hafa séð þessa mynd. Á Englandi er bara hægt að sjá hana ef það á að nota hana í menntunarskyni,“ sagði hann. „Þetta er ekkert slys. Þetta er ekki vegna skorts á eftirspurn. Þetta er ekkert annað en ritskoðun. Það er ekki verið að fara í kringum hlutina,“ bætti hann við. Í The Devils leikur Vanessa Redgrave brjálaða nunnu sem sakar prest, sem Oliver Reed leikur, um að vera seiðkarl. Breska kvikmyndastofnunin gaf út þessa upprunalegu útgáfu Russells á sínum tíma í Bretlandi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira