Vodafone fór á flug eftir erfiðleika í lok síðasta árs Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. desember 2014 07:00 Það blés ekki byrlega um síðustu áramót, en mörg góð skref hafa verið stigin síðan þá. Fréttablaðið/Stefán Miklar sveiflur hafa verið á hlutabréfamarkaði á árinu 2014, en gengi bréfa í flestum fyrirtækjum stendur þó hærra en í upphafi árs. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, telur að útlitið sé gott fyrir næsta ár og búast megi við stöðugleika. „Ég held að það verði engin flugeldasýning,“ segir Sveinn en bætir við að það sé algjör óþarfi að vera svartsýnn. Almennt hækkuðu bréf nokkuð í upphafi janúar í ár. Svo tóku bréf að lækka og úrvalsvísitalan náði botninum seinni hlutann í júlí. Um miðjan október fór markaðurinn svo að hækka aftur. Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS greiningu, segir að lækkunin framan af ári hafi komið á óvart þegar litið sé til þess að við erum enn í höftum og mikið fjármagn að leita í farveg. „Ég held að meginskýringin hafi verið sú að stærstu fjárfestar landsins, lífeyrissjóðirnir og fjárfestingarsjóðir af ýmsu tagi, höfðu heilmikið framboð utan almennra hlutabréfa og skuldabréfa til þess að skoða og velja úr. Það var svo mikið af óskráðum fjárfestingum í boði og óhefðbundnum fjárfestingum eins og eignavörðum skuldabréfum til að velja úr. Það var verið að kynna fyrir þeim fjárfestingar- og framtakssjóði af ýmsu tagi og bjóða þeim að koma að því að fjármagna byggingu á fjórum kísilverum,“ segir Jóhann Viðar. Hann telur að þetta hafi dregið úr eftirspurn hjá stærstu fjárfestunum eftir skráðum bréfum. Sveinn Þórarinsson bendir á að það séu ákveðin félög sem drífi íslenska hlutabréfamarkaðinn áfram. Það kunni að vera ástæða þess að hlutabréf fóru aftur að hækka í haust. „Það voru góð uppgjör hjá Marel og ágætis uppgjör hjá Icelandair,“ segir hann. Við það bætist að ytri skilyrði séu góð, olíuverð hafi lækkað og staða efnahagsmála í Bandaríkjunum sé góð. Þetta hafi jákvæð áhrif á gengi bréfa í stærstu félögunum og önnur félög hækki með. „Vodafone hefur hækkað töluvert,“ segir hann. Markaðsverð Vodafone var 9,29 milljarðar á síðasta viðskiptadegi ársins 2013 en 11,89 milljarðar í gær. Verðmætið hefur því hækkað um tæp 28 prósent. Menn voru hins vegar hræddir um stöðu Vodafone í byrjun árs, eftir að smáskilaboð sem fyrirtækið vistaði láku á netið. Þá tók Stefán Sigurðsson við stöðu forstjóra af Ómari Svavarssyni. „Það var svolítill titringur með félagið. Bæði lekinn og svo var skipt um mann í brúnni. En svo kom uppgjör á þriðja fjórðungi sem var gott,“ segir Sveinn. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Miklar sveiflur hafa verið á hlutabréfamarkaði á árinu 2014, en gengi bréfa í flestum fyrirtækjum stendur þó hærra en í upphafi árs. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, telur að útlitið sé gott fyrir næsta ár og búast megi við stöðugleika. „Ég held að það verði engin flugeldasýning,“ segir Sveinn en bætir við að það sé algjör óþarfi að vera svartsýnn. Almennt hækkuðu bréf nokkuð í upphafi janúar í ár. Svo tóku bréf að lækka og úrvalsvísitalan náði botninum seinni hlutann í júlí. Um miðjan október fór markaðurinn svo að hækka aftur. Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS greiningu, segir að lækkunin framan af ári hafi komið á óvart þegar litið sé til þess að við erum enn í höftum og mikið fjármagn að leita í farveg. „Ég held að meginskýringin hafi verið sú að stærstu fjárfestar landsins, lífeyrissjóðirnir og fjárfestingarsjóðir af ýmsu tagi, höfðu heilmikið framboð utan almennra hlutabréfa og skuldabréfa til þess að skoða og velja úr. Það var svo mikið af óskráðum fjárfestingum í boði og óhefðbundnum fjárfestingum eins og eignavörðum skuldabréfum til að velja úr. Það var verið að kynna fyrir þeim fjárfestingar- og framtakssjóði af ýmsu tagi og bjóða þeim að koma að því að fjármagna byggingu á fjórum kísilverum,“ segir Jóhann Viðar. Hann telur að þetta hafi dregið úr eftirspurn hjá stærstu fjárfestunum eftir skráðum bréfum. Sveinn Þórarinsson bendir á að það séu ákveðin félög sem drífi íslenska hlutabréfamarkaðinn áfram. Það kunni að vera ástæða þess að hlutabréf fóru aftur að hækka í haust. „Það voru góð uppgjör hjá Marel og ágætis uppgjör hjá Icelandair,“ segir hann. Við það bætist að ytri skilyrði séu góð, olíuverð hafi lækkað og staða efnahagsmála í Bandaríkjunum sé góð. Þetta hafi jákvæð áhrif á gengi bréfa í stærstu félögunum og önnur félög hækki með. „Vodafone hefur hækkað töluvert,“ segir hann. Markaðsverð Vodafone var 9,29 milljarðar á síðasta viðskiptadegi ársins 2013 en 11,89 milljarðar í gær. Verðmætið hefur því hækkað um tæp 28 prósent. Menn voru hins vegar hræddir um stöðu Vodafone í byrjun árs, eftir að smáskilaboð sem fyrirtækið vistaði láku á netið. Þá tók Stefán Sigurðsson við stöðu forstjóra af Ómari Svavarssyni. „Það var svolítill titringur með félagið. Bæði lekinn og svo var skipt um mann í brúnni. En svo kom uppgjör á þriðja fjórðungi sem var gott,“ segir Sveinn.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira