Harald gengur til liðs við Sagafilm Þórður Ingi Jónsson skrifar 27. desember 2014 10:30 Harald Haraldsson hefur getið sér gott orð sem leikstjóri. vísir/stefán „Mín aðkoma verður sem leikstjóri fyrir tilfallandi kvikmynduð auglýsingaverkefni á Íslandi, að öðru leyti haldast mínir hagir óbreyttir í öðrum verkefnum erlendis og eigin rekstri,“ segir Harald Haraldsson, leikstjóri og listamaður. Hann hefur nú gengið til liðs við fyrirtækið Sagafilm. „Þetta samstarf er nokkuð nýtilkomið og verður spennandi að hefjast handa strax á nýju ári.“ Harald er búsettur í New York og hefur unnið jöfnum höndum að auglýsingum, tónlistarmyndböndum og gagnvirkum listaverkum. Hann hefur getið sér gott orð sem leikstjóri með framsækinn stíl sem sækir oft innblástur í list og tækni, til dæmis í auglýsingu fyrir Símann og Samsung þar sem iðnaðarvélmenni voru forrituð til að stjórna upptökuferlinu. „Okkar samstarf verður ekki drifið áfram af tækni heldur frekar fyrsta flokks auglýsingaframleiðslu og kvikmyndagerð sem á erindi við fólk. Samanborið við mín fyrri verkefni þá held ég að okkar samstarf verði að vissu leyti hefðbundnara, en engu að síður með mínum stílbrigðum sem oft eru vissulega innblásin af tækni,“ segir Harald. Bíó og sjónvarp Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Mín aðkoma verður sem leikstjóri fyrir tilfallandi kvikmynduð auglýsingaverkefni á Íslandi, að öðru leyti haldast mínir hagir óbreyttir í öðrum verkefnum erlendis og eigin rekstri,“ segir Harald Haraldsson, leikstjóri og listamaður. Hann hefur nú gengið til liðs við fyrirtækið Sagafilm. „Þetta samstarf er nokkuð nýtilkomið og verður spennandi að hefjast handa strax á nýju ári.“ Harald er búsettur í New York og hefur unnið jöfnum höndum að auglýsingum, tónlistarmyndböndum og gagnvirkum listaverkum. Hann hefur getið sér gott orð sem leikstjóri með framsækinn stíl sem sækir oft innblástur í list og tækni, til dæmis í auglýsingu fyrir Símann og Samsung þar sem iðnaðarvélmenni voru forrituð til að stjórna upptökuferlinu. „Okkar samstarf verður ekki drifið áfram af tækni heldur frekar fyrsta flokks auglýsingaframleiðslu og kvikmyndagerð sem á erindi við fólk. Samanborið við mín fyrri verkefni þá held ég að okkar samstarf verði að vissu leyti hefðbundnara, en engu að síður með mínum stílbrigðum sem oft eru vissulega innblásin af tækni,“ segir Harald.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira