Taóið holdi klætt Þórður Ingi Jónsson skrifar 18. desember 2014 10:00 Þórður frá Dagverðará var lífskúnstner með meiru. Jöklarinn, brot úr sögu Þórðar Halldórssonar mesta lygara allra tíma – eða hvað? er stórmerkileg heimildarmynd Kára G. Schram um alþýðuhetjuna Þórð Halldórsson. Fólk af yngri kynslóðinni kannast ekkert við manninn en foreldrar okkar gerðu það – þetta var nefnilega þjóðþekktur lífskúnstner að vestan sem var allt í senn refaskytta, sægarpur og náttúruverndarsinni. Þetta var maður sem átti ekkert smá ævintýralegt líf en myndin gerir því skil á einfaldan og skemmtilegan hátt. Myndin er byggð upp úr viðtölum í hljóði og mynd ásamt gömlum upptökum af Þórði sem glæða myndina miklu lífi. Fjallað er um skipbrotið sem hann lenti í ungur að aldri og hvernig hann varð aldrei samur eftir að hafa náð að svindla á dauðanum.Þórður var skáld og sagnaþulur allt sitt líf og náði að stuða íslenskt myndlistarlíf með málverkum sínum, sem er einn göfugasti hlutur sem hægt er að gera í myndlistarheiminum. Þá eru sagðar stórskemmtilegar sögur af kynnum Þórðar við merka og mæta einstaklinga svo sem Dieter Roth, Gunnar Dal og Halldór Laxness. Jöklarinn er gerð ódýrt en rétt. Myndin heldur manni alveg við efnið, sem er af einstaklega áhugaverðu tagi. Saga Þórðar veitir mikinn innblástur og viðhorf hans til náttúrunnar og lífsins sjálf er gríðarlega fallegt, enda segir einn viðmælandinn að Þórður hafi eiginlega verið „taóið“ holdi klætt án þess að gera sér einu sinni grein fyrir því. Viðhorf hans til íslensku náttúrunnar gerði það að verkum að leikstjórinn lýsti honum „eins og Björk síns tíma“ en á þessum tíma stóriðju og jarðhlýnunar á vísa Þórðar enn betur við en hún gerði á sínum tíma: „Eitrað haf og eins til heiða/eitrið sígur niðrí svörð/þeir sem stjórna, þeir eru að eyða/öllu lífi hér á jörð.“ Niðurstaða: Einföld, hugljúf og falleg mynd sem ætti að veita bóhemum og náttúrubörnum mikinn innblástur. Bíó og sjónvarp Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Jöklarinn, brot úr sögu Þórðar Halldórssonar mesta lygara allra tíma – eða hvað? er stórmerkileg heimildarmynd Kára G. Schram um alþýðuhetjuna Þórð Halldórsson. Fólk af yngri kynslóðinni kannast ekkert við manninn en foreldrar okkar gerðu það – þetta var nefnilega þjóðþekktur lífskúnstner að vestan sem var allt í senn refaskytta, sægarpur og náttúruverndarsinni. Þetta var maður sem átti ekkert smá ævintýralegt líf en myndin gerir því skil á einfaldan og skemmtilegan hátt. Myndin er byggð upp úr viðtölum í hljóði og mynd ásamt gömlum upptökum af Þórði sem glæða myndina miklu lífi. Fjallað er um skipbrotið sem hann lenti í ungur að aldri og hvernig hann varð aldrei samur eftir að hafa náð að svindla á dauðanum.Þórður var skáld og sagnaþulur allt sitt líf og náði að stuða íslenskt myndlistarlíf með málverkum sínum, sem er einn göfugasti hlutur sem hægt er að gera í myndlistarheiminum. Þá eru sagðar stórskemmtilegar sögur af kynnum Þórðar við merka og mæta einstaklinga svo sem Dieter Roth, Gunnar Dal og Halldór Laxness. Jöklarinn er gerð ódýrt en rétt. Myndin heldur manni alveg við efnið, sem er af einstaklega áhugaverðu tagi. Saga Þórðar veitir mikinn innblástur og viðhorf hans til náttúrunnar og lífsins sjálf er gríðarlega fallegt, enda segir einn viðmælandinn að Þórður hafi eiginlega verið „taóið“ holdi klætt án þess að gera sér einu sinni grein fyrir því. Viðhorf hans til íslensku náttúrunnar gerði það að verkum að leikstjórinn lýsti honum „eins og Björk síns tíma“ en á þessum tíma stóriðju og jarðhlýnunar á vísa Þórðar enn betur við en hún gerði á sínum tíma: „Eitrað haf og eins til heiða/eitrið sígur niðrí svörð/þeir sem stjórna, þeir eru að eyða/öllu lífi hér á jörð.“ Niðurstaða: Einföld, hugljúf og falleg mynd sem ætti að veita bóhemum og náttúrubörnum mikinn innblástur.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp