Ekki ætlaðar börnum Þórður Ingi Jónsson skrifar 29. desember 2014 11:30 Kjartan þykir hönnunin á VHS-kápunum skemmtileg. vísir/vilhelm „Fjarsjóðsleit hjá hákörlum“, „Blóðrauða brúðkaupið“ og „Kung fu djöflarnir“ eru nokkrir kvikmyndatitlar sem grípa augað á hinum nýstofnaða Facebook-hóp Íslenzk myndbönd, sem tileinkaður er gömlum kápum á VHS-spólum. „Ekki ætluð börnum – fékk SEX stjörnur hjá Extrablaðinu!“ segir á tveimur kápum, sem vekja án vafa nostalgíu hjá þeim sem muna enn eftir myndbandaleigunum og þessari úreltu en jafnframt sjarmerandi tækni.Ógnvaldurinn (the Blood Beast Terror)„Ég er búinn að vera að safna síðan 1987,“ segir Kjartan Ari Pétursson myndlistarmaður, sem stofnaði hópinn. „Það er svo skemmtileg hönnun á þessum gömlu kápum sem ég er mjög hrifinn af, sérstaklega frá myndböndum Regnbogans, það er þetta einfalda form,“ segir Kjartan. „Þessar fyrstu spólur frá Regnboganum eru teknar beint af filmunum sem voru sýndar í bíóinu, þær eru oft slitnar og rispaðar og það vantar í þær hljóðið stundum, þannig að þú ert að sjá það sem var sýnt til að byrja með í kvikmyndahúsinu.“Ástríður Emmanúellar (Black Cobra Woman)Mikið var gefið út af költ- og B-myndum á Íslandi á þessum tíma. „Eins og í Evrópu virðast þeir hafa verið að gefa út mikið af gömlum breskum hryllingsmyndum, „exploitation“-myndum frá Ítalíu og Frakklandi. Þetta lítur út fyrir að hafa verið mjög líflegt fyrstu árin áður en lögreglan fór í málið,“ segir Kjartan en eins og menn muna kannski eftir var lagt bann við „ofbeldiskvikmyndum“ árið 1982 í kjölfar „video nasty“-deilunnar í Bretlandi. Um var að ræða siðferðiskrísu þar sem ofbeldisfullar hryllingsmyndir voru ritskoðaðar og bannaðar og var því gerður alræmdur listi yfir svokallaðar „video nasties“. Kjartan segist eiga nokkrar af spólunum sem voru á íslenska bannlistanum og eru þær sannkallaðir gullmolar úr kvikmyndasögunni. Bíó og sjónvarp Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Fjarsjóðsleit hjá hákörlum“, „Blóðrauða brúðkaupið“ og „Kung fu djöflarnir“ eru nokkrir kvikmyndatitlar sem grípa augað á hinum nýstofnaða Facebook-hóp Íslenzk myndbönd, sem tileinkaður er gömlum kápum á VHS-spólum. „Ekki ætluð börnum – fékk SEX stjörnur hjá Extrablaðinu!“ segir á tveimur kápum, sem vekja án vafa nostalgíu hjá þeim sem muna enn eftir myndbandaleigunum og þessari úreltu en jafnframt sjarmerandi tækni.Ógnvaldurinn (the Blood Beast Terror)„Ég er búinn að vera að safna síðan 1987,“ segir Kjartan Ari Pétursson myndlistarmaður, sem stofnaði hópinn. „Það er svo skemmtileg hönnun á þessum gömlu kápum sem ég er mjög hrifinn af, sérstaklega frá myndböndum Regnbogans, það er þetta einfalda form,“ segir Kjartan. „Þessar fyrstu spólur frá Regnboganum eru teknar beint af filmunum sem voru sýndar í bíóinu, þær eru oft slitnar og rispaðar og það vantar í þær hljóðið stundum, þannig að þú ert að sjá það sem var sýnt til að byrja með í kvikmyndahúsinu.“Ástríður Emmanúellar (Black Cobra Woman)Mikið var gefið út af költ- og B-myndum á Íslandi á þessum tíma. „Eins og í Evrópu virðast þeir hafa verið að gefa út mikið af gömlum breskum hryllingsmyndum, „exploitation“-myndum frá Ítalíu og Frakklandi. Þetta lítur út fyrir að hafa verið mjög líflegt fyrstu árin áður en lögreglan fór í málið,“ segir Kjartan en eins og menn muna kannski eftir var lagt bann við „ofbeldiskvikmyndum“ árið 1982 í kjölfar „video nasty“-deilunnar í Bretlandi. Um var að ræða siðferðiskrísu þar sem ofbeldisfullar hryllingsmyndir voru ritskoðaðar og bannaðar og var því gerður alræmdur listi yfir svokallaðar „video nasties“. Kjartan segist eiga nokkrar af spólunum sem voru á íslenska bannlistanum og eru þær sannkallaðir gullmolar úr kvikmyndasögunni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp