Aukinn vaxtamunur eykur tekjur bankanna um milljarð Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. desember 2014 12:00 Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynna vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í Seðlabankanum á miðvikudaginn. Fréttablaðið/Ernir Munur á innláns- og útlánsvöxtum stóru viðskiptabankanna þriggja hefur aukist um leið og stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað. Á þetta er bent í fréttabréfi VR. Stýrivextir Seðlabankans voru lækkaðir um 0,25 prósentustig 5. nóvember síðastliðinn. Núna á miðvikudaginn var svo kynnt önnur vaxtalækkun, að þessu sinni um 0,5 prósentustig. „Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa nú allir lækkað vexti sína í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að lækka stýrivexti í byrjun nóvember. Það er gott og blessað,“ skrifar Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR í fréttabréfinu. „En bankarnir gripu hins vegar tækifærið og juku vaxtamuninn – innlán skila nú minni ávinningi og útlán lækka ekki eins mikið og efni standa til. Afleiðingarnar eru þær að heimilin í landinu verða af hundruðum milljóna króna.“Ólafía B. RafnsdóttirÍ fréttabréfinu er sagt að vænta megi breytinga á vaxtatöflum viðskiptabankanna í kjölfar breytinga á stýrivöxtum, sem í nóvemberbyrjun höfðu verið óbreyttir í tvö ár. Það hafi gengið eftir með því að bæði innláns- og útlánsvextir allra stóru bankanna þriggja hafi lækkað þegar líða tók á mánuðinn. „Það vekur hins vegar óneitanlega athygli að innláns- og útlánsvextir tóku ekki sömu breytingum. Þannig lækkuðu innlánsvextir um 0,3 prósentustig hjá Arion banka en útlánsvextir aðeins um 0,2 prósentustig. Hið sama er uppi á teningnum hjá Landsbankanum, þar lækkuðu innlánsvextir um 0,25 prósentustig en útlánsvextir aðeins um 0,15 prósentustig. Íslandsbanki lækkaði vexti á innlánum sínum um 0,3 prósentustig og útlánsvexti um 0,25 prósentustig.“ Ólafía segir hagfræðing VR hafa reiknað út áhrifin af breytingunum. „Tekjur bankanna aukast um tæplega milljarð króna vegna þessara breytinga, gróflega áætlað,“ segir hún og bendir um leið á að samkvæmt áætlun Seðlabankans sé um þriðjungur inn- og útlána bankanna til heimilanna í landinu. Um leið er í fréttabréfinu bent á að vextir bankanna hafi tekið breytingum þótt stýrivextir Seðlabankans hafi haldist óbreyttir. „Vaxtamunur Arion banka hefur til að mynda aukist um 0,20 prósent bara á árinu 2014, hjá Landsbankanum og Íslandsbanka hefur hann aukist um 0,15 prósent.“ Við lækkun stýrivaxta í síðasta mánuði hafi hins vegar allir bankarnir nýtt tækifærið til að auka enn mun á útláns- og innlánsvöxtum. VR setur spurningarmerki við forsendur bankanna þegar ákveðið var að auka vaxtamuninn. „Það er erfitt að sjá að það hafi verið í þágu okkar viðskiptavinanna. Fyrirheit um aukinn kaupmátt launafólks verða að engu þegar bankarnir geta með einu pennastriki tekið ávinning vaxtalækkana til sín á þennan hátt,“ skrifar formaður VR. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Munur á innláns- og útlánsvöxtum stóru viðskiptabankanna þriggja hefur aukist um leið og stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað. Á þetta er bent í fréttabréfi VR. Stýrivextir Seðlabankans voru lækkaðir um 0,25 prósentustig 5. nóvember síðastliðinn. Núna á miðvikudaginn var svo kynnt önnur vaxtalækkun, að þessu sinni um 0,5 prósentustig. „Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa nú allir lækkað vexti sína í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að lækka stýrivexti í byrjun nóvember. Það er gott og blessað,“ skrifar Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR í fréttabréfinu. „En bankarnir gripu hins vegar tækifærið og juku vaxtamuninn – innlán skila nú minni ávinningi og útlán lækka ekki eins mikið og efni standa til. Afleiðingarnar eru þær að heimilin í landinu verða af hundruðum milljóna króna.“Ólafía B. RafnsdóttirÍ fréttabréfinu er sagt að vænta megi breytinga á vaxtatöflum viðskiptabankanna í kjölfar breytinga á stýrivöxtum, sem í nóvemberbyrjun höfðu verið óbreyttir í tvö ár. Það hafi gengið eftir með því að bæði innláns- og útlánsvextir allra stóru bankanna þriggja hafi lækkað þegar líða tók á mánuðinn. „Það vekur hins vegar óneitanlega athygli að innláns- og útlánsvextir tóku ekki sömu breytingum. Þannig lækkuðu innlánsvextir um 0,3 prósentustig hjá Arion banka en útlánsvextir aðeins um 0,2 prósentustig. Hið sama er uppi á teningnum hjá Landsbankanum, þar lækkuðu innlánsvextir um 0,25 prósentustig en útlánsvextir aðeins um 0,15 prósentustig. Íslandsbanki lækkaði vexti á innlánum sínum um 0,3 prósentustig og útlánsvexti um 0,25 prósentustig.“ Ólafía segir hagfræðing VR hafa reiknað út áhrifin af breytingunum. „Tekjur bankanna aukast um tæplega milljarð króna vegna þessara breytinga, gróflega áætlað,“ segir hún og bendir um leið á að samkvæmt áætlun Seðlabankans sé um þriðjungur inn- og útlána bankanna til heimilanna í landinu. Um leið er í fréttabréfinu bent á að vextir bankanna hafi tekið breytingum þótt stýrivextir Seðlabankans hafi haldist óbreyttir. „Vaxtamunur Arion banka hefur til að mynda aukist um 0,20 prósent bara á árinu 2014, hjá Landsbankanum og Íslandsbanka hefur hann aukist um 0,15 prósent.“ Við lækkun stýrivaxta í síðasta mánuði hafi hins vegar allir bankarnir nýtt tækifærið til að auka enn mun á útláns- og innlánsvöxtum. VR setur spurningarmerki við forsendur bankanna þegar ákveðið var að auka vaxtamuninn. „Það er erfitt að sjá að það hafi verið í þágu okkar viðskiptavinanna. Fyrirheit um aukinn kaupmátt launafólks verða að engu þegar bankarnir geta með einu pennastriki tekið ávinning vaxtalækkana til sín á þennan hátt,“ skrifar formaður VR.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira