Ofbeldi í barnamyndum Þórður Ingi Jónsson skrifar 18. desember 2014 10:30 Frozen var ein af þeim myndum sem rannsakendur skoðuðu. „Í staðinn fyrir að vera skaðlausari og ljúfari valkostir en dæmigerðar hryllings- og dramamyndir eru teiknimyndir barna í raun gróðrarstíur morða og ofbeldis,“ rita vísindamennirnir Dr. Ian Colman og Dr. James Kirkbride í vísindaritið British Medical Journal. Samkvæmt rannsókn þeirra fyrirfinnst ekkert minna af dauða og eyðileggingu í kvikmyndum sem ætlaðar eru fyrir börn heldur en í kvikmyndum ætluðum fullorðnum. Rannsakendur horfðu á þær 45 barna- og teiknimyndir sem voru hvað vinsælastar á milli 1937 og 2013. Þeir komust að því að í tveim þriðju barnamyndanna lést mikilvæg sögupersóna en aðeins helmingur þeirra lést í „fullorðins“-myndum. Aðalpersónur í teiknimyndum voru meira en tvöfalt líklegri til að deyja og næstum þrisvar sinnum líklegri til að vera myrt heldur en í mynd fyrir fullorðna. Foreldrar aðalpersóna voru meira en fimm sinnum líklegri til að deyja í teiknimyndum, eins og í Disney-myndinni vinsælu Frozen. Þá komust rannsakendur að því að foreldrar, óvinir og börn voru oft fyrstu persónurnar til að deyja í teiknimyndum. Barnamyndirnar voru bornar saman við tvær vinsælustu myndirnar fyrir fullorðna sem komu út á sama ári og barnamyndirnar, svo sem spennutryllarnir Black Swan og What Lies Beneath. Í rannsókninni kemur fram að ofbeldismagnið í teiknimyndum hafi ekki breyst síðan Mjallhvít var gefin út árið 1937. Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Í staðinn fyrir að vera skaðlausari og ljúfari valkostir en dæmigerðar hryllings- og dramamyndir eru teiknimyndir barna í raun gróðrarstíur morða og ofbeldis,“ rita vísindamennirnir Dr. Ian Colman og Dr. James Kirkbride í vísindaritið British Medical Journal. Samkvæmt rannsókn þeirra fyrirfinnst ekkert minna af dauða og eyðileggingu í kvikmyndum sem ætlaðar eru fyrir börn heldur en í kvikmyndum ætluðum fullorðnum. Rannsakendur horfðu á þær 45 barna- og teiknimyndir sem voru hvað vinsælastar á milli 1937 og 2013. Þeir komust að því að í tveim þriðju barnamyndanna lést mikilvæg sögupersóna en aðeins helmingur þeirra lést í „fullorðins“-myndum. Aðalpersónur í teiknimyndum voru meira en tvöfalt líklegri til að deyja og næstum þrisvar sinnum líklegri til að vera myrt heldur en í mynd fyrir fullorðna. Foreldrar aðalpersóna voru meira en fimm sinnum líklegri til að deyja í teiknimyndum, eins og í Disney-myndinni vinsælu Frozen. Þá komust rannsakendur að því að foreldrar, óvinir og börn voru oft fyrstu persónurnar til að deyja í teiknimyndum. Barnamyndirnar voru bornar saman við tvær vinsælustu myndirnar fyrir fullorðna sem komu út á sama ári og barnamyndirnar, svo sem spennutryllarnir Black Swan og What Lies Beneath. Í rannsókninni kemur fram að ofbeldismagnið í teiknimyndum hafi ekki breyst síðan Mjallhvít var gefin út árið 1937.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira